Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 16
10 Æ G I R Frá sídasta fiskiþingi. Hið 21. fiskiþing var haldið i Reykjavík dagana 25. nóv.—7. des. síðastl. Verður hér vikið að ýinsum helztu málum, er þing- ið gerði ályktanir um. Hlutatnjggingarsjóður. Samþykkt var að gerðar yrðu þær breytingar, að útflutnings- gjald af síldarafurðum verði 1% í stað %%, að lagt verði 1% innflutningsgjald á allar vörur og því skipt jafnt á milli þorsk- og sildveiðideildar, að framlag ríkis- sjóðs til sjóðsins aukist jafnmikið og út- flutningsgjaldið af síldarafurðunum. Viðvíkjandi talstöðvnm var þetta sainþ. m. a.: Að allar talstöðvar í fiskiskipum séu tryggðar heildartryggingu með sem hagstæðustum kjörum. — Að ársleiga tal- stöðva sé meira miðuð við það öryggi, sem þær veita en framleiðslukostnað og þess jafnan gætt, að leigunni sé stillt svo í hóf sem unnt er — Að þegar báta vantar séu talstöðvar í landi starfræktar sem þörf krefur í hverju tilfelli. — Að simaþjónust- an við flotann verði gerð svo auðveld sem unnt er. — Að rýmkað verði um notkun talstöðva, ef unnt er. — Að sett verði tal- stöð á utanverðu Snæfellsnesi til viðskipta við fiskiskip á nálægum slóðum. Að tal- stöðvar séu starfræktar á þessari vertíð á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Ólafsfirði. — Að jafnframt fræðslu urn meðferð talstöðva verði einnig veitt fræðsla um meðferð dýptarmæla og hliðstæðra tækja. Hafnarmál: „Fislciþingið skorar á Al- þingi að láta fjárveitingar til hafnargerða ganga fyrir, þar sem reynslan hefur sýnt góðan árangur, fjölbyggt er og mann- virkjagerð langt komin. — Þar eð um marga slíka staði er að ræða, þar sem hafn- armannvirki eru ekki fullgerð og liggja jafnvel undir stórskemmdum, þá telur fiskiþingið varhugavert að leggja það fé, sem fyrir hendi er, til hafnarbóta í nýjar hafnargerðir." Fiskveiðilöggjöfin: „Fislciþingið skorar á ríkisstjórn og Alþingi að láta halda uppi röggsamlegri löggæzlu í þeim höfnum, sem mest eru sóttar af erlendum fiskiskipum og einnig að ákvæðum fiskveiðilöggjafar- innar sé framfylgt um athafnir erlendra veiðiskipa innan íslenzkrar landhelgi.“ Brunavarnir i fiskiskipum: „Fiskiþingiö beinir þvi til skipaskoðunar ríkisins að hafa sem nákvæmast eftirlit með uppsetningu og litbúnaði oliuhitunartækja, raflagna, Ijósavéla og annarra tækja i fiskiskipum, sem brunahætta stafar af. — Brunar i fiski- skipum hafa verið svo tíðir og stórfelldir undanfarið, að nauðsyn krefur að reynt sé að koma í veg fyrir þá með auknu eftirliti og öryggi.“ Kgnnisferðir. Samþykkt var að fela stjórn Fiskifélagsins að reyna að koma næst á kynnisför íslenzkra útvegsmanna og sjómanna til Bandaríkjanna og Ivanada til þess að kynnast fiskveiðum og fiskiðnaði þessara þjóða. Fiskiþingið fól stjórnum fjórðungssambandanna að hafa forgöngu um kynnisferðir innanlands. Verbúðarbyggingar. „Það er kunnugt, að verbúðarbyggingar eru mjög aðkallandi í mörgum verstöðvum landsins, einkurn í þeim verstöðvum, sem sóttar eru af utan- héraðsmönnum, skorar fiskiþingið því á Al- þingi og ríkisstjórn að veita ríflega fjárhæð á fjárlögum sem óafturkræft framlag til þessara framkvæmda, samkv. gildandi ákvæðum hafnarlaga.“ Fiskirannsóknir og veiðitilraunir. Stjórn Fiskifélagsins var falið að beita sér fyrir því að framkvæmdar verði á næstu vertíð tilraunir með herpinót til þorskveiða. — Að fiskirannsóknum á hafinu AÚð strendur landsins sé hagað þannig, að þær komi sem fyrst að hagnýtu gagni við veiðarnar, m- a. með því, að þeir vísindamenn, sem að rannsóknum vinna, hafi náið samband við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.