Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 18
12 Æ G I R selt nýtt til neyzlu í Hafnarfirði, Reykjavík og upp og austur um sveitir. Afli var yfir- leitt sæmilegur, var ekki ótítt að fá 8—10 smál. í róðri. Öll árin, sem Njáll var gerður út frá Hafnarfirði, var Sigurður Isleifsson skipstjóri á honum. Reynsla sú, er fékkst af þessari útgerð, þótti lofa góðu, og var nú kominn hugur í ýmsa menn að láta ekki standa við svo búið.“ „Hvað tók við, þá er Njáll var seldur?“ „Áður en til þess kom, var áformað að efna til meiri bátaútgerðar frá Hafnarfirði. Ég ætla, að hugmyndin um að stofna félag í því sltyni að kaupa vélbáta til útgerðar úr Firðinum, hafi fyrst komið fram og verið rædd í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar. En að tilhlutan ráðamanna bæjarins var árið 1939 stofnað hlutafélag, sem var nefnt Báta- félag Hafnarfjarðar. Bæjarsjóður lagði fram 5 þús. kr. sem hlutafé af atvinnubótafé, en alls safnaðist um 20 þús. kr. hlutafé frá 60 hluthöfum. Þegar á sama ári og félagið var stofnað, lét það smíða tvo 26 rúml. báta með 80—90 ha. June-Munktell vélum. Bát- ar þessir voru fyrst gerðir út á vertíð 1940 og síðan til ársins 1947, að þeir voru seldir norður til Höfðakaupstaðar.“ „Tók ekki að lifna yfir bátaútgerðinni, eftir að „Bjargirnar“ komu til sögunnar?“ „Jú, sú varð reyndin, því að á árunum 1940—1948 eignuðust Hafnfirðingar 14 fiskibáta, er voru 43—184 rúml. að stærð. Allir voru bátar þessir nýir að tveimur und- anskildum. Og samtímis því sem Hafnfirð- ingar juku bátaútveg sinn, tóku bátar úr íjarlægum veiðistöðvum að leita eftir við- legu hér yfir vetrarvertiðina. Til þess kom fyrst á vetrarvertíðinni 1941, og síðan liafa fleiri og færri aðkomubátar róið úr Hafn- arfirði á vertíð hverri. Samtímis og bátaút- gerð í Hafnarfirði hefur færzt í auka, hefur verið fullnægt fleslum grundvallarskilyrð- um, sem slík útgerð krefst. Ber í fyrsta lagi að nefna frystihúsin í því sambandi, mjöl- og lýsisverksmiðjuna, og loks má geta þess, að þrem fiskþurrkunarhúsum var komið upp síðastl. ár í viðbót við þau, sem fyrir voru. Það er því ekki mælt út í bláinn, þótt fullyrt sé, að aðstaða til hagnýt- ingar aflans sé hér mjög góð. En því er ekki að leyna, að aðstaða í höfninni er ekki enn með þeim hætti sem skyldi, en stöðugt miðar i það horf að bæta úr því, sem á vant- ar í þeim efnurn, og þess er að vænta, að ekki liði á löngu, að vel megi við una að því leyti.“ „En hvert er svo þitt álit á þeirri reynslu, sem fengizt hefur af bátaútgerð úr Hafn- arfirði?“ „Ef miðað er við þá vantrú, sem á því var fyrir tveim áratugum að stofna til bátaút- gerðar héðan, verð ég að telja, að reynslan hafi orðið g'óð, og sama er að segja, ef Hafn- arfjörður er leiddur til samanburðar við aðrar veiðistöðvar á Suðurlandi. Ekki er því að neita, að vegalengdin á miðin er meiri en úr ýmsum öðrum veiðistöðvum og með- alaflinn ekki jafnmikill og í þeim veiði- stöðvum sunnanlands, þar sem hann er mestur. Vertíðin 1950 var fyrir neðan meðallag, hvað Hafnarfjörð snerti og því ekki heppi- leg' til samanburðar við ýmsa aðra staði sunnanlands, auk þess sem einstök vertíð getur aldrei verið öruggur samanhurðar- grundvöllur. En ef við höldum okkur við síðustu vertíð, þá má geta þess, að aflahæsti báturinn í Hafnarfirði, v.l). Illugi, fékk ein- ungis einni smálest minna en aflahæsti bát- urinn i Sandgerði og 19 smál. minna en afla- hæsti báturinn í Vestmannaeyjum. Meðal- afli á bát í Hafnarfirði var hins vegar ekki nema um 309 smál., en 325 í Keflavík, 327 á Akranesi, 327 í Þorlákshöfn, 354 í Grinda- vík og 456 í Sandgerði. Síðastliðna vertið var bátaaflinn, sem á land barst í Hafnar- firði, um 6900 smálestir, miðað við slægðan fisk með haus.“ „Með hvaða veiðarfæri afla Hafnarfjarð- arbátar?“ „Langflestir þeirra veiða með línu, en þorskanet eru nú einnig' komin til sögu, og' var það fyrst í hitteðfyrra, að landróðrar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.