Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 19
Æ G I R
105
björg er 15 riimi. aÖ stærð og er eign Ja-
kobs Jakobssonar o. fl. i Neskaupstað, en
forniaður á honurn er Ásmundur Jakobs-
son. Hann var með sama bát á vertíðinni
1948 og var þá einnig aflahæstur.
Frá 20. febr. og fram í miðjan maí var
mikil loðnuveiði og var loðna mikið notuð
til beitu og' gafst vel, einkum í marzmán-
uði, enda virtist fiskgengd þá mest. Vafa-
laust hefði loðna verið notuð meira til
beilu en raun varð á, ef bátarnir hefðu ekki
verið búnir að birgja sig upp af síld frá
Noregi. En hún reyndist ekki vel og var
nokkuð dýr, eða kr. 1.60 pr. kg út úr
frystilnisi.
Þessi seinasta vertíð er talin ein hin erl'-
aðista í Hornafirði sökum óhagsstæðs veð-
urfars og aflalevsis.
Heimildarmaður: Jón J. Brunnan, útgerðar-
inaður í Hornafirði.
Vestmannaeyjar.
Vertíðin í Véstmannaeyjum hófst í
byrjun febrúarmánaðar, reyndar reru
nokkrir bátar 1—4 róðra í janúar. Vertíð
var ekki lokið fyrr en í endaðan maí, því
að meiri hluti bátanna hélt uppi róðrum
þangað til.
Þátttakan í veiðunum var svipuð og í
l'yrra. Að þessu sinni reru 60 þilfarsbátar
og 4 opnir vélbátar. Eftir veiðiaðferðum
skiptast þeir þannig: 13 hátar stunduðu
dragnótaveiðar, 11 togveiðar, 24 línu- og
netjaveiðar, 8 línu- og dragnótaveiðar, 2
linu- og togveiðar, 1 netja- og' togveiðar og
5 handfæraveiðar. Auk þessara báta lágu
við í Eyjum 4 aðkomubátar, og stunduðu
tveir þeirra togveiðar og tveir draganóta-
veiðar. Einnig lögðu þar upp við og við
margir fiskibátar, er stunduðu veiðar úti
fyrir Suðurlandi, eða alls 20.
Gæftir voru mjög stopular í janúar og
febrúar, og töldu sjómenn, sem sóttu sjó
þá mánuði, sig hafa komizt í raun, sérstak-
lega á smærri bátunum. Með marz skipti
uin veðráttu, svo að gæftir voru frekar
góðar þann mánuð. í aprílmánuði var
Asmiindiir Jukobsson,
Hornafirði.
hins vegar slirð tíð, svo að veiðarfæratjón
á netjum varð talsvert mikið, einnig varð
allmikið línutap í febrúarmánuði.
Netjaveiði byrjaði um miðjan marz og
stóð til 8. maí. Afli var yfirleilt mjög góður
í netin og fiskurinn stór og lifrarmikill.
Togbátar fiskuðu vel í meðallagi, einkum
í marz. Dragnótabátar fiskuðu heldur illa,
og átti tíðarfarið í apríl sinn þátt í þvi.
Þeir hátar, sem veiddu eingöngu með línu,
öfluðu nijög illa, og munu fa‘stir þeirra
hafa aflað fyrir kauptryggingu.
V/h Lundinn V.E. 141, 22 rúml. að
stærð, varð aflahæstur af Vestmannaeyja-
bátuin, en hann veiddi með línu og netj-
uin. Hann fór 74 róðra og fékk 577 500 kg
af fiski og 46 300 kg af lifur. Meðalafli
hans í róðri í róðri varð því 7817 kg. Eig-
andi þessa báts er Þorgeir Jóelsson o. fl.,
(ig er hann formaður á honum. Hefur Þor-
geir verið formaður í 25 ár og alltaf verið
mjög aflasæll. — Mestan afla í róðri fékk
v/b Halkion í net 7. april, 23 940 kg af
fiski og 1980 kg af lifur.
Aflamagnið, sem i land kom í Vesl-
mannaeyjum, varð um 18 176 smál. af fiski
og 1309 smál. af lifur. Er það um 4 þús.
smál. meira af fiski og 562 smál. meira af
lifur.
Aflinn var hagnýttur á þá lund, að flutt
var lit isvarið um 3530 smál., hraðfryst
8091 smál., saltað 6525 smál. og til neyzlu
fóru uin 30 smál. — Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja tók á móti 6400 smál. af fiski
lil aðgerðar og annarrar ráðstöfunar, en
L