Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1980, Page 13

Ægir - 01.06.1980, Page 13
eiðingu í lofti og legi, sem a.m.k. hér telst ekki Nera leyst í öllum atriðum þótt ákveðnar aðstæður eða vísbendingar séu gefnar. kemur að niðurstöðum mælinga í febrúar ^^9. Seltan var þá nokkru hærri en 1977 og 1978 ''ð). í fréttatilkynningu í mars 1979 sagði, að Seltan í Austur-íslandsstraumi þann vetur væri á J^örkum þess að þar gæti orðið nýísmyndun, en ætt v®ri við að ís, sem ræki inn á svæðið fyrir ■ °rðausturlandi, gæti orðið þrálátur vegna kulda í sJ°num. Hafíshætta að vori við Norðurland var Pannig talin vera meiri 1979 en í meðalári, en ekki P° með versta móti. Vorkuldar gætu svo fylgt í Jölfarið í norðanátt. Þessi „spá“ rættist illþyrmi- lega sumarið 1979, „sumarið sem aldrei kom“ eins og sumir kölluðu það. Samt verður að leggja áherslu á, að hafísinn hér við land árið 1979 virðist fremur hafa verið ísrek frá meginísnum í Austur- Grænlandsstraumi en eiginlegur meginís úr „Aust- ur-íslenskum pólstraumi“. í þessu sambandi skal bent á, að sjórannsóknir undanfarinna ára hafa ekki aðeins sýnt fram á sókn kalda sjávarins austur með Norðurlandi, heldur einnig minnkandi streymi hlýsjávar fyrir Vest- fjörðum inn á hafsvæðið norðanlands (10). Gæti þessi þróun hafa leitt til meiri íshættu af völdum vestur- og norðuríss fyrir Norðurlandi eins og e.t.v. 1975 og ekki síður 1979 en áður var, þótt pólsjórinn í Austur-íslandsstraumi og hafísinn væru ekki eins voldugir og t.d. 1965 og 1968. Vetrarathuganir ársins 1980 sýndu svo heldur hærri seltu en mældist 1979 (seltan hærri en 34.7 ° oo ). I fréttatilkynningu frá febrúar 1980 sagðí, að seltan væri á mörkum þess að sjórinn gæti frosið. Hitastigið í kalda sjónum var samt vel fyrir ofan frostmark sjávar, ísinn langt undan, og hlýsjór auk þess á grunnslóð norðanlands. Því var ályktað, að hafíshætta við Norðurland vorið 1980 væri lítil, og vorkomunni í sjónum væri líklega ekki hætta búin af pólsjó. Þannig brá því aftur í betra horf en áður á norðurmiðum snemma árs 1980. Það munar um minna í sjónum þar hvort hita- stig sjávar sé við núll gráður eða jafnvel lægra (pólsjór), eða 3-5 gráður (Atlantssjór). Þessi hita- mismunur getur að sjálfsögðu líka skipt sköpum fyrir veðurfarið á landinu og þá búsæld til sjávar og sveita (10). Orsök og afleiðing Hafsvæðinu milli íslands og Jan Mayen er í kennslubókum í haffræði lýst sem breytilegu jaðar- svæði milli vestanvindabeltisins og heimskauta- svæðisins bæði í sjó og lofti (27). Sjórinn er þó eðlilega öllu tregari en lofthjúpurinn á allar breyt- ingar vegna varmaeiginleika sinna og massa, og sé hallað á annað borðið í sjónum á svæðinu má ætla, að töluvert þurfi til að rétta við aftur á hitt borðið. Eins og lýst var hér að framan, þá breyttist Austur-íslandsstraumur, sem á hlýviðrisskeiði þessarar aldar (1920-1964) var svonefndur sval- straumur (selta meiri en 34.7 °/00), í pólstraum (selta minni en 34.7 %« eftir 1964. Áhrif pólsjávar voru mest á árunum 1965-1969, en nokkurt lát varð á árin 1972-1975, en svo jók hann aftur hlut sinn í ÆGIR — 317

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.