Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1952, Page 21

Ægir - 01.01.1952, Page 21
Æ G I R 15 Landshöfnin í Rifi Sú var tíð, að sumar fjölmennustu ver- stöðvar landsins voru á Snæfellsnesi. Þangað leituðu menn til sjávar úr sjö sýslum a. m. k. Þessi mikla útgerð á Nes- inu byggðist á því, að örstutt var á mið og þau voru að öllum jafni mjög fisksæl. Enn sér viða á Snæfellsnesi merki um fornar útgerðarstöðvar, sem lagðar eru niður fyrir ævalöngu. Háttar sums staðar svo á þess- um slóðum, að fæstir munu trúa, að þaðan hafi nokkurn tíma verið fleytt báti til fiskj- ar. Er það ein sönnun þess, að fyrrum var þyngra á metum skammræði en ákjósan- legir lendingarstaðir. Hvergi á landinu þess og sat æ í henni síðan, þar til fyrir einu ári, að hann baðst undan endurkosn- ingu. Enn fremur átti Finnur í samningum um sölu sjávarafurða og var i útflutnings- nefnd ríkisins. Loks ber þess að geta, að hann var fjórðungsfulltrúi i stjórn Slysa- varnatelags ísiands. Þessi upptalning, sem er hvergi nærri tæmandi, gefur nokkra liugmynd um, að síðasta aldarfjórðung kom Finnur Jónsson víða við í sögu íslenzkra sjávarútvegsmála. En hann gerði reyndar meira en koma þar við, hugur hans til þeirra var heill, atfylgið mikið og óskipt. Kunnleiki hans á málefna- bálki útgerðarsögunnar þetta tímabil var fádæma mikill. Sá, er þetta ritar, reyndi það oftar en eitt sinn. En jafnframt því sem Finnur hafði óhvikulan áhuga fyrir málum útvegsins lét hann sig jafnan skipta miklu hugðar- °g félagsmálefni sjómanna. Um þau ræddi hann af mikili hlýju og skilningi, og hafði forustu um framgang margra þeirra. Það er ekki ofmælt, að með falli Finns Jóns- sonar sé i val hniginn traustur og mikil- hæfur forustumaður útgerðar- og sjó- mannastéttar landsins. á Snæfellsnesi. eru fornar minjar um útgerð í jafnríkum mæli sem á G,ufuskálum, en þeir eru milli Öndverðaness og Hjallasands. Það má því fullyrða, að á svæðinu frá Öndverðanesi og inn til Ólafsvíkur hafi samtímis verið þrjár fjölmennar verstöðvar. Gufuskálar yzt, síðan Hjallasandur og Rif innst. Af þessum veiðistöðvum er nú Hjallasandur einn eftir. En nú liggur við borð, að örlög Sands verði svipuð og hinna staðanna tveggja. Yfirleittt komu vélbátar síðar til sögu i verstöðvum á utanverðu Snæfellsnesi en viða annars staðar, og áttu hafnarskilyrði mikinn þátt í að svo varð. Til þess er m. a. að leita orsakanna að því, að hafnarfram- ltvæmdir á Sandi og í Ólafsvík hafa verið á þá lund, sem mannvirkin þar hera vitni um. Þau voru í öndverðu miðuð við opna vélbáta og ekki ætlað fyrir því, að stærri fiskiskip yrðu gerð út þaðan í ná- inni framtíð. En þetta viðhorf breyttist fyrr cn varði, opnu bátarnir hurfu að mestu og i þeirra stað komu þiljaðir bátar, reyndar litlir í fyrstu. Flestum var reyndar Ijóst, að í Krossvík á Sandi gat naumast orðið að ræða um hafnargerð fyrir þiljaða báta. í Ölafsvík hefur hafnarframkvæmdum verið hagað þannig, að nú orðið er óhægra um vik en áður var að gera þar sæmilega fiskibátahöfn. Engum, sem til þekkir, dylst það, að Hjallasandur er dæmdur til auðnar, ef ekki tekst að skapa aðstöðu til útgerðar þaðan eða í grennd. Vitanlega er ástæðulaust að ætla, að til slíks komi, því að þar húa enn liátt á fjórða hundrað manns og mann- virki á staðnum því mikils virði. Enn er á það að líta, að fiskimað mikil og auðug eru þar skammt undan, og því allar líkur til þess, að á þessum slóðum gæti lifað miklu fleira fólk en nú er þar, ef hafnarskilyrði sköpuðust. Með þetta í huga hefur undan-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.