Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1980, Side 26

Ægir - 01.04.1980, Side 26
Jakob Jakobsson: Fundur um síldveiðar með skipstjórum og útgerðarmönnum Nokkrar athugasemdir I 1. tbl. Ægis 1980 er sagt frá fundi um síldveiðar með skipstjórum og útgerðarmönnum sem haldinn var 28. sept. 1979. Þar sem að mér er sneytt á nokkrum stöðum í frásögninni þykir mér rétt að koma hér með nokkrar athugasemdir í þeirri von að leiðrétta ýmisskonar misskilning sem fundar- menn virðast hafa verið haldnir. Undirritaður Ijarri góðu gamni Hörður Þórhallsson harmar í framsöguræðu sinni að ég gat ekki verið á fundinum þar eð hann þykist vita að margir fundarmanna ættu ýmislegt vantalað við mig. Þetta verður Hörður að skrifa á reikning Fiskifélagsins. Fundurinn var haldinn meðan undirritaður sótti ársfund Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins en þeir eru ákveðnir með löngum fyrirvara eins og Fiskifélagsmönnum er manna best kunnugt. Hvaðan kemur sú hvöt I sömu ræðu segir Hörður ennfremur: „Þá leyfi ég mér að gagnrýna þá umsögn Hafrannsóknastofnun- ar, að þeir skipstjórar sem svöruðu bréfi Jakobs, þar sem hann bað um úrdrátt úr dagbókum skipanna, hafi nær eingöngu verið skipstjórar sem fengu síldina í fáum köstum og veit ég satt að segja ekki hvaðan þeim kemur sú hvöt að draga þá ályktun." Ég geri ráð fyrir að hér sé Hörður að vitna til eftir- farandi ummæla í mjög umdeildri grein minni Um síld og síldveiðar 1 Ægi 4. tbl. 1979 bls. 192. Þar segir: „Þar eð mörgum síldveiðiskipstjórum þótti sem þeir væru hafðir fyrir rangri sök var gerð tilraun til að kanna hve mikil brögð hefðu verið að því að síld væri sleppt úr nótum. í þessu skyni var öllum þeim er leyfi fengu til hringnótaveiða sent bréf þar sem óskað var eftir afriti af dagbókum síldveiðiskip- stjóra. Nærri 2/s leyfishafa (56) hundsuðu þessa beiðni en svör bárust frá 30 skipstjórum og kann ég þeim þakkir fyrir. Nokkur þessara skipa fengu aflann í fáum köstum og slepptu síld örsjaldan eða aldrei, önnur slepptu mun fleiri köstum, en þeim sem hirt voru. I einni veiðiferð var síld t.d. hirt einu sinni en sleppt 20 sinnum. Að meðaltali var síld sleppt álíka oft og hún var hirt. Þar eð skýrslur bárust einkum frá þeim skipum sem vel gekk að fiska er hæpið að þessar niðurstöður séu marktækar.“ Hér er átt við það að hlutfallslega fleiri svör hafi borist frá þeim skipstjórum sem vorufljótirað ljúka Hlulfallsleg flokkun sildveiöiskipa eflir því hve margir dagar liðu fráfyrstu til síðustu löndunar. Súlurnar eru skástrikaöar . miðað er við þásem skiluðu skýrslum tii Hafrannsóknastofnuaar um vertiðina 1978 en rúðustrikaðar ef miðað er við þá sem t’K skiluðu skýrslum. 202 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.