Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 8
2 Æ G I R Haf narfjö rður sem útgerðarbær. Eigi verður uin það deilt, að Hafnar- fjörður er elzti útg'erðarstaður landsins á nýja vísu. Þegar ég' orða það svo, á ég við, að þær stoðir, sem lyft hafa útveginum í það horf, sem hann veit nú, stóðu öndverð- lega í jörðu í Hafnarfirði. Að sönnu má ekki vanmeta þá bjargálnastoð, sem útver- in gömlu voru, né láta sér sjást yfir þau tengsl, er frá þeim lágu lil síðari þáttaskila í sögu islenzkrar útgerðar. Það er t. d. ekki ólíklegt, að Rannveig Filippusdóttir í Nesi í Selvogi hefði haft minni fjárráð til stuðn- ings frainkvæmdum liins unga bónda sins, ef eigi hefði hún í fyrri búskap sínum áln- ast nokkuð á útgerð úr jafnfengsælu útveri og Selvogurinn var. En sem kunnugt er var Bjarni Sivertsen síðari maður Rann- veigar, og nú orðið vita flestir skil á þvi, að hann er faðir að útvegsbænum Hafnarfirði. Skúli landfógeti kaus Hafnarfjörð sem bækistöð fyrir þilskipaútveg sinn, og það- an gerði Bjarni Sivertsen út fyrsta þilskip sitt og síðan hvert af öðru. En síðan B jarni hóf útgerð sína þaðan, liafa Islendingar stundað útveg á þilskipum óslitið. — Nú gnæfir líkan af Bjarna í Hellisgerði, og vita augu suður yfir fjörð, þangað sem skúta hans stóð fullsmíðuð í septembermánuði 1803, einn merkilegasti forboði í islenzkri útgerðarsögu. Þræðirnir milli athafna Bjarna Sivertsens og samtaka um kaupin á fyrsta togaranum hingað til lands eru auðrakin. Hins vegar bera þeir elcki með sér, að hann hefði þurft að gera út frá Hafnarfirði, svo sem raun á varð. Enn má geta þess, að hafnfirzkur út- gerðarmaður réðst fyrstur Islendinga í að kaupa herpinót og hefja fiski með því veið- arfæri. I þessu blaði er leitazt við að gera nokkra grein fyrir útgerðarbænum Hafnarfirði eins og hann er um þessar mundir. Ætla ég, að Iesendur blaðsins verði margs vísari eftir að hafa lesið greinar þær, sem hér fara á eftir. En þótt þar sé drepið á margt, er sitt hvað ótalið enn, meðal annars ýmis fyrir- tæki, sem eiga öðru fremur tilveru sina að þakka útgerðinni í bænum. Tvær stórar vélsmiðjur eru starfræktar þar, Klettur og Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Þótt til þeirra fljóti niörg verkefni úr ýms- um áttum, má fullyrða, að útgerðin og fisk- iðnaðurinn j'cynist þeim drýgst. — Þá eru þar þrjár netjagerðir, og er netjagerð Krist- ins Kristjánssonar þeirra elzt. — Þorbjörn Eyjólfsson verkstjóri og Haraldur Krist- jánsson slökkviliðsstjóri hafa fundið upp vél til að þvo stíuborð úr togurum, og gagn- ar hún vel. Þá hefur Haraldur fundið upp fiskþvottavél, mikið áhald, sem hann er stöðugt að endurbæta. Hefur hún verið notuð talsvert. Má vel fara svo, að uppfynd- ing hans hafi mikilsverða þýðingu fyrir saltfiskverkun okkar. Umsvifamesti bátaútvegsmaður í Hafn- arfirði er Jón Gíslason. Á hans vegum starfar síldarsöltunarstöð, frystihús, fisk- þurrkunarhús, nýtt og' stórt, fiskherzla og netjagerð. Þeir munu fáir hér á landi, er hafa jafnmörg og stór járn í eldi þessum atvinnuvegi viðkomandi sem Jón Gíslason og félög hans. Ég' hefði kosið að geta greint frá því, hve mikill hundraðshluti Hafnfirðinga lif»' af sjávarútvegi og' atvinnugreinum tengdum lionum og jafnframt, hve sjávarafurðir framleiddar þar nema árlega miklu vcrð- mæti. En mér hefur ckki lánazt að afla gagna, er nægja til að greiða úr því. L. K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.