Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Síða 14

Ægir - 01.04.1980, Síða 14
munandi innan hins víðáttumikla útbreiðslusvæðis í Evrópu. Skulu hér nefnd dæmi varðandi hrygn- ingu, klak og viðkomu. Á íslandsmiðum hrygnirhumarinndökkgrænum eggjum í maí-júní. Eggin eru borin undir hala hrygnunnar á meðan lirfumyndunin fer fram, en klakið hefst ekki fyrr en u.þ.b. 12 mánuðum síðar, þá er eggin eru orðin ljós eða bleikleit á litinn. Á hverju vori eru því vissar hrygnur að hrygna en aðrar að klekja út lirfum og síðan öfugt árið hið næsta. Á suðlægari útbreiðslusvæðum er þessu öðruvísi varið, t.d. er eggjaburðartíminn 8-9 mán- uðir við Bretlandseyjar og 6-7 mánuðir við Portugal og í Adríahafi og hrygning yfirleitt árlega hjá hverju dýri. Talið er, að lengd eggjaburðartímans stjórnist einkum af mismunandi hitastigi á ofangreindum út- breiðslusvæðum. Frjósemi eða viðkoma humarsins eykst með stærð einstaklinganna eins og algengast er meðal sjávardýra. Talin hafa verið egg í hrognasekkjum dýra af ýmsum stærðum hér við land. Reyndist fjöldinn vera frá um 600 hjá smæstu kynþroska hrygnum (25mm skjaldarlengd- 50mm halalengd) upp í um 4400 meðal stærstu dýra (50mm skjald- arl,- lOOmm halal.). Viðkoman er aftur á móti mun meiri á suðlægari útbreiðslusvæðum t.d. hafa hrygnur af tiltekinni stærð 2300 egg við ísland á móti 3100 og 3400 eggjum við Skotland og Portu- gal. Vaxtarhraði dýra — viðgangur stofns Einn helsti þrándurígötu krabbadýrarannsókna, þ.á.m. humarrannsókna, eru erfiðleikar við að ákvarða aldur og vaxtarhraða dýranna. Hjálpar- tækjum á borð við hreistur eða kvarnir fiska er ekki fyrir að fara hjá þessum dýrum og verður því að styðjast við aðrar og óöruggari aðferðir við ákvörð- un á aldri og vexti. 1. Rannsóknir á lengdardreifingu. Aðferðir er kenndar eru við danann Petersen og fleiri byggja á því, að árgangar komi fram sem toppar í lengdar- dreifingunni, þannig að hægt sé að greina einn eða fleiri aldursflokka og mögulega fylgja þeim eftir þá er dýrin stækka frá ári til árs. Notagildi aðferðarinn- ar takmarkast yfirleitt við yngstu og hraðvöxnustu aldursflokkana, en hún er að jafnaði haldlítil á eldri og seinvaxnari dýr. Þannig er jafnan nokkuð auð- velt að sundurgreina tvo yngstu árgangana hjá t.d. þorski og ýsu, en stærri kynþroska fiskar verða ein- göngu aldursákvarðanir af nokkru öryggi með kvarnalestri. Ef sjávardýr ná ekki háum aldri og stofninn byggist á fáum en tiltölulega hraðvaxta árgöngum, má þó oft notast við athuganir á lengd- ardreifingu eingöngu. Humarinn, sem verður kyn- þroska tiltölulega smár (að jafnaði við 25mm skjaldarl. eða 50mm halal.), er dæmigerð hægvaxta tegund, sem við hámarksstærð (75-80mm skjald- arl. eða um 150mm halal.) er að líkindum 15-20 ára gamall. Hann hefur því fátt til brunns að bera, sem gerir aðferðir danans Petersens nýtanlegar í rann- sóknarskyni. Þó eru á þessu nokkrar undantekning- ar og skulu hér nefnd dæmi þar um. Humarsvæðin norðan og vestan Eldeyjar, hala frá því þessar veiðar hófust hér við land gefið af sér langmesta veiði einstakra svæða, eða að jafnaði 740 tonn á ári tímabilið 1962-1979. Eins og sjá má á 4. mynd, sem sýnir aflamagn og afla á togtíma árin 1962-1979, voru veiðarnar alltof miklar á þessu svæði framan af, eða upp í tæp 1500 tonn 1962 og síðan í rúm 2600 tonn 1963. Þessu fylgdi óneytan- lega geysilegt fall í afla á togtíma árin á eftir. A árunum 1964-1972 var veiðin flest árin u.þ.b.-800 tonn, en afli á togtíma fór áfram minnkandi þegar a heildina er litið. Hvort um skal kennt of rniklum veiðum og/eða náttúrulegum sveiflum skal látið liggja á milli hluta að þessu sinni, en staðreyndin er þó sú, að nýliðun eða endurnýjun stofnsins á svseð- inu virðist nær sífellt hafa minnkað öll þessi ár. Ar- in 1974-1977 var svo komið, að humarveiðin ;1 svæðinu byggðist á leifum eldri árganga af stor- humri og röð lélegra árganga af smærri og miH'" humri. Hlutfall 1. flokks humars var því allgott en afli á togtíma með fádæmum lélegur og heildarveið1 lítil, eða 170-350 tonn á ári. Þessi röð mjög veikra Mynd 4. Heildarafli (lonn) og afli á togtima (kg) á svœðinu n°r'* ur og vestur af Eldey 1962-1979. 190 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.