Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Síða 20

Ægir - 01.01.1952, Síða 20
14 Æ G I R Finnur Jónsson látinn Finnur Jónsson alþingismaður og fyrr- verandi ráðherra andaðst að heimili sínu í Reykjavík 30. des. síðastl. 57 ára gamall. Eigi eru tök á því að rekja hér ævi- né starfssögu Finns Jónssonar, því að svo margháttuð er hún og umfang hennar stórt. Undanfarna tvo áratugi lcom Finnur Jónsson meira við sögu íslenzkra útvegs- mála og félagsmálalöggjafar sjómanna en flestir aðrir. Hann átli mikinn þátt í því, að Samvinnufélag ísfirðinga var stofnað árið 1927. Þessu stærsta bátaútgerðarfélagi landsins og fyrsta sinnar tegundar stjórn- aði hann i átján ár. Eftir að Finnur tók sæti á Alþingi árið 1933 jukust afskipti hans af útgerðarmálefnum. Hann átti sæti í sjávarútvegsnefnd á tuttugu og fjórum þingum og var lengst af formaður hennar. Finnur vann ötullega að þeim umbótamál- um sjávarútvegsins, sem lögð voru fyrir Alþingi 1934, en þá var sem kunnugt er samþykkt löggjöfin um Síldarútvegsnefnd, Fiskimálanefnd, Fiskimálasjóð o. fl. Um mikilvægi þessara löggjafa þarf ekki að ræða, reynslan hefur fyrir löngu skorið úr um það. Finnur var lengi í stjórn Síldar- útvegsnefndar og formaður hennar í sjö ár. Þá var hann i stjórn síldarverksmiðja rík- isins í áratug og formaður hennar um skeið. Þegar Landssamband ísl. útvegs- manna var stofnað, var liann kosinn í stjórn að steypireyðurin reyndist nú nokkru minni. Eftir tegundum skiptist veiðin þannig, samanburðartölur frá fyrra ári eru innan sviga: Langreyður 312 (226), búrhveli 13 (11), steypireyður 11 (28), sandreyður 2 (0) og hnúfubakur 1 (0). Veiðin eftir mánuðum skiptist þannig: Júní 105, júlí 121, ágúst 89 og 24 í sept- ember. Á bátana skiptist veiðin þannig: Hvalur I 78 hvalir, Hvalur II 82, Hvalur III 95 og Hvalur IV 84. Hvallýsisframleiðslan varð alls um 2360 smál. Af þvi voru 100 smál. búrhvalslýsi. Hvallýsi nr. I var nú selt á 135 £, en 109 £ smál. cif. árið áður. — Eftir er að selja lýsi nr. II og búrhvalslýsið. Árið 1950 var hval- lýsisframleiðslan alls um 2080 smál. Hvahnjölsframleiðslan í ár var 850 smál., eða 350 smál. meira en árið áður. Verðið á mjölinu var £45—5—0. Framleiddar voru 50 smál. af hvalkjöti til innanlandsneyzlu. Af rengi fóru 110 smál. á markað innan- lands og var það 25 smál. meira en árið áður. Skíðin voru öll seld ólireinsuð til Frakklands, en þau námu 70 smál. að magni. — Heildarútflutningsverðmæti hvalafurða 1951 mun nema 14—15 milljón- um króna. Á vegum hvalfélagsins unnu 135 menn siðastl. sumar, þar af 54 á sjó. Greidd vinnu- laun félagsins námu 3.8 milljónum króna. Upplýsingar þessar eru frá Lofti Bjarna- syni framkvæmdastjóra félagsins.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.