Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 37

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 37
Æ G I R 123 tíma, vár mjög lítið eða sama og ekkert rennsli, þegar hann var þíddur upp. Sé fiskurinn ekki þíddur upp á réttan veg, þá getur það hæglega eytt þeim kost- um, sem hraðfrystingin hefur fram yfir seinfrystingu og er t. d. mjög rangt að þíða hann upp í köldu vatni, en það mun vera frekar algengt. Ef fiskurinn er í umbúðum, er rétt að láta hann þiðna upp í þeim við venjulegan herbergishita, en sé fiskurinn umbúðar- laus, þá er hezt að difa honum niður í salt vatn í 5—10 sekúndur og láta hann síðan þiðna í einhverju íláti við venjulegan lierhergishita. Þegar fiskinum er difið nið- ur í saltvatnið, myndast þunn salthúð utan á fisksárið og stöðvar þannig að nokkru það rennsli, sem fer úr fiskinum við þiðnun. Aldrei ætti að þíða frosinn fisk meira en svo, að hann sé rétt meðfærilegur fyrir þá eldun, sem honum er ætluð, og séu pákkningarnar smáar, t. d. 1 lbs., er óhætt að setja fiskinn frosinn í suðuna og þá hezt að gufusjóða hann. En sé um stærri pakkningar að ræða, er hætta á að fiskur- inn missoðni, nema því aðeins þær séu jn'ddar upp áður. Hvort sem á að sjóða, steikja eða gera eitthvað annað við fiskinn, þá er ekki rétt að taka umbúðirnar burtu, fyrr en á að setja hann á pönnuna eða í pottinn. Fisk- urinn á alltaf að vera seldur svo vel unn- inn, að kaupandinn þurfi á engan veg að laga hann til eða hreinsa. Þurfi þess, þá rírnar magn það, sem var keypt, fiskurinn tapar nokkru af næringargildi sinu og inissir sitt góða bragð. Einkum er hættu- legt, að þvo fiskinn upp úr vatni, eftir að hann er þiðnaður. Hraðfystur fiskur getur verið jafngóður og nýr fiskur, en það er háð því, að fram- leiðandinn, fisksalinn og neytandinn fari allir með hann á réttan veg. Yfirlit um aflabrögð á Vestfjöráum á vetrarvertíðinni 1949, frá nýári til páska. Patreksfjörður: Sjóferðir Aflamagn (Brimnes 36 216 000 kg Skálaberg .... 26 179 280 — Sveinseyri í Tálknafirði: Sæfari 30 150 000 — Bíldudalur: Jörundur .... 22 162 000 — Ársæll 16 77 000 — Svanur 14 71 000 — Egill Skallag. . 14 62 000 — Þingeyri: Sæhrímir1) — 217 000 — Skíðblaðnir .. 31 172 000 — Gullfaxi 33 163 000 — Flateyri: EgiH 47 253 340 — Garðar 42 248 249 — Mummi 47 239 305 — Sjöfn 39 201 630 — Suðureyri: Ereyja 50 361000 — Súgfirðingur . 39 272 000 — Svanur 40 266 000 — Örn 30 193 000 — Von 30 176 000 — Draupnir2) .. . 43 155 000 — Bolungavik: Einar Hálfdáns 60 405 000 — Flosi 59 388 000 — Bangsi 53 310 000 — Særún 46 190 000 — Mumrni 48 129 000 — Vísir 36 160 000 — Hnífsdalur: Páll Pálsson . 42 195 607 — Jóakiin Pálss. 42 189 000 t— Mímir 44 181500 — ísafjörður: Jódís 43 267 000 — Gunnbjörn ... 45 241 920 — 1) Útilegubátur. — 2) 11 lesta bátur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.