Ægir - 01.04.1980, Side 32
aftur í sjónum og áhrif pólsjávar í Grænlands-
straumi jukust eins og varð við ísland. Á sömu árum
eða upp úr 1967 dró mjög úr þorskveiðum við Vestur-
Grænland og eftir 1972 hafa þær aðeins verið um
1/10 hluti af því sem áður var (4. mynd). Fréttir af
auknum þorskveiðum við Grœnland á árinu 1979
breyta hlutfallslega litlu þar um (16).
Eins og áður sagði (1. mynd) mun þorskurinn
við Austur-Grænland yfirleitt vera í meiri eða minni
tengslum við þorsk á íslandsmiðum, og a.m.k. hluti
hans hefur hrygnt við ísland (25). „Stórir árgangar
við Austur-Grænland munu hafaskilaðtalsverðum
afla á land hér á íslandi, nú síðast vetrarvertíðarnar
1969 og 1970 þegar árgangarnir frá 1961 og 1963
leituðu hingað til hrygningar“ (5). Eins voru göngur
frá Vestur-Grænlandi til íslands tíðar á uppgangs-
Þús. torm
Grœnlancl
4. mynd. Þorskafli við Vestur-Grœniandeflir 1962. Hrun veið-
anna eflir 1968-1970 er f’reinilegt. Veiðar Grœniendinga voru
aðeins um 20-30 þúsund tonn á ári, hitt veiddu aðrar þjóðir
(5.14).
Cod fisheries in West Greeniand waters 1962-1974 (5.14).
208 — ÆGIR
tímum þorsksins (,,offjölgun“) þar vestra(5. mynd).
„Sérstaklega kvað að þessu á fjórða áratugnum.
en eftir það dró úr göngunum, þegar sjávarhiti
hækkaði við Vestur-Grænland á fimmta áratugn-
um og skilyrði til hrygningar þar bötnuðu" (1).
Verður ekki rætt frekar um þessar göngur fra
Vestur- eða Austur-Grænlandi til íslands, en geng-
ið út frá þeim sem vísum eftir atvikum.
Kynhvöt eða heimþrá?
Hvað veldur þessum göngum frá Grænlandi til
íslands? Tvær kenningar munu vera uppi (5) — „fisk-
urinn finnur ekki skilyrði til hrygningar við Græn-
land, eða þá að hann er af íslenskum uppruna og leitar
aftur til fyrri heimkynna eins og laxinn.“ Hér skal
ekki fullyrt, hvor kenningin sé sú rétta, en eins og
oft vill verða þá eiga þær e.t.v. báðar við, saman
eða á víxl á mismunandi tímum.
Hugum þó betur að málinu. Alkunna er að ís-
lenski þorskstofninn minnkaði ár frá ári 1955-1965,
síðan fór hann aftur vaxandi um sinn fram undir
1969 (6. mynd), en minnkaði eftir það aftur frarri a
síðustu ár. Sömu sögu er að segja um hrygningar-
stofninn, nema fyrra lágmark hans var 1967, °S
hámark aftur 1970 vegna gangna frá Grænlandi eins
og fyrr sagði.
Hvarf þorsksins frá Vestur-Grænlandi eftir 1968
og fyrrnefndar göngur á íslandsmið frá Grænlandi
5. mynd. Göngur þorsksfrá Vestur- Grœnlandi lii Isiands á áru”
um 1924-1939. Tölurnar tákna þann hundraðshluta. sem endn'
heimtist við ísland úr merkingumfrá viðkomandisvæði. Örvorn
ar henda á það svœði. sem fiskurinn endurheimtist á. og A>"
þeirra gefur til k vnna Jjöldann (9).
Migration of codfrom West Greenland waters to lceland duáW
1924-1939 (9).