Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 38

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 38
32 Æ G I R Tillögur um vitabyggingar 1951. Hinn 24. nóv. s. 1. hélt vitanefnd fund á skrifstofn vitamálastj.óra, en hlutverk þeirr- ar nefndar er að gera tillögur um, hvernig ráðstafa skuli því fé, sem varið er árlega til vitabygginga. Gert er ráð fyrir, að á árinu 1951 verði varið til vitabygginga kr. 700 000.00, og gerði nefndin eftirfarandi tillögu um ráð- stöfun á því fé: 1. Nýr viti verði bj'ggður á Hrólfsskeri í Eyjafirði. 2. Nýr viti á Hafnarnesi við Þorlákshöfn. 3. Endurbygging á radíóvita á Dalatanga. 4. Rafmótor við Stórhöfðavitann í Vest- mannaeyjum. 5. Endurbygging Elliðaeyjarvita á Breiða- firði. 6. Ef fé endist, þá verði endurbyggður Straumnesviti og gerður undirbúningur að endurbyggingu Arnarnesvita við Isafjarðardjúp, og einnig verði undir- búin bvgging radíóvita þar á sama stað. Svo sem sjá má af tillögum þessum, er gert ráð fyrir að byggja tvo nýja vita, en hitt eru endurbyggingar gamalla vita, sem mjög' eru úr sér gengnir. Hefur á seinni ár- um orðið að verja allmiklu fé til slíkra end- urbygginga, en að sjálfsögðu er engu síður nauðsyn á að halda vel við þeim vitum, sem byggðir hafa verið, en að byggja nýja vita. Saltsíldin var verkuð þannig: Hausslcorin saltsíld........... 88 769 tn. — kryddsíld.................. 18 255 — — sykursild ................. 24 621 — Matjessíld .................... 63 — Mest var saltað á stöð Haralds Böðvars- sonar, Akranesi, 12 960 tunnur. Saltsíldin seldist greiðlega, og fór hún til þessara landa: Svíþjóðar ................... 61 848 tn. Danmerkur.................... 11 814 — Finnlands ................... 30 560 — Póllands .................... 21 000 — Þýzkalands ................... 1 050 — Bandaríkjanna............... 556 — Verðmæti saltsíldarinnar er talið nema um 40 millj. kr. f.o.b. Þátttaka var mikil í veiðinni eins og áð- ur er skýrt frá, og komu bátar víðs vegar að til veiðanna. Úr Austfirðingafjórðungi var þó aðeins einn bátur á reknetjaveiðum syðra. Veiðarfæraskortur dró nokkuð úr veið- inni. Afli veiðiskipanna var mjög misjafn, eins og að líkum lætur, enda var úthalds- tími þeirra æði misjafn.. Aflahæstu bátarnir munu hafa aflað 4000 —4500 tunnur, og var hásethlutur á þeim um 19 000 krónur. Yfirleitt mun iitgerðin ekki hafa bætt hag sinn á reknetjaveiðunum, þó að nokkrar undantekningar kunni að finnast. Veldur því gífurlegur útgerðarkostnaður og þá fyrst og fremst veiðarfærakostnaður. Síldarnet með tilheyrandi kostaði í haust um 1000 kr. hvert net. Hins vegar var hlutur sjómanna góður á mörgum bátum, og hin mikla vinna, sem sildarsöllunin skapaði í landi, veitti mikla og vel borgaða atvinnu í sjávarplássunum sunnanlands, en á þessum tíma árs er þar oft rýr atvinna. Frystar voru sunnanlands 63 657 tunn- ur, og hafa verið fluttar út af því rúml. 10 þús. tunnur. 8745 lieklólitrar af reknetjasild voru sett- ir í bræðslu, auk 14 þús. hl af smásíld (lcræðu), sem veiddist í Sundunum innan við Viðey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.