Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 31
Æ G I R 25 Þcgar framkvæmdar voru viðgerðir á skips- síðunum erlendis, var oft ekki sem bezt gengið aftur frá tréverkinu innan í lestun- um. En þá var ekki algengt, að aðrar þjóðir en við skiptum svo oft um veiðiskap á skip- ununi, og því hentaði okkur oft annar út- búnaður á skipunum, elcki hvað sízt á lest- unum. Þetta hefur lítið breytzt hér, en síð- un hefur margt verið gert til þess að gera ii'agang veiðiskipa okkar betur úr garði frá fyrstu hendi, en þó er ekki ósennilegt, að eitthvað fari forgörðum á veiðiskipum okk- ar vegna þess, að þess er ekki fullkomlega gœtt í fiskilestunum, að óhreinindi hafi hvergi staði, þar sem þau geti setzt fyrir án þess að lcomizt verð að því að þrífa þau 1 burt eins oft og skyldi. Mér er því eklci grunlaust um, að þess vegna fari fjármunir forgörðum. Um mitt sumar 1932 réðst ég til Slippfé- lagsins í Reykjavík, en þá var fyrir nokkr- um mánuðum byrjað að byggja togara- slippinn eldri. Verkefni slippsins höfðu verið næsta fá og lítil að undanförnu. En eftir að togaraslippurinn var fullgerður, varð hagur Slippfélagsins allur annar, enda voru nær allar viðgerðir togaranna fram- kvæmdar þar eftir það.“ „Hvað varstu lengi hjá Slippfélaginu?" „Þaðan hvarf ég 1936 og hef síðan starf- að í Hafnarfirði. Meðan ég vann hjá Slipp- félaginu, hafði ég yfirumsjón með allri tré- smíði þar, og eftir að ég tók lil starfa í Hafn- arfirði á nýjan leik, vann ég einkanlega að togaraviðgerðum næstu árin. Á þessum ár- um var kreppan i algleymingi og því ekki um smíði á bátum að ræða. Að því kom þó að lokum, að löggjafinn og ríkisvaldið sá, að við svo búið mátti ekki standa og sam- Þykkti því að styrkja menn til að eignast uýja báta. Þá var stofnað svonefnt Bjarg- arfélag í Hafnarfirði, og var ætlan þess að eignast tvo nýja báta, er smíðaðir væru með rikisstyrk. Tók ég að mér smiði þessara báta, og var henni lokið árið 1940. Bátar þessir, sem hétu Ásbjörg og Auðbjörg, voru 26 rúmlestir að stærð og höfðu 90 hest- Hér sést annar isl. billinn, er var mcð lausari pall. afla June Munktcll vélar. Hvor báturinn kostaði um 80 þúsund krónur." „Varð svo áframhald á bátasmíðinni?“ „Nei, hún féll niður í bili, þ. e. a. s. smíði á þiljuðum bátum, en þess í stað tók ég til við smíði nótabáta undir mótora. Minnir mig, að ég smíðaði 14 slika báta til ársins 1942. Þá hafði hagur útgerðarinnar breytzt mjög til batnaðar og hugur margra út- gerðarmanna slóð til þess að fá sér nýja báta. Á árunum 1942—1943 var lokið við smíði tveggja báta í Skipasmíðastöð Hafn- arfjarðar, en þeir voru Guðmundur Þórð- arson, 52 rúml., og Skálafell, 53 rúml. Árið 1944 var lokið þar við smíði Morgurstjörn- unnar, en hún er 43 rúml. Tveimur árum síðar, eða 1946, var Guðbjörgu og Hafbjörgu hleypt af stokkunum, en þær eru 58 rúml. að stærð. Loks var svo snemma á ári 1949 lokið við smíði vélbátsins Smára, en hann er stærsti báturinn, sem smíðaður hefur verið í Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar, eða 65 rúml. Er þá sú saga rakin til enda.“ Ég' hafði hej'rt ýmsa menn hafa orð á því, að Júlíus Nyborg væri verkglöggur mað- ur og hefði slíkt birzt á ýmsan hátt. Með þetta hugboð í sinni nunnaði ég að því við Nyborg, hvort hann hefði ekki fundið sitt- hvað upp, er lyti að vinnusparnaði. Hann vildi lítið úr því gera og helzt eyða því með öllu, en sagði þó að lokum: „Þegar ég vann hjá Hellyer, voru bílar mikið notaðir til þess að flytja af skipi og á. Það var sameiginlegt, með þessum bilum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.