Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 24
18 JE G I R Adolf Bj örnsson: Lýsi og Mjöl h.f., Ef litið er til baka, þó ekki lengra en til ársins 1944, blasir við sjónum hér í Hafn- arfirði upphaf nýsköpunar í atliafna- og atvinnulífi bæjarins, sem á næstu árum fer ört vaxandi. Tvær skipasmíðastöðvar vinna önnum kafnar að aukningu vélbátaflotans og að auki eru keyptir nýir vélbátar til bæj- arins og sex nýir togarar pantaðir lil við- bótar þeim flota, seni fyrir var. Samtimis sækja aðkomubátar ákai't að fá viðlegu- jiláss í Hafnarfirði, og um þetta leyti kemst fjöldi landróðrabáta á vertíð í um 20 tals- ins. Tvö myndarleg hraðfrystihús höfðu verið reist og hið þriðja i byggingu. Á þessuin tímum var engin lifrarbræðsla til í Hafnarfirði og hafði ekki verið þar ár- um saman. Þó mun lifrarmagn mótorbát- anna á vetrarvertíð hafa verið um þessar mundir 400—500 smálestir. Þvi var öllu ekið daglega til Reykjavíkur og brætt þar. Ekki var heldur til í Hafnarfirði fiskimjöls- verksmiðja og liafði aldrei verið. Meðan svo var ástatt, var mestu vand- kvæðum bundið fyrir frystihúsin að koma frá sér hausum, beinum og öðrum úrgangi, hvað þá að greiðsla kæmi fyrir. Markaður var ekki lengur erlendis fyrir sólþurrkað fiskmjöl, en aðeins voru þá til í Reykjavík og Keflavík verksmiðjur til þess að vinna þess háttar fiskmjöl, en höfðu dregið sam- an allan rekstur. Frystihúsin urðu því við mikinn kostnað að aka öllum úrgangi í sjó fram eða á víða- vang, en slíkt var ekki vinsælt, ])ví að ilm- urinn þótti ekki sérlega indæll á úrkomu- sömum og heitum vordögum. Rætt hafði verið um að byggja sameigin- lega fiskmjölsverksiniðju fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð með þátttöku frystihúsa i báðuin bæjunum, en til framkvæmda kom sú hugmynd aldrei. Hafnarfirái. Árið 1934 var fiskmjölsverksmiðja sett í togarann Garðar frá Hafnarfirði, ein hin fyrsta, sem sett hefur verið í íslenzkan tog- ara. Framleiddi hún gufuþurrkað fiskmjöl og var starfrækt fram á fyrstu ár síðustu styrjaldar, en þá tekin í land til þess að rýma fyrir ísfiskmagni. Jón Sigurðsson, sem var vélstjóri á Garð- ari og núverandi verksmiðjustjóri hjá Lýsi og Mjöl h.f., kynntist á ])essum áruin ný- tízku fiskmjölsvinnslu og sá glöggt hið mikla verkefni, sem óleyst var á þessu sviði í íslenzkum sjávariðnaði. Hafði hann hug á að koma á stofn fiskmjölsverksmiðju í Keflavík, því að þar var gnægð hráefna. Úr því gat þó ekki orðið, og hugkvæmdist Jóni þá að finna hugmynd sinni fastar fætur i Hafnarfirði, sem þá var að verða allveru- legur vélbátaútgerðarstaður. Leitaði hann undirtekta ýmissa útvegsmanna og fór að lokum á fund forstjóra Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Ásgeirs G. Stefánssonar. En Bæjarútgerðin hafði ákveðið að leggja fram fé til bygginga og kaupa á níu nýjum vél- bátum til bæjarins. Varð að samkomalagi, að Bæjarútgerðin legði fram í hlutafé til stofnsetningar lýsis- bræðslu og fiskmjölsverksmiðju, kr. 150 þúsundir, gegn jafniniklu framlagi frá eig- endum frystihúsa og vélbáta. Með þeirri upphæð, að viðbættu lánsfé úr Fiskveiða- sjóði, sem hægt var uð fá, var unnt að reisa lýsis- og fiskmjölsverksmiðju nægjanlega stóra til þess að vinna alla Jifur og fiskúr- gang, sem til félli í Hafnarfirði. Þann 4. desember 1945 yoru svo kallaðir saman á fund í skrifstofu Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar, fulltrúar frystihúseigenda og' vélbátaeigenda í Hafnarfirði, en að auki voru mættir forstjóri Bæjarútgerðarinnar og Jón Sigurðsson. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.