Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1980, Side 40

Ægir - 01.06.1980, Side 40
næði til að vinna þorskinn í verðmætustu vöru- tegundir, þ.e. fryst flök og 1. flokks saltfisk. / sjöunda lagi hlyti að verða um mikla ein- földun í stjórnuninni að ræða og miklu meira frjálsræði útvegsmanna og skipstjórnarmanna við skipulagningu starfs síns. Og síðast en ekki síst: Með þessu móti helst afli innan þeirra marka sem stjórnvöld ákveða og fisk- verkendur og seljendur geta byggt sínar áœtlanir á þekktum forsendum. Sjálfsagt mætti tína til fleiri atriði og skrifa lengra mál um hvert þessara þó að hér verði látið staðar numið. Hvernig á að skipta? Umræðan um skiptingu á skip hefur yfirleitt ekki komist lengra en að menn væru með eða á móti kvótaskiptingu almennt séð. Það hefur verið minna um það að menn hafi hætt sér út í það að gera til- lögur um framkvæmd kvótaskiptingar í smáat- riðum. Ég viðurkenni að ég er í vafa um það hvort slíkar tillögur eru til gagns eða bölvunar en mér finnst viss uppgjöf felast í því að reyna þetta ekki og mun því í örfáum orðum gera grein fyrir slíkum ramma að kvótakerfi fyrir skiptingu þorskafla á skip. Fyrst vil ég segja að einkum vegna tilkostn- aðar við veiðarnar þá eigi að skipta loðnuafla sem heimilaður verður frá ágúst til mars n.k. á milli skipa t.d. á þann hátt að helmingnum verði skipt jafnt á skip og hinum helmingnum í hlut- falli við burðargetu. (Hvort loðnubátum verða heimilaðar þorsk- eða síldveiðar verður að sjálf- sögðu að vega og meta). Rammi um kvótaskiptingu þorskaflans gæti litið þannig út: 1. Sett verði lög sem gera það mögulegt að leyfts- binda allar veiðar. Skipuð verði „kvótanefnd" með fulltrúum háseta, skipstjóra, útvegsmanna, Fiski- félags og ráðuneytis sem geri tillögur til ráðherra um skiptingu afla á skip á öllum þeim veiðum sem eru eða verða háðar kvótaskiptingu (síld, rœkju, loðnu o.s.frv.J. 2. Heildarþorskafla, sem ákveðinn verður fyrir togara verði að hálfu skipt jafnt á hvert skip og að hálfu t hlutfalli við meðalafla togara í þeim lands- hluta sem skipið er gert út frá. Dœmi: Heimilaður ársafli togara: 160 þúsund tonn Fjöldi skipa: 80 Fastur kvóti: 1000 tonn á skip Hver togari á landssvæði A hefur að meðaltah aflað um 1% af þorskafla togaranna undanfarin ár og fær því í landshlutakvóta 800 tonn eða samtals 1800 tonn. Togari frá svæði V fær skv. sömu forsendum l,75%af 80þús. tonnumeða 1.400 tonna landshlutakvóta; samtals 2400 tonn af þorski yfir árið. 3. Þorskveiðar togbáta œttu að takmarkast við þá báta sem þennan veiðiskap hafa stundað og heildarkvóti, sem til þessara veiða er œtlaður alls ekki að hœkka. Nota mœtti svipaðar reglur uM skiptingu þorskafla á togbáta eins og stungið er upp áfyrir togara. 4. Varðandi þorskveiðar netabáta á vetrarvertið er hér stungið upp á því að einum þriðja hluta fyrirfram ákveðins heildarafla verði skipt jafnt a skip, einum þriðja með tilliti til meðalafla neta báta frá viðkomandi útgerðarstað eða útgerðar- svœði og einum þriðja með tilliti til árangurs hvers einstak báts á síðustu vertiðfum). Dœmi: Leyfður þorskafli í net á vetrarvertíð samtals: 100 þús. tonn. Fjöldi netabáta: 330. Fasturkvóti: 110tonn/bát. Bátur G landaði á síðustu vertíð(um) um lrf netaaflans og meðalafli báta á hans svæði hefur verið um 0,6% vertíðaraflans. í hlut þessa bats kæmi því: 110+330+200=640 tonn af þorski. Bátur A landaði ásíðustu vertíð (um)0,2%neta- aflans og svæðismeðaltal hans var 0,3%. Hans hlutur yrði því: 110+66+100=276 tonn þorskur i net- öll þessi dæmi, líka dæmin um togarana, eru tilbúin en GÆTU staðist. Ég býst við því að þorsk- veiðum netabáta á vetrarvertíð yrði hvað erfiðast að stjórna af sanngirni með kvótakerfi. „Kvota- nefnd“ þyrfti örugglega að úrskurða um fjölmörS vafatilfelli vegna bilana, hafíss eða annarrn hindrana. Auðvitað þyrfti kvótanefndin að fja^a um fjölmörg fleiri framkvæmdaatriði eins og t.d- hvort bátar sem ekki ná sínum netaþorski meg1 ljúka við hann í önnur veiðarfæri eða frarnselj3 hluta kvótans eða hann allan til annarra báta; hvort leyfa eigi að netabátar auki línuveiðar, hvod nokkuð eigi að skipta sér af dragnóta- eða hand' færaveiðum á þorski o.s.frv. Ég geri mér grein fyrir því að þessu máletu' hafa engan vegin verið gerð tæmandi skil þ° að ég láti hér staðar numið. Ég vona að fleiri finn' hvöt hjá sér til að láta í ljós álit sitt á þessu máli og að sú umræða verði málefnaleg. Það er alltof einfalt að afgreiða þetta stórmál með þvi a ég eða einhver annar hafi ekki vit á því!! 344 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.