Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Síða 58

Ægir - 01.06.1980, Síða 58
Þótt beintenging aðalvélar og skrúfu (þ.e. sami snúningshraði) hafi verið einkennandi fyrir Wich- mann aðalvélar í gegnum árin, er vélin í Hilmi SU þó ekki fyrsta Wichmann aðalvélin í íslenzku skipi, sem búin er niðurfærslugír. Á árunum 1971-72 voru settar aðalvélar af gerðinni 6DMG, 600 hö við 600 sn/mín, í þrjú fiskiskip, 105-120 brl, og varTorfi Halldórsson ÍS (nú Tjaldur SH) fyrsta skipið. Vélin í Tjaldi er enn í gangi, eitt þessara skipa sökk og skipt hefur verið út vélinni í hinu þriðja. í dag eru 59 fiskiskip í íslenzka flotanum, þar af eru 20 skuttogarar, búnir Wichmann aðalvél, og til viðbótar eru 3 farþega- og flutningaskip með Wichmann dieselvél sem aðalvél. Af þessum 62 vélum eru 35 af AX-línunni (AX, AXA og AXAG), 22 af AC-línunni (ACA og ACAT) og 5 af DC-(DM-) línunni. Wit hmann AXAG: Teng.sU. nidurfærslugir og skiptihúnaður- Einkaumboð á íslandi fyrir A/S Wichmann hefur Einar Farestveit & Co h/f, Reykjavík. NÝ FISKISKIP Njáll RE 275 20. marz s.l. afhenti skipasmíðastöðin Bátalón h /f í Hafnarfirði nýsmíði 460, nýtt 24 rúmlestajiski- skip úr stáli sem er hannað hjá stöðinni. Þetta er þriðji stálháturinn sem stöðin afhendir á tœpu ári, en þeir fyrri voru: Gísli á Hellu, 12 rúmlestir afhent- ur í maí 1979, og Guðrún Jónsdóttir, 18 rúmlestir afhentur í ágúst 1979. Njáll RE er I eigu Sjóla h.f í Reykjavík og er Theodór Jónsson skipstjóri, en framkvœmdastjóri útgerðarinnar er Júlíus Ingihergsson. Almenn lýsing: Bolur skipsins er laggarsmíðaður úr stáli, og er báturinn byggður samkvæmt reglum Siglingamála- stofnunar ríkisins. Eitt þilfar er stafna á milli, en undir þilfari er skipinu skipt í sex rúm með vatnsþéttum þverskipsþilum. Fremst undir þilfari er stafnhylki, þá geymsla, en þar fyrir aftan kemur fiskilest einangruð og búin áluppstillingu, síðan kemur vélarrúm, þar fyrir aftan káeta með fjórum hvílum og eldunaraðstöðu, olíukynt Sóló eldavél, og Mesta lengd ......................... 14.90 ni Lengd milli lóðlína ................. 12.90 tn Breidd (mótuð) ....................... 3.80 nl Dýpt (mótuð) ......................... 2.14 ni Lestarrými ........................... 23.0 m^ Brennsluoliugeymar .................... 3.2 nv Ferskvatnsgeymir ....................... 10 m Rúmlestatala ........................... 24 brL Skipaskrárnúmer ...................... 1575 aftast skuthylki. í vélarrúmi eru tveir brennslu- olíugeymar en ferskvatnsgeymir er aftast í geymsD; Stýrishús úr stáli er aftantil á þilfari, yfir vélarrúrru og káetu. B.b.-megin við stýrishús er þilfarshus með stakkageymslu, þvottaaðstöðu og salerm- Bóma er á frammastri, og aftantil á þilfari eru toggálgar. Teikning af Njáli RE 775. 362 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.