Ægir - 01.01.1951, Qupperneq 20
14
Æ G I R
ig að nú er allur afli, ætt sem óætt, er að
landi kemur, fullnýtt. Mun hér á öðrum
stað í blaðinu skýrt frá starfsemi þess fyr-
irtækis.
í öðru lagi: Hafnarfjarðarbær á 2 togara
og einn hefur nú verið keyptur i viðbót af
þeim 10, sem verið er að smíða i Englandi.
Má fyllilega gera ráð fyrir, að forsvarsmenn
Bæjariitgerðarinnar í Hafnarfirði munu
frekar líta á hag almennings og atvinnu-
þarfir í bænum en vafasaman stundarhagn-
að af utanlandssiglingum skipa fyrirtækis-
ins. Karfaveiði er að venju hezt frá því i
maí og til seþtemberloka, og er það einmitt
sá tími, sem frystihúsin í Hafnarfirði hat'a
verið aðgerðarminnst, og snma tíma að-
gerðarlaus.
Karfavinnsla yfir fyrrnefndan tíma
myndi fyrst og fremst skapa atvinnuöryggi
Iijá verkafólki í Hafnarfirði og rekstrarör-
yggi hjá hraðfrystihúsunum í bænum.
Afkastageta allra Iuisanna, niðað við að
unnið sé 8 10 stundir daglega, munu vera
uin 85—50 smál. af flökum, sé pakkað í
8X7 Ibs. umhúðir, en nokkru minni, ef
um smærri umbúðir er að ræða. Alls munu
Frystihús Inyótfs
Flygenrings. (Ishús
Hafnarfjarðar h.f.)
vinna við þessi 8 frystihus, þegar þau frysta
til útflutnings, allt uð 150 manns, konur og
karlar. Er það yfirleitt þægilegri vinna en
við saltfiskinn og frekar eftirsótt.
En vinna þessi krefst mikillar vandvirkni
og má þar enginn hlekkur bresta, ella getur
illa farið.
Fyrst og fremst þarf að t'ara vel með afl-
ann um borð i bátunum og ekki má hann
frelcar verða fyrir skemmdum á leið frá bát-
unum í hraðfrystihúsin.
Þar verður að vinna hann sem allra nýj-
astan, og verður hver á sínum stað að gæta
ítrustu varfærni í meðferð vörunnar. Fyrst
verður sá, sem kastar fiskinum i þvottavél-
ina, að gæta jiess að stinga aldrei nema í
hausinn á fiskinum. Þá kemur til kasta
flakaranna að flaka vel, skilja sem allra
minnst eftir af fiski við beinin og láta ekki
bein fylgja flökum. Þar næst verður það
fólk, sem sniður til flökin, að skera alla
blóðbletti burtu eða aðrar skemmdir,
hringorma, bein, ef eru, og fleira, sem nauð-
synlegt cr að fjarlægja. Þá er næst, að stúlk-
urnar, sem vega fiskinn, hvort sem er 7
Ihs., 1 kg eða aðrar þyngdareiningar, vegi