Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1980, Side 62

Ægir - 01.01.1980, Side 62
NÝ FISKISKIP Guðrún Jónsdóttir SK 103 14. ágúst s.l. afhenti skipasmíðastöðin Báta- lón h/f í Hafnarfirði 18 rúmlesta fiskiskip úr stáli. Þetta er fyrsti bátur þessarar gerðar sem byggður er hjá stöðinni, en í maí mánuði s.l. afhenti stöðin 12 rúmlesta stálbát, Gísla á Hellu, en hann var byggður eftir erlendri teikningu. Guðrún Jónsdóttir SK er i eigu Björns Jónssonar og Sigurmons Þórðarsonar á Hofsósi og Þórðar Eyjólfssonar í Reykjavík og er Björn jafnframt skip- stjóri. Almenn lýsing: Bolur skipsins er laggarsmíðaður úr stáli, en yfir- bygging úr áli, samkvæmt reglum Siglingamála- stofnunar ríkisins. Fremsti hluti þilfars er með reisn, en undir þilfari er skipinu skipt í fimm rúm með vatnsþéttum þverskipsþilum. Fremst undir þilfari er stafnhylki, þá lúkar með þrem hvílum og eldunaraðstöðu, olíukynnt Sóló eldavél, en þar fyrir aftan kemur fiskilest einangruð og búin álupp- stillingu, síðan kemur vélarrúm og aftast er skut- hylki. í vélarrúmi eru tveir brennsluolíugeymar en ferskvatnsgeymir er undir lúkarsgólfi. Stýrishús er aftantil á þilfari, yfir vélarrúmi. Bóma er á fram- mastri. Aftast á þilfari eru toggálgar, boltaðir í þilfarið, þannig að unnt er að fjarlægja þá þegar þeirra er ekki þörf. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá Powamarine, gerð 150, Mesta lengd .................13.50 m Lengd milli lóðlína .........11.54 m Breidd (mótuð) ................ 3.80 m Dýpt (mótuð) .................. 1.90 m Lestarrými ..................... 13 m3 Brennsluolíugeymar ............. 3 m3 Ferskvatnsgeymir ............ 0.8 m3 Rúmlestatala ................... 18 brl. Skipaskrárnúmer .............1550 sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 135 hö við 2400 sn/mín. Við vélina er niðurfærslu- gír frá Self Changing Gears, gerð MRF 350 1D, niðurfærsla 3:1, og fastur skrúfubúnaður, þriggja blaða skrúfa með 813 mm þvermáli. Við aflúttaksbúnað, framan við vél, tengist vökvaþrýstidæla, tvær austur- og slökkvidælur og rafall. Vökvaþrýstidælan er frá Plessley, gerð C95 11382, og skilar 43 1/mín við 1000 sn/mín og 150 kg/cm2 þrýsting. Rafall er frá Alternator h/f, 24 V, 3.5 KW. Stýrisvél er frá Wagner, gerð 85, rafstýrð og vökvaknúin. Fyrir vélarrúm er rafdrifin blásari frá Nordisk Ventilator. Rafkerfi skipsins er 24V jafnstraumur. Upphitun í lúkar og stýrishúsi er með miðstöðvar- kerfi frá eldavél. Fyrir neyzluvatnskerfíð er ein rafknúin dæla. Vindubúnaður: í bátnum er togvinda, boltuð í þilfarið framan við lestarlúgu. Vindan, sem er frá Vélaverkstæði Jósafats Hinrikssonar, er með tveim útkúlpanlegum tromlum (12Omm0 x 7OOmm0x 380mm) og tveim koppum. Hvor tromla rúmar um 630 faðma af 1 !4“ vír. Togátak á miðja tromlu (410 mm0) er um 0,9 tonn og tilsvarandi vírahraði 58 m/mín. Linu- og netavinda er frá Elliða Norðdahl Guð- jónssyni, knúin af Danfoss vökvaþrýstimótorum, OMT 315 og OMR 315, togátak á línuskífu 0,61 og á netaskífu 1,2 t. Færavindur eru frá sama fram- leiðanda, af Electra Maxi gerð (rafdrifnar) og eru átta talsins. 50 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.