Ægir - 01.04.1980, Síða 16
2. tafla. Nokkrar niðurstöður humarmerkinga.
Stærð Stærð
Merktur Endurveiddur Fj. mán. við merkingu við endurveiði Vöxtur
(dags. ár) (dags. ár) i sjó (skjaldarl. mm) (skjaldarl. mm) á ári%
1 1-9-65 6-9-67 24 52 57 4.8
11-9-65 17-8-66 11 43 46 7.6
3-9-71 4-7-72 10 39 42 9.2
10-9-72 27-5-73 8 50 56 18.0
11-9-72 1-6-73 9 47 50 8.5
15-9-72 29-6-73 9 35 38 1 1.5
11-9-73 30-6-74 9 40 46 20.0
11-9-73 20-6-74 9 45 48 8.9
22-8-74 10-6-75 10 41 44 8.8
14-9-75 27-6-76 9 43 45 6.3
voru framkvæmdar merkingar á humri i allstórum
mæli hérlendis. Markmiðið var einkum það að fá
einhverjar upplýsingar um vaxtarhraða humars,
sem lengst af hefur verið sem lokuð bók bæði hér og
erlendis. Enda þótt þessar tilraunir hafi e.t.v. ekki
gefið árangur sem erfiði og þeim því hætt 1975,
hafðist upp úr krafsinu dálítil vitneskja um vöxt
dýra, sem endurveidd voru 8-24 mánuðum eftir
merkingu. Tafla 2 gefur yfirlit yfir tíu áreiðanleg-
ustu endurheimturnar. Samkvæmt þeim er vöxtur-
inn frá 5-20% á ári eftir einstaklingum eða að jafn-
aði 10.4%, en það samsvarar um 30% ársaukningu í
þyngd. Vöxturinn er því mun minni hjá þessum
humrum (meðalstærð um 45mm skjaldarlengd
eða 90mm halalengd) heldur en hjá smærri dýrum
sem áður var fjallað um. Þó að þessar niðurstöður
séu ekki yfirgripsmiklar, gefa þær nokkrar hug-
myndir um vaxtarhraða meðalstórra humra.
Ofangreind dæmu um kannanir á vaxtarhraða
humars, þótt mjög ófullnægjandi séu miðað við
öryggi kvarnalesturs ýmissa fiskistofna, hafa
eftir sem áður gert tilraunir við mat á vexti og við-
gangi humarstofnsins mögulegar. Hefur þannig
verið fyllt upp í vissar eyður upplýsinga, sem gerðu
nýjustu aðferðir við stofnstærðarútreikninga öld-
ungis ónothæfar fyrir nokkrum árum. Nánari um-
fjöllun um þau efni verður þó að bíða betri tíma.
Úrdráttur
Hér að framan hefur stuttlega verið greint frá
nokkrum atriðum viðvíkjandi líffræði og lífshátturn
humarsins við fsland, og hvernig sérstakir eigin'
leikar þessa botndýrs tengjast hinu norræna ut-
breiðslusvæði og veiðimöguleikum hverju sinni-
Þá er nokkuð fjallað um tilraunir til að m&ta
vaxtarhraða humars, en skortur á öruggum aðferð-
um á þessu sviði hefur verið mikill þrándur í götu
krabbadýrarannsókna yfirleitt, auk þess sem þa^
hefur hamlað stofnstærðarathugunum að verulegu
leyti.
Heimildir:
1. Anon.. 1978. Ástand nytjastofna á íslandsmiðum og aUa
horfur 1978. Hafrannsóknir nr. 13.
2. Anon., 1979. Ástand nytjastofna á íslandsmiðum og afl‘*
horfur 1979. Hafrannsóknir nr. 17.
3. Anon.. 1979. Report of the working group on assessments
of Nephrops stocks. C.M. 1979/K:2. Shellfish Committee-
,4. Chapman. C.J., 1979. Some observations on populatioh5
of Norway lobster, Nephrops norvegicus (L.) using divmfc'
television and photography. Rapp. P.-v. Réun. Cons. int'
Explor, Mer. 175: 127-133. 1979.
5. Hrafnkell Eiríksson. 1970. On the Breeding Cycle an
Fecundity of the Norway Lobster at South-West Icelanít-
C.M. 1970/K:6. Shellfish Committee.
6. Hrafnkell Eiríksson. 1979. A study of the Icelandic Nephrop
fishery with emphasis on stock assessments. Rapp. u
Réun. Cons. int. Explor. Mer, 175: 270-279. 1979.
7. Figueiredo. M.J. og Thomas, H.J., 1967. Nephrops norvegú***
(Linnaeus. 1968) Leach A Review. Oceanogr. Mar. Billt-
Ann. Rev., 1967, 5, 371-407.
192 — ÆGIR