Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1979, Side 52

Ægir - 01.03.1979, Side 52
Ufsi og steinbítur Aðeins fengust fáein stykki af hvorri þessara tegunda bæði V og A af landinu. Sandsfli Töluvert fékkst af sandsíli af öllum stærðum við fsland. Við suðurströndina var þó minna um þau í ár en árið áður. Sandsíli fékkst einnig á landgrunnssvæðinu við A-Grænland, en minna var um það þar en við ísland. Mest var af sand- síli úti af N-landi, einkum vestanverðu, þar sem fengust yfir 10.000 stykki á togmílu. Flatfiskur Svo virðist sem vel hafi tekist til með klak flat- fiska í ár, ef dæma má eftir fjölda tegunda og einstaklinga í aflanum. Grdlúðuseiði fundust með- fram austur-grænlenska landgrunninum milli 65° 40’N, 33° 15’V og 60°00’N 41°30’V. Þau fundust einnig í vestanverðu Grænlandshafi og fengust stundum allmörg grálúðuseiði í togi. Aðeins einu sinni áður, síðan rannsóknir þessar hófust árið 1970, hefur fengist sambærilegur fjöldi grálúðu- seiða á svipuðum slóðum, en það var árið 1972. í ár var lengdardreifing grálúðuseiðanna 47,0 - 80,0 mm. Meðal flatfiskanna vakti þó langlúran mesta furðu. Seiði hennar fundust nú SA, S og V af landinu. Sumsstaðar, einkum úti fyrir SA-landi, komst fjöldinn yfir 100 stykki og jafnvel yfir 200 stykki á togmílu. Lengd þeirra var frá 31,1 - 58,0 mm. Lúðuseiði fundust á tveim stöðum úti af A-landi. Sfld Ársgömul seiði sumargotssíldar fengust allvíða, einkum inni á fjörðum á Vestfjörðum og Norður- landi. Einnig varð þeirra vart úti af Austfjörðum. Náði fjöldi þeirra stundum yfir 1000 stykkjum á togmilu. Hrognkelsi Ungstig hrognkelsis fengust víða við ísland, einkum á Breiðafirði, í nokkrum fjörðum N-lands, svo og úti af N- og NA-landi. Flest munu hrogn- kelsin hafa verið 1-2 ára gömul. Blálanga, langa og keila Venjulega fást aðeins einstök seiði þessara þriggja tegunda hér og þar. En í ár var samt meira um blálönguseiði en venjulega. Þau fundust einkum í norðanverðu Grænlandshafi og á austur-græn- lenska landgrunninu. Stærðin var frá 52,0 - 86,0 mm. Að lokum skal þess getið, að í ár fengust nokkur gulllaxseiði, öll undan S-landi. Lengdin var frá 28,0 - 49,0 mm. Heimildir: 1. Hermann, F. & Thomsen, H. 1946. Drift-bottle experiments in the Northern North Atlantic. Medd. Komm. Havunders. Hydrogr. 3, 4. 2. Stefánsson, U. 1962: North lcelandic Waters. Rit Fiskideildar, 3. 3. Vilhjálmsson, H. & Friðgeirsson, E. 1976: A review of 0-group surveys in the Icelandic- East-Greenland area in the years 1970-1975- Coop. Res. Rep. 54, ICES. 4. Anon, 1976: Preliminary report on the 0-group fish survey in Icelandic and Greenland waters July-August 1976. ICES C.M. 1976/H:39. 5. Anon, 1977: Report on the 0-group fish survey in Icelandic and Greenland waters, August 1977. ICES C.M. 1977/H:22. Tilkynningar til sjófarenda Framhald af bls. 188 6. N-ströndin. Skjálfandi. Lundey. Ný vitabygging. Nýr viti, hvítur, sívalur turn, 6 m hár, hefur verið byggður í stað gamla vitans (66°06,9’n 17°22,4’v), setn var fjarlægður. Vitaskrá, 1978: Bls. 30 Nr. 182 (L 4686) Leiðsögubók II, 1950: Bls. 57. 7. NA-ströndin. Vopnafjörður. Strandhöfn. Viti strikis* út í sjókortum og Vitaskrá. Vitann í Strandhöfn (65°54,5’n 14°39,0’v) skal strika út í sjókortum og vitaskrá. Sjókort: Nr. 72 og 71 Vitaskrá, 1978: Bls. 32 Nr. 208 (L 4715) Leiðsögubók III, 1951: Bls. 9 og 11 8. NA-ströndin. Vopnafjörður. Kolbeinstangi. Ljósgeirar leiðréttir. Ljósgeirar vitans (65°46,2’n 14°47,6’v) skulu le*®' réttast sem hér segir: land - 205° - gr - 215° - hv - 221° - r - 236° - hv - 246° - gr - 256° - hv - 261° - r - 355° - gr - 028° - hv - 030° - r - land Sjókort: Nr. 72, 71 og 70 Vitaskrá, 1978: Bls. 32 Nr. 209 (L 4716) Leiðsögubók III, 1951: Bls. 9 og 11 168 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.