Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1979, Blaðsíða 52

Ægir - 01.03.1979, Blaðsíða 52
Ufsi og steinbítur Aðeins fengust fáein stykki af hvorri þessara tegunda bæði V og A af landinu. Sandsfli Töluvert fékkst af sandsíli af öllum stærðum við fsland. Við suðurströndina var þó minna um þau í ár en árið áður. Sandsíli fékkst einnig á landgrunnssvæðinu við A-Grænland, en minna var um það þar en við ísland. Mest var af sand- síli úti af N-landi, einkum vestanverðu, þar sem fengust yfir 10.000 stykki á togmílu. Flatfiskur Svo virðist sem vel hafi tekist til með klak flat- fiska í ár, ef dæma má eftir fjölda tegunda og einstaklinga í aflanum. Grdlúðuseiði fundust með- fram austur-grænlenska landgrunninum milli 65° 40’N, 33° 15’V og 60°00’N 41°30’V. Þau fundust einnig í vestanverðu Grænlandshafi og fengust stundum allmörg grálúðuseiði í togi. Aðeins einu sinni áður, síðan rannsóknir þessar hófust árið 1970, hefur fengist sambærilegur fjöldi grálúðu- seiða á svipuðum slóðum, en það var árið 1972. í ár var lengdardreifing grálúðuseiðanna 47,0 - 80,0 mm. Meðal flatfiskanna vakti þó langlúran mesta furðu. Seiði hennar fundust nú SA, S og V af landinu. Sumsstaðar, einkum úti fyrir SA-landi, komst fjöldinn yfir 100 stykki og jafnvel yfir 200 stykki á togmílu. Lengd þeirra var frá 31,1 - 58,0 mm. Lúðuseiði fundust á tveim stöðum úti af A-landi. Sfld Ársgömul seiði sumargotssíldar fengust allvíða, einkum inni á fjörðum á Vestfjörðum og Norður- landi. Einnig varð þeirra vart úti af Austfjörðum. Náði fjöldi þeirra stundum yfir 1000 stykkjum á togmilu. Hrognkelsi Ungstig hrognkelsis fengust víða við ísland, einkum á Breiðafirði, í nokkrum fjörðum N-lands, svo og úti af N- og NA-landi. Flest munu hrogn- kelsin hafa verið 1-2 ára gömul. Blálanga, langa og keila Venjulega fást aðeins einstök seiði þessara þriggja tegunda hér og þar. En í ár var samt meira um blálönguseiði en venjulega. Þau fundust einkum í norðanverðu Grænlandshafi og á austur-græn- lenska landgrunninu. Stærðin var frá 52,0 - 86,0 mm. Að lokum skal þess getið, að í ár fengust nokkur gulllaxseiði, öll undan S-landi. Lengdin var frá 28,0 - 49,0 mm. Heimildir: 1. Hermann, F. & Thomsen, H. 1946. Drift-bottle experiments in the Northern North Atlantic. Medd. Komm. Havunders. Hydrogr. 3, 4. 2. Stefánsson, U. 1962: North lcelandic Waters. Rit Fiskideildar, 3. 3. Vilhjálmsson, H. & Friðgeirsson, E. 1976: A review of 0-group surveys in the Icelandic- East-Greenland area in the years 1970-1975- Coop. Res. Rep. 54, ICES. 4. Anon, 1976: Preliminary report on the 0-group fish survey in Icelandic and Greenland waters July-August 1976. ICES C.M. 1976/H:39. 5. Anon, 1977: Report on the 0-group fish survey in Icelandic and Greenland waters, August 1977. ICES C.M. 1977/H:22. Tilkynningar til sjófarenda Framhald af bls. 188 6. N-ströndin. Skjálfandi. Lundey. Ný vitabygging. Nýr viti, hvítur, sívalur turn, 6 m hár, hefur verið byggður í stað gamla vitans (66°06,9’n 17°22,4’v), setn var fjarlægður. Vitaskrá, 1978: Bls. 30 Nr. 182 (L 4686) Leiðsögubók II, 1950: Bls. 57. 7. NA-ströndin. Vopnafjörður. Strandhöfn. Viti strikis* út í sjókortum og Vitaskrá. Vitann í Strandhöfn (65°54,5’n 14°39,0’v) skal strika út í sjókortum og vitaskrá. Sjókort: Nr. 72 og 71 Vitaskrá, 1978: Bls. 32 Nr. 208 (L 4715) Leiðsögubók III, 1951: Bls. 9 og 11 8. NA-ströndin. Vopnafjörður. Kolbeinstangi. Ljósgeirar leiðréttir. Ljósgeirar vitans (65°46,2’n 14°47,6’v) skulu le*®' réttast sem hér segir: land - 205° - gr - 215° - hv - 221° - r - 236° - hv - 246° - gr - 256° - hv - 261° - r - 355° - gr - 028° - hv - 030° - r - land Sjókort: Nr. 72, 71 og 70 Vitaskrá, 1978: Bls. 32 Nr. 209 (L 4716) Leiðsögubók III, 1951: Bls. 9 og 11 168 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.