Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1980, Qupperneq 24

Ægir - 01.06.1980, Qupperneq 24
milli þessara stórvelda veðurfarsins kaup og sala á hreyfiorku, hita og raka. Hafís er afsprengi hafs og lofts og verður til við gagnkvæm áhrif, víxláhrifin. Fullkomið líkan af lagahjúpi þeim, sem umlykur jörðina, þyrfti því að taka hafísinn með í útreikningana. Á hinn bóginn er það von líkansmiða að nota megi líkanið við spár um myndun og rek hafíss á Norður-íshafi með útjöðrum þess og við Suðurheimskaut. Gerð líkana af þessu tagi er mikið Grettistak og mun krefjast vinnu og hugvits nokkurra kynslóða visindamanna áður en þau koma að gagni, en til eru líkön, sem ætlað er minna hlutverk. Reynast þau nógu léttvæg samt enn sem komið er, hvað snertir árangur. Má t.d. nefna líkön til að spá fyrir um ísrek og ísmyndun á takmörkuðu svæði næstu dagana. Sennilega má telja öflun mælinga af spásvæð- unum alvarlegastan Þránd í Götu velheppnaðrar spár og er þá til lítils að hafa í höndum sæmi- lega gert líkan eða hugvitsamlega eftirlíkingu af áhrifum vinda og strauma. Hins vegar verður að tjalda því sem til er og er það gert, en ekki verða þessi vandkvæði rædd hér nánar. Þess skal að lokum getið, að til viðbótar við þessar eðlisfræðilegu aðferðir eru tölfræðilegar haf- ísspár einnig gerðar. Þær styðjast við mælingar ýmissa veðurþátta um lengri eða skemmri tíma. Reynt er að ákveða með hvaða líkum vænta má til- tekins atburðar og er spá Páls Bergþórssonar um hafís við strendur íslands þessarar gerðar. Tölfræðilegar eða statistískar spár styðjast sem sagt við raunverulegar mælingar um lengri eða skemmri tíma og þar af leiddar stærðir, sem reikn- aðar eru út til að finna helztu einkenni mælinga- raðanna, svo sem meðaltöl, sveiflur, fylgni, tíðni meginbreytinga og hugsanlegan skyldleika tíma- raðanna. Greiningaraðferð þessi heitir tímaraða- greining (time series analysis) og er mikið notuð í náttúruvísindum, verkfræði, hagfræði og öðrum þeim fræðigreinum, sem hafa upp á að bjóða ofgnótt talna að moða úr. Tölfræðilegar rannsóknir ogspár eru talsvert stundaðar í veðurfræðinni og er það að vonum, þvi að nóg er af tölunum, þ.e.a.s. mælingum á margs konar veðurþáttum. Nú hefur verið getið tvenns konar meginað- ferða við rannsóknir á flóknum kerfum á borð við andrúmsloftið, hafið og víxlverkanir þeirra. Annars vegar er hin eðlisfræðilega leið, sem styðst einkum við eðlisfræðileg lögmál og líkingar, en hins vegar eru tölfræðilegar aðferðir þar, sem leitast er við að vinsa úr viðeigandi mælingum og talnarunum. Að- ferðir þessar eru mjög ólíkar og eru brögð að því, að vísindamenn skipi sér í andstæðar fylkingar. sem sýna takmarkaðan áhuga og skilning á hvors annars þankagangi. Báðar aðferðir hafa þó hvor 1 sínu lagi sitthvað sér til ágætis, sem hin getur ekki látið í té, og skifta á gagnlegan hátt með sér verkum við könnun á hátterni náttúrunnar. Veðurfarsrannsóknir og atvinnuvegirnir Allvíða erlendis fer nú fram umræða um veður- farsbreytingar og áhrif þeirra á atvinnuvegi, þjóð- félagið í heild og þar af leiðandi samskifti þjóð- anna. Veðurfræðingar telja tímabært, að stjórn- málamenn og aðrir, sem ákvarðanir taka, færi sér betur í nyt þá þekkingu, sem þegar er búið að afla. Á jörðinni búa nú um fjögur þúsund miH' jón manns og sex þúsund milljón verða á vapp1 um aldamótin og þurfa í sig og á. Jörðin er að vísu víðáttumeiri en margur hyggur og hefur verið reiknað út til gamans, að mannkynið allt kæmis1 fyrir á Reykjanesi stæðu menn þar uppréttir jafn- þröngt og þykir sæma að búa að hænsnum í nu- tímahænsnabúum. En maðurinn er heimtufrekan en svo og hafa nú, eins og áður sagði, veðurfars- fræðingar hvatt forráðamenn þjóðanna til forsjálm í framtíðaráætlunum sínum, ef þeir þá hafa slíkar á annað borð. Að dómi veðurfarsfræðinganna dugir ekki lengur að hafa í huga, að allra veðra geti verið von óa degi til dags, heldur líka frá ári til árs - og jafri- vel frá áratug til áratugs, og framkvæmdir skylá1 miða við það. Það ætti að notfæra sér þekkingur>a á náttúrunni og örva þekkingarleitina, m.ö-O- vísindin, og yrði þá þeim mun minna um afdrifarík mistök og kostnaðarsama björgunarstarfsemi. Náttúrufræðingar stinga upp á því, að atvinnU' vegir landanna, svo sem landbúnaður og samgöngu' mál, verði skipulagðir frekar en orðið er me tilliti til veðurfarsbreytinga. Því miður hafa u111' ræður þessar reynzt ófrjóar, því að stjórnmál3' maðurinn og framkvæmdamaðurinn spyrja vlS' indamanninn: „Heyrðu laxi, þú vilt, að við tökun1 mark á þér og jafnvel styrkjum grúsk þitt úr °kkal vasa. En hvar er spáin þín? Hvernig verður veðn eftir 10 ár?“ Þá verður fátt um svörin og þau bezt. a slíka spá geti hann ekki gert að svo stöddu, efl gera mætti sér góðar vonir, ef hann fengi e,n mitt styrkina frá peningavaldinu til þeirra rann sókna, sem til þyrfti. í stuttu máli má segja, að uá11 328 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.