Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 17
Æ G I R 103 konar yerk, búast á svo ólíkan hátt, að undrnn sætti. Annar var í rifnum og ó- hreinum fötum, andlit hans og hendur voru kámugar og allt var útlit hans hið ófélegasta. Allt í kringum liann voru óhreinindi, á veggjum var alls konar krot og sumt af því ekki sem kurteisast. Ég spurði þennan mann, hvers vegna hann reyndi ekki að þrífa til hjá sér, en liann sagði, að sér væri svo sem alveg sama, hvernig þessi staður liti út og hann væri því fegnastur, þegar hann kæmist burtu héðan á kvöldin. „Heima hjá mér hef ég það skemmtilegt og þá máttu trúa, að ég þvæ mér og fer í betri föt,“ sagði hann. Hinn maðurinn, sem vann alveg sams konar verk, var í hreinum og heilum föt- um. Allt hjá honum var í reglu og hrein- lega með það farið. Það verk, sem rejmd- ist erfitt og óþrifalegt hjá öðrum, leit nú út fyrir að vera auðveld og' þrifaleg vinna. Sjáanlegt var, að þessi maður hafði skiln- ing og áhuga fyrir vinnu sinni og áleit jafnframt sjálfsagðan hlut að sér liði jafn- vel á vinnustaðnum og í heimahúsum. í flestuin tilfellum iíður verkafólkinu ekki i!Ia „bæði andlega og líkamlega“, á vinnustaðnum vegna þess að útbúnaður þess sé lélegur. Mildu oftar er það að kenna skorti á umgengnishæfileikúm. Það eru svo mörg smáatriði, sem geta valdið því, að verkamaðurinn sé glaður við verk sitt. Það er ómennska að ergjast yfir sóða- skap og hirðuleysi, fyrir þann, sem gerir ekkert til að bæta úr því. Hver sá verkamaður eða kona, sem ekki íeggur fram sinn skerf, til þess að vinnu- staðurinn og vinnan verði þeim, sem þar dvelja, til ánægju, hefur brugðizt skyldu sinni og sluðlað að ógæfu annarra manna. Einnig er það oftast þannig, að sá, sem er hirðulaus um útlit sitt og umgengst vinnu- stað sinn með kæruleysi eða jafnvel fyrir- litningu, skilar litlu og lélega unnu dags- verki. Oft gengur illa að fá fólk til að vinna við fiskverkun, t. d. í hraðfrysthúsum. Fiskverkun er hins vegar sú atvinnugrein, sem liefur mjög mikil áhrif á þjóðaraf- komu og á engan hátt má dragast saman. Nú er langt frá því, að fiskvinna þurfi að vera óþrifaleg, þótt auðveldlega sé hægt að gera hana það. En hafi fólkið góð hlífðarföt, sem það hreinsar vandlega í hvert sinn, sem þau eru tekin niður, þá þarf enginn munur að sjást á klæðnaði eða hreinlæti þeirra, sem vinna í frystihús- um og hinna, sein stunda þau slörf, sem eru talin vera hreinlegri. Víða erlendis, hjá þeim þjóðum, sem lengra eru komnar í hreinlæti en við, er ekki hægt að sjá hvaða starf fólk stundar, með því einu að skoða hendur þess og föt. Þar er oft enginn rnunur á verka- manni og skrifstofumanni, nema ef vera skyldi sá, að verkamaðurinn hefur hraust- legra útlit og vinnur fyrir meiri pening- um, sem gefa honum möguleika til að láta sér líða betur í frístundum sínum. Þeim, sem gengur illa að fá fólk til að vinna við fiskverkun, verður að vera Ijóst hvað veldur, svo að hægt sé að bæta úr því. Er þá fyrst rétt að athuga, hvort svo vel er búið að verkafólkinu á vinnu- staðnum sem æskilegt væri. Vinnustaður- inn verður að vera loftgóður og hæfilega upphitaður, þar verða að vera snyrtiklefar og sérstök geymsla fyrir hlífðarföt. Sér- staka áherzlu verður að leggja á góða birtu og hreinlæti. En þótt allt þetta sé til reiðu, eins og víða á sér stað, þá er langt frá því að það nægi til þess að fólkið sé ánægt við vinnu sína. — Það sem í því sambandi er stærsta atriðið, er að hver maður kunni að umgangast annan með vinsemd og skilningi og' borin sé virðing fyrir hrein- læti og reglusemi. Verkstjóri á vinnustaðnum á oft mesta sök á því, ef illa gengur að fá fólk til að skila miklu og vel unnu verki. Hann á tjkki að láta það líðast, að fáir menn eða konur valdi svo mikluni óþrifum og óreglu á vinnustaðnum, að öllu vel siðuðu fólki sé til ama. Sá verkstjóri, sem gerir lítið annað en að reka á eftir, fúll í skapi og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.