Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Síða 25

Ægir - 01.06.1980, Síða 25
urufræðingar telji affarasælla til lengdarfyrir þjóð- elagið að stunda stöðuga þekkingarleit, þótt hún á Portum fari fram í myrkri, heldur en láta reka á reiðanum og treysta svo bara á skyndihjálp björg- unarliðs, þegar hið óvænta ber að höndum. En því get ég þessa, að hafísinn getur óneitan- e8a gert íslendingum lífið leitt enn þann dag í dag °8 var t.d. í fyrra skipuð af þáverandi félagsmála- raðherra svonefnd hafísnefnd ,,til þess að gera út- tekt á þeim vanda, sem skapast hefur á hafíssvæð- 'nu og tillögur til úrbóta". Samkvæmt bráðabirgða- s ýrslu þessarar nefndar er beint og óbeint tjón a hafís við strendur íslands af ýmsu tagi, en þá elzt sem hér segir: veiðarfæratjón, skemmdir á a narmannvirkjum, skemmdir á bátum, flutnings- °stnaður á hráefni og vörum, aflatjón vegna frá- ta^a er snerta báta og fiskvinnslustöðvar og Sreiðsluerfiðleikar útgerðar og fiskvinnslustöðva. Petta er nú allt nokkuð og er bersýnilega ástæða 1 að fara að með gát og hafa tryggingar og sjóði sv° sem bjargráða-, aflatryggingar- og hafnar- otasjóði við höndina, ef í harðbakka slær. En nú se8tr í fyrrnefndri skýrslu: ,,Viðlagatrygging bætir e^ki tjón, sem nefndinni var falið að fjalla um, að P reyttum lögum, en full ástæða væri til að kanna Vort ekki væri rétt að breyta lögum sjóðsins, svo a oúttúruhamfarir eins og hafískoma væru innan Pröngt og þykir sæma að búa að hænsnum í nú- ramma hans“. iðlagatryggingu var víst komið á laggirnar eftir ,estrnannaeyjagos. Það má að vísu lengi deila um 1 Sreiningu orða, en víst þykir mér langt gengið, 'ns 0g náttúru landsins er í rauninni háttað, sem I 6 Ur s°fið sex þúsund ára svefni. - Hvort sem ís- . nd>ngum líkar betur eða verr, þrengir hafísinn sér ' landslag íslenzkrar náttúru, líkt og snjórinn. 8 við eigum eftir að lifa það af. Lokaorð Við verðbólguna getum við ráðið, kannski, - en e ki hafísinn. En við stöndum betur að vígi en for- .ur okkar. Við höfum tæknina og vísindin. Haf- ‘Srannsóknir auka þekkingu á þessum forna fjanda PJoðarinnar og væri æskilegt, að allir sem sjá sér a§ > slíkri þekkingu leggist á eitt við gagnasöfnun °8 athuganir. Veðurstofan, Hafrannsóknastofn- Unm og Landhelgisgæzlan vinna saman að þessu, 8 sömuleiðis skip og bátar á hafísslóðum og e Urathugunarmenn við strendur. Faðir minn, sem bjó um skeið vestan hafs, sagði mér frá því að hann hefði eitt sinn verið að lesa upphátt nýkomin fréttablöð heiman frá íslandi og greindi þar frá því, að hafís hefði lónað inn á Húnaflóa. Varð þá gamalli konu, íslenzkri, sem þarna var stödd, að orði: „Er nú blessaður hafísinn farinn að nálgast landið'f Hún hafði þá búið fjarri fósturjörðinni svo lengi, að jafnvel haf- ísinn var orðinn hlýr í huga hennar. Síðan bætti hún við: „En þetta hefði ég nú líklega ekki átt að segja“. Það er trúlega mikils krafist, að íslendingar fari að elska þúsund ára óvin sinn, en altént er nú minni ástæða að óttast hann en áður og meiri til að sættast við hann, þrátt fyrir þær skráveifur, sem hann gerir okkur stundum. En það getum við því aðeins, að við vitum sem gleggst um hegðun hans og sjáum við brögðum hans. Þar sem grein þessi nefnist „Hafís nær og fjær“, væri ekki úr vegi að lýsa allnýstárlegum rannsókn- um, sem vísast eiga eftir að gera hafísinn blessaðan í orðsins fyllstu merkingu í vitund sumra manna með tíð og tíma, en hér á ég við nýtingu borgar- ísjaka við Suðurheimskautið. í vor var haldin alþjóðleg ráðstefna öðru sinni um nýtingu hafíss, en þar þinga náttúrufræðingar og verkfræðingar um það á hvern hátt hentugast væri að draga hafís- jaka norður hafið t.d. til Saudi-Arabíu þar, sem síðan mætti nýta hið ferska vatn til að græða upp eyðimerkur til gagns fyrir mannkynið. - En hér verður látið staðar numið. Að lokum leyfi ég mér að skírskota til tveggja hópa ungs fólks, sem kynnu að glugga í grein mína, - annars vega bænda á Norðurlandi og fiski- manna, sem sækja björg í bú úti fyrir Norður- landi: þið eigið þrátt fyrir náttúru sem stundum rennur í skap að hyggja gott til framtíðarinnar og láta ykkur finnast fátt um þá firru, að ísland sé á mörkum hins byggilega heims, því að þau mörk hafa nefnilega færzt upp í tunglið. Hins vegar bendi ég fólki í menntaskólum og háskólum, sem hyggur á náttúrufræðinám, á þau kynstur heillandi verkefna, sem óunnin eru í því stóra ísalandi, Grænlandi, og hafinu í kring. í samvinnu við Grænlendinga yrði nóg að starfa í hundrað ár við rannsókn á dauðri og lifandi náttúru, - til gagns fyrir Grænland og íslenzk náttúruvísindi. (Grein þessi er meginefni hádegiserindis í Ríkisútvarpinu, flutt sunnudaginn 27. janúar 1980). ÆGIR — 329

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.