Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1980, Side 21

Ægir - 01.04.1980, Side 21
Guðni Þorsteinsson: Humarvörpur Til skýringar á fyrir- sögninni skal tekið fram, að hér er átt við botn- vörpu til veiða á letur- humri (Nephrops norwegi- cus). Að mestu leyti verð- ur fjallað um íslenskar vörpur og þróun þeirra, en lítillega verður þó drepið á gerðir sem út- lendingar nota við veiðar á þessari tegund. Humarvörpur eru mjög sérstæðar á meðal ís- e°skra botnvarpa að því leyti, að þær veiða ekki aðeins niður að botni heldur dálitið neðar. Við aðrar ^eiðar vill þetta stöku sinnum brenna við en þá fyrir anleysi eða þekkingarskort á togslóðinni. Hljótast af þessu margs konar vandræði, sundurtætt neðra yrði vegna grjóts eða kórals eða hálffullt troll af °stl eða drullu eins og stundum vill brenna við við r®kjuveiðar. Humarafli verður þó óvíða verulegur nema nokkuð sé plægt niður í botninn en stundum er bess þó ekki þörf og fæst stöku sinnum nokkur afli- Þótt notaðir séu bobbingar á fótreipið. Humarvörpurnar draga mjög dám af hinni sér- stæðu veiðiaðferð að fiska neðan við botninn. Er Pað fyrst að nefna, að trollin eru dregin á höfuð- lnunni og er þar átt við, að dráttarátakið komi að ^erulegu leyti á höfuðlínuna. Notuð er sérstök að- erð til að tákna tölulega, hvernig trollið er dregið. r bar um að ræða hlutfallslega lengd höfuðlínu m'ðað við fótreipið, þar sem tillit er tekið til lengdar Paksins (skversins, miðnetsins). Vegna þaksins j'erður fótreipið jafnan lengra en höfuðlínan. Sýnist Pa eðlilegt að lengdarmunurinn sé tvöföld lengd Paksins. Slík troll eru vissulega til en þó er algeng- ara, að munurinn sé nokkru minni, oft um 1.8 sinn- 01 baklengdin. Fyrir humartrollin er þessi tala nrn 2.2 og hefur mér ekki tekist að finna hærri tölu L?tr erfend troll, þrátt fyrir nokkra leit í ýmsum . ? „Um‘ Þetta mikla dráttarátak á höfuðlínuna að 1 tölu leiðir svo til þess, að fótreipið verður það slakt, að það nær að sökkva undan eigin þunga nið- ur í leirbotn þann, sem togað er á. Ef meira átak væri á fótreipinu, myndi það frekar dragast upp frá botn- inum. Nú hefur verið gengið svo frá málum, að fótreipið er í stakk búið til að plægja botninn en þá verður að útbúa það þannig, að það gegni því hlutverki sem best. Fótreipið er úr stálvír sem kyrfilega er vafinn tógi, svo að úr verður göndull mikill, sem orðið getur býsna þungur, þegar drulla sest í. Ekki er þó látið þar við sitja heldur er keðjum auk þess hlunkað ágöndulinn, eftir þvísem þurfa þykiroggeturverið staðbundið hvað hentar í því efni. Ekki þykir heldur góð latína að setja of mikið flot á höfuðlínuna. Er oftast látið nægja að nota 11 kúlur að vísu stórar nokkuð eða 200 mm að þver- máli. Eins og sést á meðfylgjandi teikningu er lögun trollsins allsérstæð að því leyti, að vængirnir eru hlutfallslega mjög langir. í fljótu bragði mætti ætla að þetta væri til þess að glenna trollið út á breiddina. Eigi er það þó tilfellið. Varhugavert eraðnotamjög stóra hlera til þess að glenna trollið út, þar sem fót- reipið myndi þá ekki geta skóflað humrinum eins vel inn ítrollið. Breiddinámillivængendaídrættierþví minni en lag trollsins gefur tilefni til að ætla. Þá er trollið torglennt vegna þunga, auk þess sem það dregst meira og minna á kafi í drullu. Þá verður að gæta þess að toga ekki of hratt, þar sem þá verður hætta á, að fótreipið dragist yfir humarinn áður en hann skefst upp úr botninum. Ekki hefur lag trollsins tekið miklum breytingum frá því að þessar veiðar hófust hér við land. Vængja- lengdin hefur þó verið nokkuð misjöfn. Upphaflega var höfuðlínan um 25-30 m en hún lengist þó smám saman, enda fóru stærri og kraftmeiri skip smám saman að taka þátt í veiðunum. Árið 1967 var al- gengt, að höfuðlínan væri 30-40 m en síðar komu enn stærri troll í notkun með allt að 60 m höfuðlínu en þó er sjaldgæft að hún sé lengri en 55 m. Lengi vel var regla að 180 upptökur væru fremst í hvoru belg- byrði. Nú er algengara, að upptökurnar séu 200 eða 220, einkum á stærri bátunum. Því hefur heyrst fleygt, að meiri humar veiðist, þegar belgurinn er víðari en þó segja aðrir, að einkum veiðist meiri fisk- ur í víðu belgina. Úr því að minnst er á fisk, þá verður það ekki þagað í hel, að meirihluti aflans að magni til er fisk- ur. Ekki leggja menn sig þó mjög fram um það að fá fisk, þar sem humarinn er margfalt dýrari. Þó eru dæmi um það, að menn hafi dýpkað vængina nokk- ÆGIR — 197

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.