Ægir

Volume

Ægir - 15.06.1970, Page 8

Ægir - 15.06.1970, Page 8
198 ÆGIR millinel (sia) höfudlína greinar eftir franskri fyrirmynd. Á 1. mynd er sýnd vinnuteikning af vörpunni. Á 2. mynd er sýndur langskurður af vörp- unni og má þar átta sig á því, hvernig hún vinnur. Þar sem rækjan er haldin þeirri áráttu að hoppa upp, er hún verður fyrir truflun, er hugmyndin sú, að hún fari í gegnum netabyrði það, er kallað er „sía“ og lendi því í hinum smáriðna efri poka. Fiski, humri og öðrum sjávardýrum er svo ætlað að lenda í hinum stórriðna neðri poka. Markmið þessa kynlega útbúnaðar er annars vegar að fá ómengaðan rækju- afla í efri pokann og losna þannig við tímafreka og oft vart framkvæmanlega flokkun og hins vegar að koma í veg fyrir dráp á ungfiski, að því tilskildu, að hann lendi í neðri poka og sleppi þar út um stærri möskvana. 3. Fyrsta leit, desember 1969: 1 fiskirannsóknaleiðangri r.s. Hafþórs (HK 69), sem stóð yfir frá 9.nóv.til20.des- 1969, voru dagana 2.—9. des. helgaðir rækjuleit fyrir Norðurlandi. Skömmu áður höfðu 2 bátar, þeir mb. Týr frá Sauðár- króki og mb. Arnar frá Dalvík verið styrktir til rækjuleitar. Bátar þessir höfðu, þegar Hafþór hóf sína leit, kannað lík- legustu svæðin á grunnslóð án teljandi árangurs. Því var sýnt, að árangurs væri helzt að vænta á dýpra vatni. Vegna hins nauma tíma, sem í leitina var ætlaður, var ekki unnt að leita ákveðin svæði gaum- gæfilega, heldur var borið niður á þeim stöðum, sem líklegastir þóttu. Þar að lút- andi var fyrst og fremst stuðzt við upp- lýsingar, sem norðlenzkir sjómenn veittu. Alls var reynt á þeim 10 stöðvum (HK 69, 19—28), sem sýndar eru á korti á 3. mynd. 11 töflu er að finna nánari upplýsingar um aflabrögð á hverjum stað.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.