Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1952, Qupperneq 9

Ægir - 01.01.1952, Qupperneq 9
Æ G I R 3 Rætt um fiskispár við ]ón Jónsson fiskifræðing. í öndverðum febrúarmánuði flutti Jón Jónsson fiskifræðingur fyrirlestur í Nátt- úrufræðifélagi íslands, og fjailaði hann einkum um fiskispár. Sökum þess, hve langur fyrirlesturinn var og ýmis atriði torskilin leikmönnum, þótti ekki hverfandi að því að birla hann í Ægi. Hins vegar þótti mér ástæða til að rabba við Jón um efni hans og birta svör Jóns við spurningum mínum. .,Hvað er að segja um þorskrannsóknir íslendinga áður en þú tókst við þeim?“ „í sem styttstu máli þetta. ■—- Fiskirann- sóknir okkar íslendinga eru enn þá ungar að árum, miðað við rannsóknir annarra hjóða. Fyrstu þrjá áratugi þessarar aldar annaðist Bjarni Sæmundsson þær sam- bliða mikilli kennslu við Menntaskólann 1 Reykjavík. Bjarna tókst þó með ótrúlegri el.ju og dugnaði að leysa þar af hendi nierkilegt brautryðjendastarf, sem er full sambærilegt við það, sem annars staðar hefur verið unnið. Þegar Fiskifélag íslands tók rannsókn- lrnar á sína arma árið 1931 og fékk Árna briðriksson fiskifræðing til þess að sinna þeim einvörðungu, komst meiri skriður á hær. Árni var lengi einn í þessu starfi, en honuni tókst þó að koma fótum undir rannsóknirnar og marka þeim ákveðna stefnu. Hann gat vitanlega ekki unnið úr ollUm þeim gögnum, sem honum bárust, eu þau hafa þó haft mikla þýðingu fyrir . » er seinna komu og betri tækifæri höfðu 111 úrvinnslu þeirra. — Árni lagði á þessum aruin aðaláherzlu á að safna gögnum af þorski, og eru þau því þyngst á metunum af þvi, er deildin hefur yfir að ráða frá fyrri árum.“ „Hvenær réðst þú til Fiskideildarinnar?“ „í ársbyrjun 1947, og tók ég þá við þorskrannsóknunum og jafnframt öllum gögnum deildarinnar þar að lútandi. Ég var þá svo heppinn að fá afbragðs mann mér til aðstoðar, en það er Ingimar Ósk- arsson grasafræðingur. Hefur hann unnið úr því nær öllum aldursgreiningum, en það er vandasamt verk og krefst hinnar mestu vanvirkni og þolinmæði. Undanfarin 5 ár hefur verið unnið úr mestum hluta þeirra þorskgagna, er safnað hefur verið síðastliðin 23 ár. ÖII eldri gögn hafa verið endurskoðuð, sumpart vegna aukinnar tækni í aldursákvörðunum nú á dögum og sumpart vegna nýrra viðfangs- efna og sjónarmiða. Má nú segja, að við höfum allglögga heildarmynd af þorsk- stofninum íslenzka síðan 1928.“ „En hvað geturðu sagt mér um fiskispár ykkar fiskifræðinganna?“ „Eins og þú veizt, hefur það lengi verið óskadraumur fiskifræðinga að geta sagt fyrir um fiskveiðar frá ári til árs og sums staðar hefur það verið gert með góðum árangri eins og t. d. fyrir brezku síldveið- arnar út af norð-austurströnd Englands. — En áður en ég vík að spánum og á hverju við byggjum þær, verð ég að greina nokk- uð frá almennu ástandi íslenzka þorsk- stofnsins á undanförnum árum. Til þess að þetta megi verða sem auð- skildast skulum við líta á mynd I, en hún

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.