Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 23
Æ G I R
17
Pakkarfixllfryslir, 8X7 Ibs.
þorsUflöU.
fiskurinn er nú þegar þelcktur i mörgum
löndum heims. Má þar nefna þessi Evrópu-
lönd: Bretland, Holland, Frakkland, Sviss,
Þýzkaland, Finnland, Austurríki, Ungverja-
land, Tékkóslóvakía, Pólland, Rússland og
Htils háttar á Ítalíu. í Ameríku: Bandaríki
Norður-Ameríku og Kanada. Á meginlandi
Ástralíu. í Asíu: I Palestínu. í mörgum
þessum löndum hefur islenzkur fiskur ver-
ið óþekktur, en er nú sem óðast að ryðja
sér braut, þótt misjafnt sé í hinum ýmsu
löndum. í flestum þessara landa fær hann
góða dóma og er víðast talinn fremri að
gæðum en nokkur annar fiskur frá keppi-
nautum okkar á þessum mörkuðum.
Aðeins meðferð vörunnar hefur verið á-
bótavant, og þá fyrst og fremst kvartanir
komið frá því landi, þar sem kröfurnar eru
niestar, frá Ameríku. En freðfiskurinn okk-
ar þar hefur jafnt og þétt unnið á og vöru-
vöndun stórbatnað síðustu missirin. Er því
ástæðulaust að örvænta um að geta ekki
latið frystihúsin starfa áfram, ef dýrtíð
gerir bæði þeim og öðrum atvinnurekstri
hér á landi ekki ólíft í framtíðinni.
Fyrir rúmum IV2 áratug var svo að segja
enginn mótorbátur gerður út frá Hafnar-
firði, nú ganga 14—16 bátar héðan á vetri
hverjum, og flestir eiga heima í bænum.
Afla sinn leggja flestir bátarnir inn i hrað-
frvstihúsin og hafa þannig skapað hér mikla
atvinnu bæði þeim, er á bátunum vinna, og
þcim, er í hraðfrystihúsunum starfa. Verð
ég að telja það þarft verk þeirra, sem fyrst
og fremst beittu scr fyrir aukinni mótor-
bátaútgerð í Hafnarfirði, sem og verk hinna,
er hófust handa um að hagnýta aflann og
taka í þjónustu sína tækni og þá kunnáttu,
sem gert hefur fært að nýta afla þessa hafn-
firzka mótorbátaflota á þann bezta hátt,
sem við enn j)á þekkjum.
Hafnarfirði, á þrettándanum 1951.