Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Síða 20

Ægir - 01.04.1980, Síða 20
Ólafur Jónsson: Lesendum til glöggvunar er hér sýndur útflutn- ingur humars s.l. 5 ár, skiptur eftir löndum. Humarútflutningur Humar-útflutningur Að beiðni útgefanda þessa rits, hef ég fallist á að rita nokkrar línur um útflutning hraðfrysts humars. Þar sem ég er ekki nægjanlega kunnugur upphafi framleiðslu og markaðsöflunar humars takmarkast umfjöllun þessi um það sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Þar sem öllum humri er landað slitnum þ.e. hal- anum eingöngu, hefur öll vinnsla til þessa verið, flokkun, hreinsun og pökkun á þessum hluta hum- arsins, sem er um það bil /3 heildarþunga hans. I grófum dráttum má skipta vinnslunni í tvo flokka: a. stóra hala (15 grömm og þyngri) sem eru að öllu leyti óskaddaðir og enginn sandur eða önn- ur botnefni undir skelinni. Þessir halar eru garndregnir og seldir sem fyrsta flokks humar- halar. b. Stórir halar sem eru skaddaðir, svo og allir hal- ar á bilinu 8-15 grömm, sem eru yfirleitt ekki garndregnir. Þessa vöru þarf að selja á talsvert lægra verði en þá hala sem getið er um í lið I. vegna útlitsgalla og smæðar. Humar, þar sem óhreinindi eru undir skel, brot- inn eða smærri enn 8 grömm, þarf að skelfletta og verður þessari framleiðslu ekki gerð frekari skil hér. 2. Markaðslöndin Á sjöunda og áttunda áratugnum mátti segja að allur garndregni humarinn væri seldur til Banda- ríkjanna og í mjög litlu magni til Sviss. Lakari hluti framleiðslunnar, sá ógarndregni, var seldur til Evrópu, aðallega ítalíu, en hluti fram- leiðslunnar var stundum seldur til Bretlands. Á s.l. fimm árum hefur hér orðið breyting á, þannig að Bandaríkin hafa einnig keypt mestan hluta þessarar framleiðslu. 1. Framleiðslan Lönd 1975 1976 1977 1978 1979 Samtals tonn ......... 596.8 670.3 793.3 653.1 402.9 Bandaríkin ........... 499.8 598.2 744.4 586.7 296.3 Ítalía ................ 70.7 34.1 23.5 43.4 72.8 Sviss ................. 26.3 38.0 22.7 16.7 33.8 Bretland ................. - - - 6.3 Frakkland ................ - - 2.7 Á s.l. ári voru humarveiðar erfiðar vegna sjávar- kulda. Skýrir það minnkað magn árið 1979 miðað við fyrri ár. 3. Söluverðin Það er erfitt að fjalla um söluverð á humarhölurn, án þess að rita langt mál um arðsemi friðunar þessa stofns. Ég mun ekki leiðast út í þá freistni, heldur geta þess að því stærri sem halinn er því hærra verð fæst fyrir hverja þyngdareiningu. Á s.l. 3 árum hefur það verið aðaláhyggjuefm- útflytjenda, að ákveða verð stórra garndregna hum- arhala ekki of lágt. Reynslan hefur verið sú að færri hafa fengið, en viljað. Árið 1977 var cif verð á hverju ensku pundi af tveim stærstu flokkunum $ 6.60-7.00. Á s.l. surnrú tveim árum síðar, voru þessi verð $ 11.95-12.40- Á tímabili, í sumar, kom sú skoðun fram að bogim1 hafi verið spenntur of mikið. Svo reyndist ekki vera og kannske fengu færri en vildu. Á sama tíma og verð fyrsta flokks humarhala tvöfaldast tekst aðeins að ná fram um tíu prósent hækkun á smærri og ógarndregnu hölunum, sarm fara hægari sölu. Cif verð á hverju ensku pundi af smáhumrinum var á s.l. ári $ 3.00-4.00, eða miH' fjórðungur og þriðjungur af verði dýrasta humars- ins. 4. Framtíðin Mikið hefur verið rætt og ritað um sölu humars með haus og klóm. Réttilega hefur verið bent á að söluverð þeirrar vöru sé hátt, en þá gjarnan gleymst að geta um stærðir. Gerðar hafa verið tilraunir með sölu á heilum smáhumri og kann þar að vera plægður akur fyrir útflutningssamtökin. Til að unnt sé að vinna heilan humar, þarf að þvo hann úr ser- stökum efnum um borð í veiðiskipunum til a hindra efnaskipti sem verða í innyflum. Annars verða þau svört og humarinn þá ekki söluvara. Þess’ vinnsla krefst meiri vinnu um borð í veiðiskipunut11 og sennilega talsvert styttri veiðiferða. 196 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.