Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 14
100
Æ G I R
Lög fyrir Vinnslu- og sölumiðstöá
fiskframleiðenda í Vestmannaeyjum.
1. gr. — Félagið heitir: Vinnslu- og
sölumiðstöð fiskframleiðenda. Heiniili þess
og varnarþing er i Vestmannaeyjum. Fé-
lagið er samlagsfélag og takmarkast á-
byrgð félagsmanna eftir þátttöku þeirra,
svo sem síðar segir
2. gr. -—• Markmið félagsins er, að vinna
að aukinni vinnslu fisks, svo og sölu fisks
og fiskafurða, á svo fjölbreyttum og við-
um grundvelli, sem möguleikar gefa til-
eí'ni til á hverjum tíma. í þessu skyni
hyggst félagið að koma upp byggingu, þar
sem tekið verði á móti fiskframleiðslu fé-
lagsmanna, að svo miklu leyti, sem þörf
er á og i því ástandi, sem stjórn félagsins
ákveður eftir aðstæðum á hverjum tíma,
út frá því sjónarmiði, að markaðs- og sölu-
möguleikar nýtist sem bezt. Enn fremur
að fá og starfrækja svo fljótt, sem mögu-
leikar eru fyrir hendi, sem fjölbreyttastar
fiskvinnsluvélar, og þá fyrst og fremst að
koma upp i fyrirhugaðri byggingu full-
liominni hraðfrystistöð með nýtízku véla-
útbúnaði.
3. gr. — Félagsmenn geta orðið allir
útgerðarmenn og eigendur fislciskipa í
Vestmannaeyjum, sem hafa yfir fiski að
ráða, sem félagið tekur til vinnslu eða
sölu. Umsóknir um inntöku í félagið skulu
vera skriflegar, og sker stjórn félagsins úr
um inntökubeiðnir. Þeim úrskurði niá
vísa til félagsfundar, til endanlegrar um-
sagnar. Hver félagsmaður skal undirrita
lög og reglur félagsins. Félagið getur keypt
eða tekið til vinnslu eða sölu fisk frá öðr-
um en félagsmönnum, eftir ákvörðun fé-
lagsstjórnar í hvert sinn, telji hún félag-
inu hag í þeim viðskiptum.
4. gr. — Meðlimir félagsins skuldbinda
sig til þess að afhenda félaginu alla fisk-
framleiðslu sína, sem lögð er i land í Vest-
mannaeyjum, að undanskilinni lifur. Skal
fiskinum skilað í því ástandi, sem stjórn
félagsins ákveður og ber að hlýta fyrir-
mælum hennar um meðferð hans. Þegar
fiskinum hefur verið skilað á vinnslustöð
félagsins, er hann í höndum stjórnar þess,
sem ráðstafar honum og þeim afurðum,
sem úr honum verða unnar.
5. gr. — Stjórn félagsin skipa 5 menn.
Skulu þeir kosnir skriflega. Kjörtími þeirra
er 2 ár, þó svo að úr stjórn þeirri, sem
fyrst er kosin eftir lögum þessum, skulu
2 menn ganga úr eftir eitt ár, eftir hlut-
En svo kemur annað til, sem hefur enn
ineiri fjárhagslegri þýðingu, að útvegs-
menn þurfa nú ekki að ráða fastamenn til
aðgerðar eða verkunar á fiski í salt.
Vinnslustöðin tekur fiskinn til aðgerðar
fyrir kostnaðarverð og er áætlað, að það
inuni spara hvern bát með meðalafla 20
—24 þús. kr. yfir vertíðina. Má segja, að
muni uni minna.
Utvegsmenn liafa ekki lagt annað til
Vinnslustöðvarinnar en stofntillagið. Um
arð af rekstrinum vísast til laganna. Fjár-
hagsráð, ríkisstjórn og bankar hafa litið
á þessa merkilegu viðleitni Eyjamanna, til
þess að gernýta afla sinn á sem ódýrastan
hátt, með næmum skilningi og velvild og
stutt þá á margvíslegan máta.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar skipa: J°"
hann Sigfússon, formaður, Ársæll Sveins-
son, Helgi Benediktsson, Ólafur Kristj^ns-
son og Sighvatur Bjarnason. Jóhann Sig-
fússon er framkvæmdarstjóri fyrirtækis-
ins.
G,rein þessi er byggð á upplýsinguin fra
Jóhanni Sigfússyni og Helga Benedikts-
syni.