Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 34

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 34
120 Æ G I R Viglundur Jónsson, ÓlafsviU. loSnu. Meðalafli í róðri varð 4797 kg, en ]>að er 1070 kg minna en á vertíðinni 1948. V/b Björn Jörundsson varð aflahæstur að þessu sinni, en hann aflaði um 334 smál. af l'iski og um 18 þús. 1. af lifur i 59 róðrum. E)r það 100 smál. minna en aflahæsti bátur- inn í Ólafsvík fékk á vertíðinni 1948. V/h Björn Jörundsson er 26 rúml. að stærð. Eigandi hans og skipstóri á honum er Víglundur Jónssonn. Hefur hann oft áður verið aflahæstur i þessari verstöð, en hann hefur róið þaðan í 9 vertíðir. — Hlutir á Birni Jörundssyni urðu um kr. 7400, en enginn hinna bátanna aflaði fyrir um- samdri tryggingu, en hún var um kr. 6000 yfir róðratímabilið. Hraðfrystihús Ólafsvikur h/f keypti aflann til frystingar nema 15 smál. sem voru saltaðar. Það keypti einnig gotuna og greiddi kr. 0.75 pr. kg nr. I, en kr. 0.50 pr. kg fyrir nr. II. Lifrarhræðsla Ólafsvíkur horgaði kr. 1.05 fyrir lítrann af lifrinni árið 1948. Beitan var seld á kr. 1.65 pr. kg, en henn- ar var aflað á þá lund, að 200 tn. síldar fengust frá Suðurlandi í janúarlok, síðar fékkst síld frá Noregi og loks frá Akur- eyri. Loðnu var beitt í nokkra róðra. — Veiðarfæratjón var talsvert framan af ver- líð. Vertíðin i Ólafsvík var sú lélegasta, sem inenn muna um langt skeið, og telja sjómennirnir að það stafi að verulegu leyti af því, live beitan var léleg. Undanfarnar fimm vertíðir hefur báta- fjöldi, heildarafli fisks og lifrar og meðal- afli á bát verið sem hér segir: Meðalafli Ar 15áta- Hcildarafli Heildarafli á bát fjöldi fiskur kg lifur 1 smál. 1945 3 1 212 000 59 500 404 1946 4 1 680 379 82 690 420 1947 4 1 683 945 94 260 421 1948 3 1 231 743 64 475 411 1949 5 1 271 123 66 590 254 Heimiltlarinaður: Ottó Árnason, Ólafsvik. Grundarfjörður. Fjórir bátar voru gerðir þaðan út yfir vertíðina, og er það sama bátatala og vetur- inn 1948. Stærð þessara háta var 24—39 rúml. Þeir stunduðu allir þorskveiðar með lóð. Sökum beituskorts gat vertíð ekki byrjað fyrr en fengin hafði verið síld frá Noregi og liófust róðrar því ekki fyrr en 27. janúar. Veður var mjög óhagstætt til sjósóknar alla vertíðina. Mest voru farnir 61 róður yfir vertíðina, og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 2 (12), febrúar 15 (12), marz 22 (11), apríl 15 (17), maí 7 (9). Afli var yfirleitt tregur alla vertíðina. Mestan afla í róðri fékk v/h Farsæll 8. marz um 15 smál. Meðalafli í róðri varð 4731 kg, og er það 486 kg minna en á ver- tíðinni 1948. Mesta veiði fékk v/b Farsæll (áður Guðfinnur í Keflavík), en afli hans varð sein næst 310 smál. í 61 róðri, eða um. 5078 kg að meðaltali í róðri. Eigandi og skipstjóri þessa háts er Sigurjón Hall- dórsson, en hann fékk einnig mesta veiði á vertíðinni 1947. Fiskurinn var allur keyptur upp úr sjó á ki'. 0.53 pr. kg. Alls var aflamagnið, sem á land kom í Grundarfirði, 945 smál. miðað við slægðan og' hausaðan fisk. Af því var fryst um 400 smál., lítillega var selt í skip til útflutnings, en hitt saltað. Heildarlifrar- magnið varð 37655 litrar. A vertíðinni 1948 var greitt kr. 0.85 fyrir lifrarlítrann. Gotuna hirtu þeir og söltuðu, sem keyptu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.