Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 12
98
Æ G I R
þeir gátu ekki mætt á fundinum sökum
fjarvistar úr bænum i erindum útvegs-
manna. Fundurinn féllst á að skipa nefnd
lil að athuga málið og gera tillögur um
það. Varð að samkomulagi, að í nefndinni
skyldi verða stjórn Lifrarsamlagsins og
stjórn ísfiskssamlagsins. — í byrjun maí-
mánaðar 1946 lét Jóhann Þ. Jósefsson
aiþin. kalla nefndina saman á fund og var
þá rætt um málið á víð og dreif. Var al-
mennur áhugi ríkjandi fyrir því, að út-
vegsmenn byndust samtökum um að lcoma
upp fiskvinnslustöð, en sumir nefndar-
manna töldu eðlilegast að hún yrði sjálf-
stætt fyrirtæki, en ekki í sambandi við
Lifrarsamlagið. Var nú fámennari nefnd
l'alin forsjá málsins undir forustu Eiríks
Ásbjörnssonar. Fyrir hennar atbeina var
málið rætt á almennum fundi i Olíusam-
laginu og Úítvegsbændafélaginu og hlaut
það góðar undirtektir á báðum þeirn stöð-
um. Var síðan haldið áfram að vinna að
myndun þessara samtaka og í október um
haustið var endanlega gengið frá stofnun
Vinnslustöðvarinnar.
Árið 1947 starfaði Vinnslustöðin nokk-
uð, en síðustu tvær vertíðir hefur starf
hennar færzt mjög í aukana, enda mark-
visst unnið að því að svo mætti verða.
Fyrir ofan svonefnda Friðarhöfn, en
!iún mvndar innsta hlutann af Vestmanna-
eyjahöfn, hefur verið byrjað á geysimikilli
byggingu, sein samkvæmt teikningu á að
verða 19—20 þús. teningsmetrar. Á síðast-
liðnu vori var lokið við smiði á 10 þús.
ms, og kostaði sú framkvæmd um 900 þús.
kr„ en það er talið mjög ódýrt. Ástæðan
til þess, að byggingarkostnaður hefur orðið
svo lítill, sem raun ber vitni, er m. a. sögð
sú, að litvegsmenn hafa sjálfir unnið mik-
ið að byggingunni á haustin og lánað bíla
sína til flutninga. Þótt þeir hafi fengið
greiðslu fyrir livort tveggja, var mikill
vinningur við það, að þeir skyldu sjálfir
vera að verki. Vinnu er lialdið áfram við
húsið í sumar. Það er 70 m langt og 20
ni breitt og verður þriggja liæða liátt með
álmum á báðum endum, en að vestanverðu
við bygginguna er áformað að verði báta-
kví. Á neðstu hæð er geymsla fyrir salt-
fisk, en á miðhæð fer aðgerð fram og á
þriðju hæð verða skrifstofur, kaffistofur,
fataherbergi o. s. frv. Fyrirkomulag allt á
húsinu virðist vera mjög hagkvæmt og til
þess vandað i hvívetna.
Um síðustu áramót keyþti Vinnslustöðin
svo frystihús í námunda við nýbyggingu
sina. Var það í eigu Magnúsar Guðbjarts-
sonar og hét „Fiskur og is“. Hefur Vinnslu-
stöðin látið gera miklar breytingar á því,
og hafa þær kostað um % millj. krónur.
Frystihúsið getur nú framleitt 10—lá
smál. af ís á sólarhring og fryst um 20
smál. af flökum. Ætlunin er að auka nú
í ár geymslurúm frystihússins, svo að það
geti tekið 50 þús. kassa, en nú rúmar það
35 þús. kassa.
Þegar Vinnslustöðin var stofnuð, voru
um 87% af litgerð Eyjamanna í henni-
og er þá miðað við rúmlestamagn. En
vegna þess að Hraðfrystistöðina og frvsti-
hús ísfélagsins vantaði fisk til vinnslu,
lét stöðin þau liafa nokkuð af þeim
afla, sem hún réð yfir. Lætur nærri,
að Vinnslustöðin hafi i ár tekið við 70%
af allri fiskframleiðslunni i Eyjum. Af
þeim afla liefur verið saltað um 2000 smál.
Þá hefur Vinnslustöðin séð um allan is-
l'iskútflutning frá Vestmannaeyjum. Enn
fremur samdi Vinnslustöðin í einu lagi
um sölu á öllum beinum.
Þegar mest var um að vera, unnu 400—
500 manns hjá Vinnslustöðinni í senn, en
þar eru allir ráðnir í tímavinnu nenia
verkstjórar og skrifstofufólk. Um tima
starfrækti Vinnslustöðin mötunejdi fyrir
það af starfsfólki sínu, er ekki var búsetl
í Vestmannaeyjum. Mánuðina marz og
apríl greiddi Vinnslustöðin eina millj. kr.
í vinnulaun auk skrifstofukostnaðar, en i
sambandi við skrifstofuhaldið var tekið
upp nýmæli, sem gafst mjög vel. í sama
liúsi og Vinnslustöðin hefur enn skrifstofu
sina er einnig til húsa endurskoðunarskrit-
stofa Óskars Sigurðssonar, og var starfs-
fólk hennar allt fengið til þess að gera upp