Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 9
Æ G I R á Emil Jónsson: Hafnarfjaráarhöfn. Hafnarfjarðarhöfn er frá náttúrunnar úendi ein bezta höfn suðvesturlandsins. Inn- Sigling cr hrein, haldbotn góður, og dýpi niá velja sér að hæfi. — Það liggur því í augum uppi, að slík höfn hlaut að verða cftirsótl skipalægi fyrr á öldum, þegar nátt- uruskilyrðin ein réðu lirslitum. Enda var það svo. Enskir, þýzkir og hollenzkir fiski- nienn og sjómenn sóttu höfnina mjög á 15. og 1(). öld. Dönsku einokunarkaupmenn- n'nir kepptust um Hafnarfjörð og töldu höfnina þar eina þá beztu á landinu. Inn- lend þilskipaútgerð mun hafa byrjað í Hafnarfirði á öndverðri 19. öld og hefur avallt verið stunduð þaðan af kappi síðan. Hyrsta tilraun íslenzkra manna með tog- uraútgerð var einnig gerð þar, skömmu etlir aldamótin síðustu. — Allt sýnir þetta, syo að ekki verður um villzt, hverjum aug- U)n hefur verið litið á hafngæði Hafnar- t jarðar fyrr og síðar. Flutningur á vörum milli kaupslcipa og lands og á fiski úr þilskipum fór fram á °pnum bátum, er róið var á milli eins og annars staðar. Lent A'ar við smá bryggju- stúfa, er gerðir voru framundan verzlunar- öúsunum. Einnig var þá lent í vörum, er 'iða voru ruddar hingað og þangað við ^jörðinn, þó mest að norðanverðu. Eftir því seni skipum fjölgaði og vörumagn jókst, sem nm höfnina fór, óx um leið þörfin fyrir hælt afgreiðsluskilyrði. Hyi’sta hafskipabryggjan var byggð 1912. Hún hafði um 60 m viðlegukant með 5—5% m dýpi um stórstraumsfjöru og um 50 m nieð 4y2—5 m dýpi. Var þannig fengið 110 m viðlegupláss fyrir togara og stór vöru- lutningaskip. Stóð við svo búið fram til J-5, en þá var þessi bryggja stækkuð, svo að viðleguplássið með 4y2—bVz m dýpi varð rúmir 200 m. í þeirri mynd er bryggj- an starfrækt enn þann dag í dag', þó að elzti hluti hennar sé nú orðinn 08 ára og bryggj- an ÖIl byggð úr timbri. Árið 1930 var byggð önnur timburbryggja og dýpkað svæðið kringum hana, svo að heita má, að jafndjúpt sé við báðar. Við- legukantur nýrri bryggjunnar er um 170 m fyrir togara og vöruflutningaskip og auk þess um 80 m fyrir vélbáta og minni skip eða samtals um 460 m. Eitt hiifuðskilj'rði fyrir fljótri og öruggri afgreiðslu í höfninni er, að þar sé fullkomin ró, hvernig sem viðrar, í öllum áttum. I Hafnarfjarðarhöfn er, frá náttúrunnar hendi, skýlt og róleg't í öllum áttum nema vestlægum. Þegar hvasst er frá suðvestri til norðvesturs, getur leitt það mikla öldu inn á höfnina, að erfitt eða ókleift sé að af- greiða skip við bryggju. Snemma kom því fram sú hugmynd að loka höfninni fyrir vestanáttinni með skjólgörðum, og hófst það verk eftir alllangan og ýtarlegan undir- búning 1941, með garðbyggingu út frá norð- urlandinu. Er sá garður nú 220 m langur og fullgerður að öðru leyti en því, að eftir er að ganga frá enda hans, með haus, sem væntanlega lengir garðinn um 25—30 m, þannig að hann verður endanlega um 250 metrar á lengd. Árið 1948 var byrjað á garði frá suður- landinu, og' hefur verið unnið að honum síðan. Þessi garður er nú orðinn 390 m lang- ur, og vantar þó enn 160 m, að minnsta kosti, til að fullgera hann. Með görðum þeim, sem komnir eru, hefur þegar skapazt mjög aulcið skjól í höfn- inni, en þegar þeir verða fullgerðir má heita, að höfnin sé lokuð fyrir öldu og sjógangi. Bygging þessara garða hefur verið erfitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.