Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 16
102 Æ G I R manns. Vextirnir skulu þó ekki greiðast út fyrr en greitt hefur verið a. m. k. 30% af upphaflegum lánum vegna bygginga fé- lagsins. 13. gr. — Markmið með sjóðstofnunum þessum er það, að gera félaginu kleift að eignast hús, vélar og nauðsynleg tæki, ti! þess að koma í framkvæmd þeim tilgangi sínum, sem þessi lög fyrr greina. 14. gr. — Gangi félagsmaður úr félag- inu, skal gera reikninga hans upp, svo fljótt sem auðið er. Eigi á hann kröfu á neinni útborgun af inneign sinni, fyrr en gert er út um þær skuldbindingar, sem hann hefur tekið á sig sameiginlega við aðra félagsmenn. Félagið greiðir aðeins þann hluta eignar félagsmanna í séreignarsjóði, sem er i vörzlu þess í handbæru fé eða verðbréfum, sem félagið getur látið af hendi. Hafi félagsmaður selt bát sinn og gengið úr félaginu, er honum heimilt, að selja kaupanda bátsins sinn hluta i sjóð- um félagsins. Notfæri hann sér ekki þá heimild, er félaginu skylt, að greiða að lágmarki innlánsvexti banka af þeim inn- eignum hans, sem ekki hafa verið greidd- ar út, samanber að ofan. IJtborgun úr sameignarsjóði fer aðeins fram: 1) Við andlát félagsmanns. 2) Við brottflutning. 3) Við brottrekstur úr félaginu. 4) Verði lelagsmaður gjaldþrota. Hlut sinn í sam- eignarsjóði má félagsmaður aldrei veð- setja og hlut sinn í séreignarsjóði því að- eins, að félagsstjórn samþykki. 15. gr. — Séreignarsjóði félagsmanna má greiða út eftir tillögum félagsstjórnar, þegar hagur félagsins leyfir, enda sé það samþykkt með % hluta mættra atkvæða á lögmætum aðalfundi. 16. gr. — Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og komin i hendur félagsstjórnar fyrir 1. október ár hvert (þó getur eng- inn sagt sig úr félaginu fyrir 1. október 1948). 17. gr. — Brot á samþykktum félagsins varða sektum, sem félagsstjórn ákveður, cða jafnvel brottrekstri, ef brot er veru- legt og stjórninni finnst ástæða til. Þess- Magnús Kr. Magnússon: Þitt annaá heimili. Ef einhver spyr: „Hvar er heimili þitt“? þá muntu sjálfsagt nefna númer eða nafn á því húsi, sem þú sefur og' borðar i. Þér mundi aldrei detta í hug að nefna þann stað, þar sem þú vinnur mest allt ævistart þilt, „vinnustaðinn". Mjög margir verkamenn álíta vinnustað- inn sér óviðkomandi að öðru leyti en því, að þar þéna þeir peninga, sem eru þeim nauðsynlegir til þess að geta borðað og sofið á vistlegum stað. Þeir hugsa með kvíða til þess að jmrfa að byrja á morgn- ana og híða óþreyjufullir eftir því að vinnudagurinn sé úti. Allir reyna að útbúa heimili sín jiannig, að þeir geti lifað jiar hamingjusömu Iifi> öll umgengni er vönduð jiar svo sem mest má vera. En hvers vegna umgengst þetta sama fólk vinnustað sinn þannig, að bæði þeim sjálfum og öðrum er það til stór óhagræðis. Eg hef séð tvo menn, sem unnu sams um ákvörðunum félagsstjórnar má vísa til endanlegs úrskurðar almenns fundar í félaginu. 18. gr. -—- Félaginu má slita, ef % hlut- ar samanlags atkvæðamagns félagsins sam- þykkja það á aðalfundi. 19. gr. — Verði félaginu slitið, skal gera reikninga jiess upp að fullu og gera sérstaklega upp sameiginlegar skuldbind- ingar félagsmanna, áður en endanleg reikn- ingsskil eru gerð. Eignum félagsins skal ráðstafa til sölu af skilanefnd, sem að öðru leyti framkvæmir reikningsskilin og netto- andvirði eignanna skal skiptast upp milh félagsmanná i réttu hlutfalli við bókaðar eignir þeirra hjá félaginu. Skilanefnd skal kosin á þeim fundi, sem félagsslitin samþykkir. í henni skulu vera 5 menn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.