Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1980, Side 26

Ægir - 01.06.1980, Side 26
Breytingar á mörkum og heitum spásvæða Veðurstofu Islands Hinn 17. maí 1980 komu til framkvæmda nokkrar breytingar á spásvæðum Veðurstofu íslands, og sýna meðfylgjandi kort mörk og heiti spásvæða á íslandi og á miðum umhverfis landið eins og þau eru nú. Breytingar frá eldri tilhögun sem máli skipta eru: 1. Nafn spásvæðisins Suðvesturland breytist í Suðurland. Mörk svæðisins eru þau sömu og verið hafa. 2. Mörkin milli Breiðafjarðar og Vestfjarða færast frá Látrabjargi að Kóp. Patreksfjörður og Tálknafjörður fylgja því héðan í frá spásvæð- inu Breiðafjörður. 3. Norðurhluti Hornstranda hefur hingað til fylgt Vestfjörðum í veðurspám, en nú verða norður- mörk Vestfjarða við Hælavíkurbjarg. 4. Langsamlega veigamesta breytingin sem gerð verður er sú að skipta Norðurlandi í tvö spá- svæði. Vestara svæðið ber heitið Strandir og Norðurland vestra og nær frá Hornströndurn að Tröllaskaga milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar. Eystra svæðið heitir Norðurland eystra og nær frá Tröllaskaga til Langaness. 5. Við Langanes tekur við spásvæðið Austur- land að Glettingi, og nær það í stórum drátt- um yfir svipað svæði og hingað til hefur verið nefnt Norðausturland. 6. Mörk milli Austfjarða og Suðausturlands verða um Lónsheiði. Spásvæði á landinu eru nú 9 talsins í stað 8 áður. Spásvæðum á miðum umhverfis landið fjölgar til samræmis og eru mörk þeirra tengd mörkum á landi. Ytri mörk miðanna eru 62.5°N 330 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.