Ægir - 15.12.1973, Page 24
Svo er bent á, að Fiskifélagið komi af stað
námskeiðum næsta sumar fyrir kennara í sjó-
vinnu. Það er þegar farið að skipuleggja þau
af Fiskifélaginu og ég vona að þau eigi eftir
að komast á sem flestum stöðum í gang
næsta haust. Eftir að hafa starfað á þriðja
áratug við kennslu í barna- unglinga- og stýri-
mannasskóla, þá hlaut ég þá viðurkenningu í
fyrra sem mér hefur þótt hvað vænst um.
Ég hitti einn af mínum gömlu nemendum,
traustan skipstjóra úr fiskimannastétt, sem
kom til mín, tók í höndina á mér á þann hátt
sem sannur maður gerir, með sinni bólgnu
sjómannshendi, þakkaði mér, að hann hefði
orðið sjómaður en ekki mublusmiður. Hvað
segirðu drengur, spurði ég. Jú, þú kenndir
okkur kubbasmíði í 1. bekk unglingadeildar-
innar, en hættir því og tókst upp sjóvinnu-
og siglingafræði í 2. bekk.
í 4. liðnum er beðið um, að stjórn Fiskifé-
lagsins beiti sér fyrir, að yfirvöld fræðslumála
sjái til þess að Kennaraháskólinn undirbúi
kennaraefni sín til að veita fræðslu í helstu
þáttum sjávarútvegs. Eftir nám mitt á sínum
tíma í Kennaraskólanum, þá tel ég að ef nem-
endur þar hefðu átt kosta völ hvað þeir vildu
læra til að veita fræðslu í handavinnu og öðru
slíku, að það hefðu verið býsna margir, sem
hefðu tekið þátt í að undirbúa sig sem fræðara
í þáttum sjávarútvegs og sjómennsku og ég
geri ráð fyrir, svo mjög sem Kennaraskólinn
var og Kennaraháskólinn nú eru sóttir af fólki
utan af landsbyggðinni og frá sjávarþorpun-
um, að þarna myndu örugglega vera margir,
sem vildu taka þátt í sliku.
í sambandi við starfsfræðsludagana, sem
teknir eru fyrir í 5. grein, þá hefur þeim ekki
verið haldið uppi um árabil. Ég hef rætt þetta
við stjórnendur fræðslumála, því miður virðist
nafn þess manns, sem á miklar þakkir skilið
í þessu máli, eins og bannorð á þeim bæki-
stöðvum. Þessir starfsfræðsludagar voru flutt-
ir út um land og þeir áttu stóran þátt í því að
hvetja marga unglinga til að koma til sjávar-
starfa og minnist ég þó nokkurra nemenda
frá síðasta áratug í Stýrimannaskóla, sem að
fengu sína fyrstu fræðslu um sjómennsku ein-
mitt hjá okkur á starfsfræðsludaginn uppi í
skóla.
Þá er beðið um í 6. grein að haldið verði
áfram samskonar endurhæfingarnámskeiðum
fyrir skipstjórnar-og stýrimenn og haldin voru
í Stýrimanna- og Vélskólanum s. 1. vor. Vél-
skólinn og Stýrimannaskólinn auglýstu og
héldu s. 1. vor hálfsmánaðar endurhæfingar-
námskeið. Ég held að eftir þá reynslu, sem
víð fengum á þessum námskeiðum, eigi þau
fullan rétt á sér. Það er svo margt nýtt og svo
margt sem menn þyrftu að endurnýja og rifja
upp, þessvegna eiga þau fulkominn rétt á sér.
Það er beðið um að handbókaútgáfa Fiski-
félagsins sé haldið áfram. Hún er að verða til
fyrirmyndar og er það mjög að þakka, ekki
eingöngu stjórn félagsins, heldur má segja
aðalritstjóra hennar, sem er Ásgeir Jakobs-
son. Hann á þakkir skildar fyrir, hvaða bæk-
ur hafa komið út á síðustu árum.
Við öngþveiti því, sem nú ríkir á fiskiskipa-
flotanum í sambandi við undanþágurnar, þá
hygg ég, að það raunhæfasta, sem hægt væri
að gera í dag til þess að margir miklir hæfi-
leika- og úravls skipstjórnarmenn, sem eru
með undanþágu og jafnvel eru að flosna úr
starfi vegna réttindaleysis og er verið að meina
þeim starfið, af eðlilegum ástæðum hins aðil-
ans væri að halda námskeið, sem veiti þeim
réttindi. Þessir menn myndu margir koma og
ná sér í réttindi sérstaklega ef þetta væri flutt
út um landið, á 1—2 staði aðra en Reykjavík.
Það eru margir af okkar topp-, ef ég má nota
það orð, toppskipstjórum í dag sem hlutu
sína menntun nú fyrir nokkrum árum í öld-
ungadeildinni, sem áreiðanlega hefði hætt sum-
ir hverjir, ef þeir hefðu ekki náð sér í þessi
réttindi. Einnig tel ég, að það gæti verið mjög
til athugunar í sambandi við vélgæzlu, hvort
ekki sé hægt að sérþjálfa vélstjóraefni, og þá á
ég við að æfa þá aðeins í vélgæslu og kenna
þeim þá ekki önnur fög á meðan, fyrir hinar
ýmsu vélategundir og á 2—4 vikum mætti ná
þar miklum árangri í sérþjálfun.
Tæknimálin eru tekin hér fyrir. Ég vona að
menn geti verið sammála nefndinni um okkar
tillögur í sambandi við Tæknideildina og það
sem við förum fram á, að hún beiti sér fyrir
hér. Við biðjum um, að hún aðstoði við út-
gáfu á 2. hefti leiðbeiningabókar, sem Stýri-
mannaskólinn hóf útgáfu á. Það að 2. hefti
hefur ekki komið út stafar aðallega af því, að
erfiðleikar hafa verið að fá tæknimenn til að
þýða leiðbeiningarkafla og handbókarhluta frá
hinum ýmsu tækjum, sem eru í notkun. Víst
er að fátt á eins mikinn rétt á sér um borð i
skipin eins og þessar bækur. Ég nefndi dæmi
452 — Æ G IR