Ægir - 15.12.1973, Síða 7
verstöðvum vegna hafíss, enda mun hann, á
því tímabili sem hér er um fjallað, ekki hafa
rekið jafnlangt suður né legið við land eins
lengi og í þetta sinn, eftir því sem ráðið verður
af heimildum. Þá var hafís á fiskislóðum Sunn-
lendinga hávertíðina.r» Eigi að síður urðu mikl-
ir hlutir syðra þetta ár, eða mestir um 1400.°
Vestra aflaðist einnig mjög vel, en þar mun
einungis átt við verstöðvarnar á Snæfellsnesi
og Breiðafirði. Svipaða sögu af aflafeng á
þessum slóðum er ekki að segja fyrr en 11
árum síðar.
Með vertíðinni 1686 byrjar aflabresturinn í
Vestmannaeyjum og í verstöðvunum fyrir
austan Þjórsá, en þar var þá enn mjög mikil
útgerð, miklu meiri en prentaðar heimildir
greina frá, sérstaklega í Reynishöfn og við
Dyrhólaey. Við upphaf aflaleysistímabilsins
þarna eystra segir svo í Vallaannál, en höfund-
ur hans var þá í Skálholtsskóla: „Tók þar nú
mjög af fiskigang, og varð lítið um hluti lengi
síðan.“7
Þessi annálsfrásögn staðfestist af öðrum
heimildum. Þegar árið 1690 hefur aflaleysið
leikið Vestmannaeyinga svo grátt, að bændur,
sem í raun voru allir landsetar konungs, kvarta
sáran yfir miklum skuldum, er þeir séu komn-
ir í við kaupmenn, sem voru jafnframt leigu-
takar eyjanna. Armóður eyjabænda varð til
þess, að konungur sá aumur á þeim, og með
bréfi til amtmanns 16. maí 1691 gaf hann þeim
upp landskuldir í 5 ár og aðrar skattgreiðslur.s
Snemma á 17. öld vottar fyrir þorpsmynd-
unum í þrem sýslum á íslandi, og er líklegt,
að þessi þurrabúðar- eða húsmannahverfi séu
þá engan veginn nýlega til orðin. Þurrabúða-
og hjáleiguhverfið á Siglunesi við Siglufjörð
virðist úr sögunni fyrir þann tíma, sem hér er
rætt um.9 Aftur á móti eru húsmannahverfið
í Vestmannaeyjum og plássin á Snæfellsnesi
enn býsna fjölmenn á ofanverðri 17. öld. En
aflaleysið í Vestmannaeyjum hefur ekki síður
bitnað á húsmönnum þar en bændum, því að
á árunum næstu fyrir og eftir 1690 leggjast
þar í eyði a. m. k. rösklega tveir tugir hús-
mannahúsa.10 Aflaleysið í verstöðvunum fyrir
austan Þjórsá og í Vestmannaeyjum mun hafa
orðið mest árin 1690 og 1691. Seinna árið var
forkunnar góður vetur, en eigi að síður mátti
heita aflalaust á fiskileitum sjómanna úr ver-
stöðvum á fyrrgreindu svæði.11 Um aflaleysið
eystra árið 1690 er þess t. d. getið, að klaust-
urhaldarinn í Þykkvabæ, sem þá gerði út úr
Mýrdal, hafi aðeins fengið 24 fiska í 16 hluti.
Og annar maður, sem þar átti 8 hluti, fékk í
þá alla 10 fiska.12
í Árnasafni er varðveitt skilríki, ritað í
Skaftafellssýslu árið 1705, sem veitir mjög
góða bendingu um, hvaða áhrif aflaleysið hafði
á útgerð Skaftfellinga. Um svipað leyti og
aflaleysistímabilið byrjar, eru gerð út úr Mýr-
dalnum 28 skip, allt teinæringar, en í sama
mund og aflabrestinum lýkur, eða 1705, eru
skipin í Mýrdalnum einungis 13 teinæringar.13
Margar heimildir vitna um mikla útgerð í
Rangárvallasýslu á 17. öld.14 Sem dæmi um
það má geta þess, að 12. marz 1696 laskast og
brotna í fárviðri undir Eyjafjöllum 12 skip,
öll stór,15 sennilega allt teinæringar og áttær-
ingar. Afkoma fólks í Rangárvalla- og Skafta-
fellssýslum var á 17. öld miklu meira undir
aflafeng úr sjó komin en menn hafa til þessa
almennt gert sér grein fyrir.
Um þetta leyti voru stærstu verstöðvarnar
milli Reykjaness og Þjórsár í Þorlákshöfn og
Grindavík, og þar gætti aflabrestsins ekki síð-
ur en austar. Hér á landi var þá biskupsstóll-
inn í Skálholti ásamt konungi stærsti útgerð-
araðilinn. Útgerðarstöðvar Skálholtsstóls voru
þrjár, þegar hér var komið sögu, Þorlákshöfn,
Grindavík og Akranes, en auk þess átti stóll-
inn nokkurn þátt í útgerð á ýmsum stöðum
öðrum. Fjölmargar heimildir, en þó einkum
bréfabækur biskupanna, vitna um, að óger-
legt var að halda skóla á staðnum né heldur
standa undir kostnaði vegna biskupsembættis-
ins án þess að eiga mikla aðild að útgerð. Afla-
brestur langær, að ekki sé sagt aflaleysi, olli
því svo miklum vandræðum á biskupsstólnum
í Skálholti, og sama gegndi á Hólum, eins og
síðar verður vikið að, að allt fór meira og
minna úr skorðum, svo að nálega leiddi til
upplausnar. Þessi var raunin, þrátt fyrir það,
að Skálholtsstóll var þá stórveldi í landinu og
það miklu meira, virðist mér, en rannsóknir
til þessa hafa leitt nægilega í ljós.
Þegar hér var komið, höfðu skipsáróðurs-
kvaðir tíðkazt í landinu um þrjár aldir. Þessi
kvöð var stundum einungis nefnd róðrarkvöð,
en langoftast mannslán, einkum eftir aldamót-
in 1700. Kvöð þessi var í því fólgin, að leigu-
liði á jörð eða þurrabúðarmaður var skuld-
bundinn að róa sjálfur eða einhver á hans veg-
um í skiprúmi, sem landsdrottinn skipaði í.
Æ GI R — 435