Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1955, Qupperneq 14

Ægir - 15.12.1955, Qupperneq 14
332 Æ GIR Sólbakka og Raufarhöfn árið 1935. Það ár var hafin vinnsla á karfa hjá S.R. í all- stórum stíl. Var unnið úr karfanum lýsi og mjöl og vítamínlýsi úr lifrinni. Átti Þórð- ÞormóSur Eyjólfsson. ur Þorbjarnarson fiskiðnfræðingur mikinn þátt í því, að þessi vinnsla var hafin. Kæliþró til síldargeymslu var byggð á Siglufirði árið 1937 samkvæmt tillögu Gísla Halldórssonar verkfræðings, þáver- andi framkvæmdastjóra verksmiðjanna, en ekki hafa þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til geymslu á kældri síld í þrónni, tekizt vel. Bjarni Snæbjörnsson flutti 1937 frum- varp á Alþingi um nýja 5.000 mála síldar- verksmiðju á Raufarhöfn, sem náði sam- þykkt með þeirri breytingu, að helmingur afkastaaukningarinnar skyldi koma á Siglufjörð. Afköst S.R.N.-verksmiðjunn- ar voru aukin um 2.500 mál fyrir síldar- vertíð 1938 samkvæmt þessari heimild, sem Haraldur Guðmundsson atvinnumála- ráðherra ákvað að nota. Hafði Jón Gunn- arsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri verksmiðjanna, yfirstjórn byggingafram- kvæmdanna með höndum, eins og endra- nær meðan hann var framkvæmdastjóri verksmiðjanna. Á Alþingi 1940 var samþykkt frumvarp Ólafs Thors atvinnumálaráðherra um heimild til stækkunar Raufarhafnarverk- smiðjunnar upp í 5.000 mála afköst á sólarhring og stækkun Dr. Pauls-verk- smiðjunnar um 2.500 mál. Áður höfðu miðstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins lýst fylgi við þessar fram- kvæmdir. Þrátt fyrir það, að framkvæmdastjóri og stjórn verksmiðjanna sækti það mjög fast, að notuð yrði heimild Alþingis til þess að reisa hina nýju síldarverksmiðju á Raufarhöfn, varð á því nokkur dráttur vegna þess, að töf varð á því að lán feng- ist til framkvæmda. Einnig skorti inn- flutningsleyfi á nauðsynlegum tækjum og byggingarefni. Sumarið 1939 voru framkvæmdir því ekki lengra komnar en svo, að fest höfðu verið kaup á lóðum, verksmiðjuhúsið ver- ið reist og komið fyrir í því annarri aðal- aflvélinni ásamt rafal, en allar helztu síld- arvinnsluvélar, geymslur, löndunartæki, þrær og fleira vantaði. Hinn 21. ágúst 1939 fóru þeir Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og Jón Gunnars- son framkvæmdastjóri utan samkvæmt ósk ríkisstjórnarinnar til þess að freista að fá lán til byggingar Raufarhafnarverksmiðj- unnar, og jafnvel til 2.500 mála stækkunar á Dr. Pauls-ríkisverksmiðjunni á Siglu- firði. Ennfremur skyldu þeir, ef lán feng- ist, festa kaup á vélum og öðru, sem nauð- synlegt væri til þessara bygginga. Ferðin tókst mjög giftusamlega, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sem við var að etja, m. a. sökum þess, að heimsstyrjöldin síðari brauzt út meðan á ferðinni stóð. Lán fékkst með góðum kjörum fyrir verulegum hluta

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.