Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1979, Page 26

Ægir - 01.03.1979, Page 26
hendi. Þaö tjóar lítið að bíða eftir gesti, sem aldrei kemur. Hitt er ljóst, að þetta eru ekki æski- leg vinnubrögð. Hér gæti ég, til eilítils gamans, látið fljóta með eina brjóstvitssögu, þar sem ég átti hlut að máli. Skömmu eftir að ég kom heim frá námi í Bandaríkjunum, var ég narraður til að taka þátt í umræðuþætti í útvarpinu, er fjalla átti um áburð. Hvorki stjórnandi þáttarins, né aðrir þátt- takendur að mér frátöldum, báru nokkurt skyn á þau efnafræðilegu og líffræðilegu atriði, sem um var að ræða, og að mínu mati varð öll umræðan glóru- lítið raus. Við lok þáttarins var ég spurður: ,,Og hvað vildirðu svo segja að lokum?“ Ég svaraði: „Mér þykir rétt að geta þess, að það er erfitt að diskútera við brjóstvitið". 3. Þriðja atriðið sem ég vil drepa á er þetta: í íslenskum fjölmiðlum virðist mér það einkenn- andi, hversu sjaldan er reynt að kryfja til mergjar, á hverju íslenska þjóðin raunverulega lifir. í þess stað er gerður samanburður á okkur og öðrum þjóðum, einkum nágrönnunum á Norðurlöndum, og ýjað að því, að það sé nánast mannréttinda- mál, að lífskjör hér séu ekki lakari en í hinum eða þessum viðmiðunarlöndum. Það er líkast því sem þrýstihópa-samþykktir komið í stað viðleitni til að kanna, hverjar séu helstu auðlindir þjóðar- innar, og hvernig þær skuli nýttar til að halda uppi okkar velferðar- og eyðsluþjóðfélagi. í þessu sam- bandi minnist ég ræðu Pálma Hannessonar, rekt- ors, er ég og samstúdentar mínir brautskráðust frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1935. Eftir að hafa rakið nokkuð þau fjölmörgu verkefni, er okkar biðu að loknu frekara námi, mælti hann þessi orð: „Allt ber vott um handahóf og óðaönn“- Þessi kjarnyrta setning kemur mér oft í hug. Sem þjóðarheild, er reynir að halda uppi tæknilega margbrotnu nútímaþjóðfélagi, erum við mjög fá>r og mjög smáir. Og okkur skortir afl, kunnáttu og reynslu til að leysa á viðhlítandi hátt íjöl- mörg aðsteðjandi verkefni. Á nútímavísu mætti raunar túlka orð Pálma rektors svo, að við ls- lendingar séum vanþróaðir sökum mannfœöar. Slíkt mat mitt var eitt sinn tekið til greina hjá Þróunar- stofnun S.þ. íslenska ríkisstjórnin hafði sótt um 200.000 dollara styrk til forrannsókna vegna Búf- fellsvirkjunar. Af þessu tilefni var ég kallaður a fund innan stofnunarinnar og að því spurður, hvernig það mætti vera, að þjóð með svo háaf meðaltekjur á íbúa leyfði sér að fara fram á styrk frá Þróunarstofnuninni. Ég svaraði því til, að visu væru íslendingar sem einstaklingar forríkir á mæh' kvarða þróunarlandanna. En sem þjóðarheild værl1 þeir sökum mannfœðar ekki aðeins fátækir, heldur skorti þá tilfinnanlega viðhlítandi vel tæknt- Eldislax úr sjóeldisslöð i Noregi, laxarnir vógu um 47 pund eftir 3 ára eldi í sjó. 142 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.