Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1952, Side 11

Ægir - 01.01.1952, Side 11
Æ G I R 5 óllum sé nú ljóst, að aldursákvarðanir eru þýðingarniesti þátturinn i niati okkar á stofninum.“ ..Og á hverju byggið þið aldursákvarð- anirnar?" ..Aldur fiska er ákvarðaður á hreistri og kvörnum. Aldur þorsksins er ákvarðaður á kvörnunum. Mynd 3 sýnir okkur kvörn úr 10 vetra þorski, sem veiddist seinni hluta vertíðar á Selvogsbanka árið 1933. í kvörn- unum sjáum við ekki einungis árafjöld- ann. Ef við beinum athyglinni að tveim yztu sumarhringjunum, sjáum við, að þeir eru allfrábrugðnir þeim, sem innar eru. Hægt er að leiða afar sterkar líkur að þvi, að þessir hringir myndist eftir að fiskur- inn er orðinn kynþroska og eru þeir því nefndir gotbaugar. Hinn kunni norski fiski- fræðingur Gunnar Rollefsen, núverandi forstjóri norsku fiskirannsóknanna, benti fyrstur á þetta einkenni í þorskkvörnunum og notfærði sér það í rannsóknum sínum á norska þorskstofninum. Má segja, að Rol- lefsen hafi opnað alveg nýjar brautir með rannsóknum sinum. Hafa þessir örmjóu baugar í þorskkvörninni stóraukið skiln- ing okkar á lifnaðarháttum fisksins. Þessir litlu hringir eru undirstaða fræðilegra at- hugana uin fiskispár. Allar þær athuganir, sem ég vík að hér á eftir, eru framkvæmdar á vetrarvertíð og' er hér aðeins um að ræða þann hluta stofnsins, sem orðinn er kynþroska, eða kominn í gagnið eins og við köllum það. Til þess að skýra þetta er bezt að athuga ástandið 1951. Það ár var lesinn aldur 2578 fiska og af þeim tilheyrðu 1295 ár- Kvarnarhluli úr 10 ára gömlum Þorski, veiddum við suðvcsiur- tand. Dökku hringirnir mgndasl a sumrin, en þeir Ijósu á veturna.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.