Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1949, Page 10

Ægir - 01.06.1949, Page 10
96 Æ G I R Olíusamlag Vestmannaeyja. Lengst af hefur allur bátaútvegurinn keypt alla brennsluolíu af oliufélögum þeim, sem starfað liafa í landinu eða milli- liðum, og er svo að miklu leyti enn i dag. Fyrir 12 árum voru engin samtök meðal útvegsmanna uin oliukaup og pantaði þvi hver sér, en það hafði þœr Vifleiðingar, að oft varð að fá þessa útgerðarvöru fyrir atbeina milliliða. Hún var því tíðast dýr- ari en þurft hefði að vera, en auk þess bjuggu hinir smærri og afskekktari út- gerðarstaðir við mikið öryggisleysi í þess- um efnum. Útvegsmönnum í Vestmannaeyjum var manna fyrst ljóst, að við svo búið mætti ekki standa og' því var mál þetta tekið fyrir í Útvegsbændafélaginu fyrri hluta árs 1937. Var þar kosin nefnd til þess að undirbúa stofnun olíusamlags fyrir útvegs- menn í Eyjum, og var stofnuninni endan- lega komið á 21. júlí þá um sumarið. Samkvæmt lögum samlagsins getur hver maður, sein á bát eða lilut í bát eða þarf að nota olíu til reksturs, orðið aðili að samlaginu. Um leið og einhver er orðinn samlagsmaður fær hann atkvæðisrétt (eitt atkvæði), en viðskiptaatkvæði fær enginn, sem kaupir minna en 4 smál. af hráolíu. Enginn einn samlagsmaður má fara með meira en 5% af atkvæðamagninu. Vegna fjárskorts gekk ákaflega erfið- lega að koma samlaginu á laggirnar. Stofn- gjaldið var ákveðið 40 kr. á brúttó rúm- lest, en fæstir höfðu laust fé til að greiða það. Langsamlega flestir borguðu það með ávísunum á Lifrarsamlagið, en það hefði vitanlega ekki komið að haldi í svipinn, ef Viggó Björnsson, bankaútibússtjóri hefði ekki sýnt hinu nýja sainlagi þann velvilja og þá greiðasemi, að kaupa þessar ávís- anir. Fyrsta verkefni olíusamlagsins var að afla sér efnis í olíugeymi, og tókst það haustið 1937. í janúar næsta ár var geym- eyja li.f. skipuðu: Sigurður Á. Gunnars- son, formaður, Arsæll Sveinsson, Eiríkur Asbjörnsson, Guðlaugur Brynjólfsson og Jónas Jónsson. Af þeim, sem voru i fyrstu stjórninni, eru enn Eiríkur, sem er nú for- maður, og Ársæll, en auk þeirra eru Helgi Benediktsson, Sæmundur Jónsson og Tóm- as Guðjónsson. — Fyrsti framkvæmdar- stjóri Netjagerðarinnar var Gisli Gíslason, síðar stórkaupmaður, en hann geg'ndi því starfi í eitt ár. Þá tók Jónas Jónsson við og sinnti því starfi þar til i árslok 1941, en síðan hefur Sigurður Ólason verið fram- kvæmdarstjóri verksmiðjunnar. Haraldur Gíslason frá Skálholti var verkstjóri fyrstu 10 árin, en nú er það Tómas Guðjónsson. Það dylst engum, sem kynnir sér starf- semi Netjagerðar Vestmannaeyja h.f., að hún er til mikillar fyrirmyndar og útgerð- armönnum í Vestmannaeyjum til hins mesta sóma. Með því að hnýta netin hér- lendis sparast um helmingur af erlendum gjaldeyri miðað við það, að þau væru keypt tilbúin erlendis. Fram lil þessa hefur þó Neljagerðin jafnaðarlegast getað verið sam- keppnisfær við erlend netjaverkstæði um verð. Netjagerðin hefur alla tíð hirt eink- anlega um það, að láta útvegsmenn fá framleiðslu sina við sem hóflegustu verði, en eigi hugsað um að hagnast á rekstrin- um nema með það fyrir augum að skapa fyrirtækinu örugg þróunarskilyrði. Útvegs- menn i Eyjum hafa því sýnt með þessum samtökum sínum sem og öðrum, að i góðri einingu má á margvíslegan hátt létta undir með útgerðinni, ef vilji er fyrir hendi. Grein þessi er byggð á upplýsingum frá Sigurði Ólasyni, framkvæmdarstjóra Netja- gerðarinnar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.