Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1980, Page 64

Ægir - 01.06.1980, Page 64
LÖG nr. 4 1. febrúar 1980 um breytingu á lögum nr. 80 16. sept. 1971, með áorðnum breytingum, um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins. 1. gr. 2. gr. orðist svo: Sjóðurinn skiptist i þrjár deildir: Almenna deild, áhafnadeild og verðjöfnunardeild. 2. gr. 3. gr. orðist svo: Hlutverk almennu deildar sjóðsins er að bæta aflahluti skips og áhafnar, þegar almennan aflabrest ber að höndum, eða þegar brýna nauðsyn ber til að draga úr sókn til verndar mikilvægum nytjastofn- um. Réttindi í hinni almennu deild sjóðsins eiga öll fiskiskip án tillits til stærðar, enda sé greitt af endan- legu afurðunum úr aflanum útflutningsgjald. 3. gr. Á eftir 20. gr. laganna komi nýr kafli svohljóð- andi: III. KAFLI Verójöfnunardeild. 21. gr. — Við Aflatryggingasjóð skal starfa sér- stök deild, verðjöfnunardeild, sem greiðir verðupp- bætur á afla einstakra fisktegunda samkvæmt ákvæðum þessa kafla í því skyni að draga úr sókn í einstaka fiskstofna og beina henni til annarra, sem fremur eru taldir þola veiðar. 22. gr. — Tekjur verðjöfnunardeildar skulu vera: 1. Tekjur af útflutningsgjaldi samkvæmt lög- um. 2. Vextir og aðrar tekjur af eignum verðjöfn- unardeildar. 23. gr. — Verðlagsráð sjávarútvegsins eða yfir- nefnd þess skal fyrir upphaf hvers verðtímabils gera tillögur um fjárhæð aflajöfnunarbóta á einstakar fisktegundir að fengnu áliti Hafrannsóknastofnun- ar á ástandi nytjastofna og aflahorfum. Skal íjár- hæðin ákveðin innan þeirra marka, sem eignir og tekjur verðjöfnunardeildar hrökkva til. Sjávarút- vegsráðherra staðfestir ákvarðanir Verðlagsráðs sjávarútvegsins eða yfirnefndar þess um aflajöfn- unarbætur. Aflajöfnunarbætur skv. lögum þessum skulu koma til skipta og aflaverðlauna eins og ann- að fiskverð. 24. gr. — Sjávarútvegsráðuneytið setur nánarj reglur um framkvæmd þessa kafla og starfserni verðjöfnunardeildar. Deildin hefursjálfstæðanfjar- hag. 4. gr. Greinaröð og kaflaheiti laganna breytist í sam- ræmi við ákvæði 3. gr. 5'gr' • --x 2. tl. 1. mgr. 9. gr. orðist svo: Framlag ríkissjoðs til almennu deildar sjóðsins nemi 40% af tekjum hennar skv. 1. tl. 1. mgr. þessarar greinar. 6. gr. Eignir almennu deilda bátaflotans og togaraflot- ans svo og jöfnunardeildar Aflatryggingasjóðs, sem starfað hafa samkvæmt lögum nr. 80 16. september 1971, skulu renna til almennu deildar sjóðsins. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og taka ákvæði þeirra til afla, sem landað er á árunum 1980 og 1981. Gjört í Reykjavík 1. febrúar 1980. Kristján Eldjárn. (L.S.)__________________ Kjartan Jóhannsson. LÖG nr. 3 1. febrúar 1980 um tímabundið olíugjald til fiskiskipa. (Lagabreyting staðfest 11. apríl 1980 er tekin hér inn í). '• gr' . f. Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn, eða a* hendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram- skal fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða ut- gerðarmanni eða útgerðarfyrirtæki olíugjald, eT nemi 2,5% miðað við fiskverð eins og það er ákveð' af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Hið sama gild>r' þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til löndunar í innlendri höfn. Olíugjald þetta kemur ekki ti hlutaskipta eða aflaverðlauna. 2- gr- k Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal au Framhald á bls. áál 368 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.