Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Síða 10

Ægir - 15.12.1974, Síða 10
hafi „náðst lifandi við Miðnes". Séra Ari á Mælifelli er einn um að upplýsa náið, hvaðan obbinn var af mönnunum, sem fórust með Stafnesskipunum. „Var það hið valdasta ver- fólk af Norðurlandi, 60 menn að tölu“. Einnig greinir Ari frá því, að 2 formannanna hafi verið að norðan. Bergþór Magnússon frá Ytri- Ey á Skaga og Rafn Helgason frá Mói í Fljótum. Að sögn Ara voru öll Stafnesskipin, sem fórust, kóngsskip, nema eitt, en formaður á því var Ólafur Þorsteinsson lestamaður frá biskupssetrinu á Hólum, og með honum fór- ust 5 aðrir Hólamenn, að því er Sjávarborgar- annáll hermir.10 Af tveim skipunum rak að- eins upp einn mann, og barst lík hans vestur á Mýrar og fannst þar viku eftir slysið. Hafði maður þessi bundið sig við tré. Af hinum skipunum rak upp 47 lík nóttina eftir slysið, sum í Garði og sum á Miðnesi. Allar eru þess- ar upplýsingar í Mælifellsannál, en þar segir ennfremur: „Voru þeir allir jarðaðir í Út- skálakirkjugarði á einum degi, og voru gerðar að þeim 3 grafir, og voru í eina lagðir 42, hver við annars síðu, en formennirnir í hinar 2. Að þeim voru kistur gerðar og hjúpfærðir." I Fitjaannál er greindur sami líkafjöldi og í Mælifellsannál, en í Vallaannál eru þau sögð 41 og þau hafi öll verið greftruð í almenningi að kórbaki, daginn eftir að þau rak, þ. e. 11. marz. í Eyrarannál segir, að grafnir hafi verið 50 manns á 2 dögum.11 Vafalítið er frásögn Mælifellsannáls réttust, að því er varðar fjölda líkanna og greftrun- ina. Frásögn Eyrarannáls kynni einnig að vera rétt, því fleiri skip af Suðurnesjum fórust á góuþrælinn, og kann eitthvað af líkum þeirra manna að hafa rekið og þau verið greftruð annan dag en fyrr er greint. Kjósarannáll og Fitjaannáll herma báðir, að þennan sama dag hafi týnzt 3 skip úr Garði. Ugglaust má því telja, að 8. marz 1685 hafi farizt 10 skip af Suðurnesjum. En hvað marg- ir menn drukknuðu af þeim? Kjósarannáll tel- ur, að þeir hafi verið 81 og þar af hafi 13 verið á Garðskipunum. Eftir því hefðu 68 menn átt að hafa farizt með Stafnesskipunum. Fitja- annáll segir þá hafa verið um 70, en Valla- annál hins vegar 58. Sú tala er tvímælalaust röng, annaðhvort vegna ranghermis eða mis- ritunar, 68 orðið að 58. Á Stafnesskipunum hafa vafalítið verið 70 menn og af þeim bjarg- azt 2. Þannig farast 68 af Stafnesi og 13 úr Garði eða alls 81, eins og Kjósarannáll grein- ir, en ekki 99, svo sem talið er í Sjávarborgar- annál. En nú telja Hestsannáll og Fitjaannáll, að 136 menn hafi farizt þennan dag12, og mun það mjög nærri því rétta, því að enn eru ótald- ir 4 teinæringar, sem þá fórust frá Vestmanna- eyjum,13 og á þeim 53 menn,14 enn fremur tveggja manna far frá Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu með tveim mönnum.15 Af þessum 5 skip- um hafa því farizt 55 menn, en að viðbættum 81, er drukknuðu frá Stafnesi og Garði, hafa því alls farizt í sjó þennan dag 136 menn, eins og Fitjaannáll og Hestsannáll telja. Sex annálum16 ber saman um það, að fyrr þennan vetur hafi farizt áttæringur eða tein- æringur frá Eyrarbakka með 11 mönnum. Kjósarannáll einn tilgreinir daginn, sem var 7. febrúar. Þá telur sami annáll, að 20. marz hafi farizt smábátur úr Hafnarfirði með tveim mönnum. Einungis einn annáll annar getur um þennan bátstapa.17 Hafa þá verið taldir allir skiptapar í Sunnlendingafjórðungi þetta ár, en þeir urðu alls 16, og af skipum þessum hafa drukknað 149 menn. Eins og vænta má, eru í Eyrarannál gleggst- ar heimildir um bátatjónið í Vestfirðingafjórð- ungi. Þar er talið, að teinæringsskip hafi far- izt undir Jökli, bátur frá Sandi með 4 mönn- um, bátur úr Flatey með þrem mönnum og bát- ur úr Súgandafirði með 6 mönnum. Einungis Fitjaannáll kann jafnframt að greina frá báta- tjóninu undir Jökli. Ennfremur herma þrír annálar18 frá því, að af þriðja bátnum undir Jökli hafi drukknað einn maður. í Vestfirð- ingafjórðungi hafa því týnzt 4 skip og drukkn- að 25 menn, að því er ætlað verður. Tveir ann- álar19 telja, að af Tjörnesi hafi farizt sexær- ingur og sennilega sjö menn með honum. Eftir því sem nú hefur verið reynt að rekja, virðast því hafa farizt 22 bátar hér við land árið 1685 og í sjó drukknað 181 maður. Ekki koma þessar tölur heim og saman við frásögn Fitjaannáls, sem eins og fyrr segir telur bát- ana 19, en í sjó hafi þá drukknað 191 íslend- ingur. Sennilega verður seint úr því skorið, hvort kann að vera réttara. Vert er þó að vekja athygli á því, að bátafjöldinn, sem Fitjaann- áll greinir, er tortryggilegur, ef tala drukkn- aðra er þar rétt hermd. Það ber við, að í bréfa- bókum biskupa sé vikið að almæltum tíðind- um. Frá þessu ári er einungis til bréfabók Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbiskups, en þar er slysfaranna árið 1685 að engu getið. Rétt 384 — Æ GIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.