Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 11
Æ G I R
97
Vinnslu- og sölumiástöð fiskframleiðenda
í Vestmannaeyjum.
Fyrirtæki það, sem nefnt er hér að ofan,
er venjulega kallað Vinnslustöðin og verð-
ur svo gert í þessari grein. Þau samtök,
sem hér er um að ræða meðal útvegs-
manna í Eyjum, eru yngst, en jafnframt
yfirgripsmest og sérstæðust. Eiga þau eng-
an sinn líka hér á Iandi og sennilega ekki,
þótt víðar væri leitað. Verður nú reynt að
rekja aðdragandann að stofnun Vinnslu-
stöðvarinnar, starfsemi hennar og loks birt
lög hennar öðrum útvegsmönnum á land-
inu til fróðleiks og athugunar.
í októbermánunði 1945 hélt Lifrarsam-
lag Vestmannaeyja aðalfund sinn og kom
þar fram tillaga þess efnis, að verksvið
Lifrarsamlagsins yrði fært út á þá lund,
að því yrði gert fært að gervinna fiskaf-
urðir samlagsmanna. Helgi Benediktsson
bar fram tillögu þessa í samráði við Eirík
Ásbjörnsson og Kjartan Guðmundsson, en
irinn kominn upp, og var fyrsti farmurinn
(709 smál.) settur í hann 24 janúar. Geym-
ir þessi er 1000 m3 og tekur því um 850
smál. af olíu. Fyrsti olíufarmurinn var
keyptur frá Valenius í Stokkhólmi, en hann
átti tankskipið „Soya“ og flutti það farin-
inn til Vestmannaeyja. Gísli J. Johnsen
konsúll hafði fyrirgreiðslu um útvegun
olíunnar. Olíufélögunum var mjög illa við
þetta brölt i Vestmannaeyingum og reyndu
að koma í veg fyrir að það bæri nokkurn
árangur, en misheppnaðist það.
Um þýðingu olíusamlagsins fyrir út-
Veginn i Eyjum þarf ekki að fjölyrða. Þeir
hafa alla tíð síðan samlagið tók til starfa
fengið olíuna með hagkvæmara verði en
áður var og hafa komið samlaginu á fjár-
hagslega traustan grundvöll. Hin síðari ár
hefur stofntillagið aldrei verið tekið allt
samlímis og menn hafa gerzt samlagsaðil-
ai'i heldur smátt og smátt af viðskiptaá-
Kóða. Samlagið hefur tvo sjóði, séreigna-
s)óð og sameignarsjóð, og samsvarar sá
siðarnefndi varasjóði í öðrum félögum.
Uegar samlagið var 10 ára, var séreigna-
sjóðurinn orðinn um 101 þús. kr., en þá
Var olíustöð samlagsins bókfærð á 61 þús.
kr. Þegar Olíufélagið h.f. var stofnað gerð-
5st Olíusamlag Vestmannaeyja þar hlut-
hali með 90 þús. kr. framlagi. Samlagið
kefur alltaf selt olíuna á sama verði og ol-
iufélögin, en hins vegar jafnan greitt upp-
bót á viðskiptin. Siðastl. ár voru greidd
12% í uppbót og var helmingurinn af því
borgað út, en hitt lagt í séreignarsjóð. Auk
þess var samlagsmönnum borguð 5% af
öllu stofnsjóðsfénu.
Olíusamlagið hefur nú látið leggja olíu-
leiðslur i beinamjölsverksmiðjuna, lifrar-
bræðsluna og rafmagnsstöðina, en þessar
leiðslur eru um 1 km að lengd.
Fyrstu stjórn samlagsins skipuðu: Ást-
þór Matthíasson, Kjartan Guðmundsson
og Ólafur Auðunsson. Tveir hinir fyrst-
töldu eru enn í stjórninni, en í stað Ólafs
er kominn Eiríkur Ásbjörnsson. — Skrif-
stofustörf samlagsins hefur Sigfús Schev-
ing annazt.
Þótt framtakssemi Útvegsbændafélags-
ins, að því er snertir stofnun fyrsta oliu-
samlagsins, hafi einkanlega komið útvegi
Vestmanneyinga að góðu haldi, má ekki
gleyma því, að olíusamlagið i Keflavík var
stofnað að fenginni reynslu Eyjamanna og
sennilegt má telja, að meiri bið hefði orðið
á löggjöfinni um olíugeyma o. fl„ ef starf-
semi þessara samlaga hefði ekki vísað
leiðina.
Þær upplýsingar um Olíusamlag Vest-
mannaeyja, sem hcr hefur verið greint
frá, eru runnar frá Kjartani Guðmunds-
syni.