Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Síða 36

Ægir - 01.01.1951, Síða 36
30 Æ G I R Bátasmíðastöð Breiáfiráinga, Utarlegá við Hafnarfjörð sunnanverðan, nokkru utar en verksmiðja Lýsi og Mjöl h.f. stendur, reis af grunni allstórt hús síðasll. sumar, og var í það flutt í nóveniber. Þarna hefur Bátasmíðastöð Breiðfirðinga bækistöð sina. Dag noklcurn nú á þorranum labbaði ég þangað út eftir og heilsaði upp á Breiðfirð- ingana, sem þar hafa numið land. Ég hafði alloft undanfarin ár heyrt getið þessara gömlu samhéraðsmanna minna og þá tíð- ast í sambandi við smíði þeirra á hring- nótabátum. Minntist ég þess, að margir liöfðu í mín eyru borið þeim lof fyrir þessa báta. Bátasmíðastöð Breiðfirðinga er samlags- félag, og standa að því fjórir skipasmiðir. Tveir þeirra eru af Barðaströnd, Þorbergur Ólafsson og Einar Sturluson, Jóhann Lín- dal Gíslason frá Bíldudal og Sigmundur Bjarnason frá Akureyjum i Helgafellssveit. Tveir þeir fyrstnefndu lærðu hjá Slippfé- laginu í Reykjavik, Jóhann hjá föður sín- um Gisla Jóhannssyni skipasmið á Bíldu- dag og Sigmundur hjá Gunnari Jónssyni á Akureyri. Áður en þessir fjórmenningar liófu starfsemi sína, sem var í byrjun árs 194S, vann Sigmundur hjá Júlíusi Nýborg, en Jóhann og Þorbergur hjá Skipasmíða- stöðinni Dröfn. Er ég innti þá eftir, hvað þeir hefðu smíðað marga báta, sögðu þeir þá vera orðna 54 að tölunni. Af þeim eru 23 hring- nótabátar. Eg spurði um verðið á þeim og fékk það svar, að fyrstu bátarnir, sem þeir smíðuðu, hefðu kostað 25 þús. kr., en bát- arnir, sem þeir hefðu selt síðastliðið vor, liefðu kostað 27 þús. kr. komnir til sjávar. Eg spurði, hvort það væri liliðstætt verð og gerðist annars staðar. Það töldu þeir ekki vera. Fullyrtu þeir, að svipaðir hringnóta- bátar hefðu vorið 1950 verið seldir fyrir 5 þús. lcr. hærra verð alls staðar annars stað- ar, þar sem þeir hefðu haft spurnir af. Ég fékk jafnframt að vita, að þeir liefðu til þessa orðið að sætta sig við að kaupa efni- við hæsta verði. Hvernig stóð á því? Þeim hal'ði alltaf verið neitað um innflutnings- leyfi fyrir smíðaefni og af þeim sökum orð- ið að kaupa efnið hér og' þar innanlands og lúta þeim kjörum, sem í boði voru hverju sinni. Fyrir utan smíðahús þeirra stóðu tveir fullgerðir nótabátar. - Hvert eiga þeir að Nýsmíðaðir luiiignótabálar hjá Bálasmíðaslöð Breiðfirðinga.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.