Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 36

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 36
30 Æ G I R Bátasmíðastöð Breiáfiráinga, Utarlegá við Hafnarfjörð sunnanverðan, nokkru utar en verksmiðja Lýsi og Mjöl h.f. stendur, reis af grunni allstórt hús síðasll. sumar, og var í það flutt í nóveniber. Þarna hefur Bátasmíðastöð Breiðfirðinga bækistöð sina. Dag noklcurn nú á þorranum labbaði ég þangað út eftir og heilsaði upp á Breiðfirð- ingana, sem þar hafa numið land. Ég hafði alloft undanfarin ár heyrt getið þessara gömlu samhéraðsmanna minna og þá tíð- ast í sambandi við smíði þeirra á hring- nótabátum. Minntist ég þess, að margir liöfðu í mín eyru borið þeim lof fyrir þessa báta. Bátasmíðastöð Breiðfirðinga er samlags- félag, og standa að því fjórir skipasmiðir. Tveir þeirra eru af Barðaströnd, Þorbergur Ólafsson og Einar Sturluson, Jóhann Lín- dal Gíslason frá Bíldudal og Sigmundur Bjarnason frá Akureyjum i Helgafellssveit. Tveir þeir fyrstnefndu lærðu hjá Slippfé- laginu í Reykjavik, Jóhann hjá föður sín- um Gisla Jóhannssyni skipasmið á Bíldu- dag og Sigmundur hjá Gunnari Jónssyni á Akureyri. Áður en þessir fjórmenningar liófu starfsemi sína, sem var í byrjun árs 194S, vann Sigmundur hjá Júlíusi Nýborg, en Jóhann og Þorbergur hjá Skipasmíða- stöðinni Dröfn. Er ég innti þá eftir, hvað þeir hefðu smíðað marga báta, sögðu þeir þá vera orðna 54 að tölunni. Af þeim eru 23 hring- nótabátar. Eg spurði um verðið á þeim og fékk það svar, að fyrstu bátarnir, sem þeir smíðuðu, hefðu kostað 25 þús. kr., en bát- arnir, sem þeir hefðu selt síðastliðið vor, liefðu kostað 27 þús. kr. komnir til sjávar. Eg spurði, hvort það væri liliðstætt verð og gerðist annars staðar. Það töldu þeir ekki vera. Fullyrtu þeir, að svipaðir hringnóta- bátar hefðu vorið 1950 verið seldir fyrir 5 þús. lcr. hærra verð alls staðar annars stað- ar, þar sem þeir hefðu haft spurnir af. Ég fékk jafnframt að vita, að þeir liefðu til þessa orðið að sætta sig við að kaupa efni- við hæsta verði. Hvernig stóð á því? Þeim hal'ði alltaf verið neitað um innflutnings- leyfi fyrir smíðaefni og af þeim sökum orð- ið að kaupa efnið hér og' þar innanlands og lúta þeim kjörum, sem í boði voru hverju sinni. Fyrir utan smíðahús þeirra stóðu tveir fullgerðir nótabátar. - Hvert eiga þeir að Nýsmíðaðir luiiignótabálar hjá Bálasmíðaslöð Breiðfirðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.