Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Síða 50

Ægir - 01.01.1952, Síða 50
44 Æ G I R Hvalolía lækkar í verái. Áltveðið er, að hvalveiðar í Suður-íshafi liætti að þessu sinni 5. marz. Þegar síðast fréttist um veiði hvalveiðiflotans, var hún orðin nokkuð meiri en á sama tíma á fyrra ári. Verð á hvalolíu hefur lækkað í verði og af þeim sökum hcfur hvalveiðisambandið norska farið sér hægt að selja framleiðslu sína í ár. Búizt er við, að hvaloliumagn Suður-íshafsflota Norðmanna verði í ár um 155 þús. smál. Af þessu magni hefur verið selt 15 þús. smál. til Danmerkur og Svíþjóðar á 120 sterlingspund smál. og norskum feitiherzluverksmiðjum 20 þús. smál. á 100 sterlingspund smál. Eins og að undanförnu hefur rikið krafizt að fá 40 þús. smál. til innanlandsnota. Þegar ekki er tekið tillit til þeirrar hvalolíu, sem norska ríkið fær ár hvert undir markaðsverði, var meðal hvalolíuverðið síðastl. ár 112 sterlingspund. Til samanburðar má geta þess, að meðal- verðið 1949—1950 var 82 pund og 10 shill- ingar og 1948—1949 98 pund. Þegar það spurðist í Noregi, að hval- veiðisambandið þar hefði tekið á leigu geyma erlendis og einnig i Noregi til þess að koma fyrir allmiklu magni hvalolíu, þá urðu nokkrar umræður um það i blöðum. Af þeim sökum sendi stjórn sambandsins frá sér greinargerð fyrir því af hverju hvalolían yrði geymd. Þar segir m. a. á þessa leið: Svo er að skilja sem stærstu erlendu hvalolíukaupendurnir hafi nú upp á síð- kastið viljað bíða átekta um kaup, en það hefur haft þau áhrif, að markaðurinn hefur fallið. Með tilliti til þess og jafnframt það, að verð á annarri fcitolíu, sem keppir við hvalolíu, er það liátt, að vænta mætti hærra verðs fyrir hvalolíuna erlendis, hafa norsk- ir hvalútgerðarmenn ákveðið að geyma framleiðslu sína í bili og hafa tryggt sér undir hana nóg geymslurúm heima og er- lendis. Jafnframt er vert að benda á i þessu Metveiði Norðmanna. Árið 1951 var mesta aflaár í sögu Norð- manna. Fiskaflinn varð alls 1 646 005 smál., og er það 25% meira en 1948, en fram til þess tíma höfðu þeir ekki veitt jafn- mikið á einu ári. Ástæðan til þess, að heild- araflinn varði svo miklu meiri að þessu sinni en nokkru sinni áður, var hin óvenju mikla síldveiði. Á vetrarsíldveiðunum öfl- uðust 888 þús. smál., sem var 116 þús. smál. meira en árið áður. Vorsíldin varð 288 þús. smál., eða 100 þús. smál. meira en árið 1951. Við Lófót var ágætur þorsk- afli, eða um 115 þús. smál., en meðalárs- afli í Lófót árin 1930—50 hefur verið um 86 þús. smál. Þorsknótinni er ekki að litlu leyti þakkað það, hve aflinn í Lófót varð mikill, en i það veiðarfæri aflaðist 67 þús. smál. af þorski á vertíðinni 1951. sambandi, að búizt er við, að síldarolíu- framleiðslan verði minni nú en i fyrra, en þá var hún um 80 þús. smál. Um fram- leiðslu á plöntufeiti í Indonesiu eða öðrum löndum er ekki vitað náið. Viðræður hafa átt sér stað milli hval- veiðisambandsins norska og matvælaráðu- neytisins í Bretlandi um að það kaupi 25 þús. smál. af hvalolíu. Norðmenn buðu að láta olíuna fyrir 100 sterlingspund smál., en því var hafnað, og af þeiin ástæðum hafa viðræður um þessa sölu hætt í bili- Til annarra landa í Evrópu hefur hval- veiðisambandið ekki snúið sér, af því að í verzlunarsamningum, sem Norðmenn hafa gert við ýrnsar Evrópuþjóðir, er gert ráð fyrir sölu á óunnri hvalolíu og hertri feiti. — Það er staðreynd, að offramleiðsla er á búrhvalslýsi, og í bili er ekki hægt að selja það fyrir viðunanlegt verð. Af því munu því safnast birgðir um stundar sakir að minnsta kosti.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.