Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 10

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 10
ÞRÓUN SJÁVARÚTVEGS Ágrip af niðurstöðum skýrslu starfshóps á vegum Rannsóknaráðs ríkisins um þróun sjávarútvegs og erindi og umræður á fundi Rann- sóknaráðs með aðilum sjávarútvegs 19. október 1981. Framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins ákvað í nóvember 1979 að skipa starfshópa til að endurmeta stöðu megingreina atvinnulífsins með tillit til nýrrar langtímaáœtlunar um rannsókna- og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna. íþann hóp sem fjaliaði um þróun sjávarútvegs og fiskveiða voru fengnir til þátttöku eftirtaldir menn: Jónas Blöndal, skrifstofustjóri, form. Björn Dagbjartsson, forstjóri. Jakob Jakobsson, aðstoðarforstjóri. Páll Guðmundsson, skipstjóri. Þorkell Helgason, dósent. Jón Ármann Héðinsson, framkvæmdastjóri. Pétur Reimarsson, verkfræðingur hjá Rann- sóknaráði, sem var ritari hópsins. Skýrslan um þróun sjávarútvegs sem út kom árið 1975 er fyrirrennari þessarar skýrslu sem hér birtist. Óþarft þótti að endurtaka margt af því sem þar kemur fram en hins vegar er lögð nokkur áhersla á að skoða hvernig þróunarspádómarþess- arar svokölluðu ,,Bláu skýrslu “ hafa staðist hing- að til. Þá er leitast við að draga fram viðhorfin eins og þau blasa við í öllum þáttum atvinnugreinarinn- ar og síðast en ekki síst gerð tilraun til að spá um líklegustu framvindu. Efninu er skipt í 5 meginkafla: Auðlindir-Veið- ar-Vinnslu-Markaði-Félagslegt umhverfi. Hver kafli hefur að miklu leyti verið saminn af ákveðn- um einstaklingi (einstaklingum) hópsins og sjást þess ef til vill merki þó að hópurinn sem heild hafi ítrekað rætt, gagnrýnt og yfirfarið sérhvern kafla. í lok skýrslunnar eru nokkrar ábendingar um rannsóknasvið sem hópurinn telur að leggja beri áherslu á og œttu að vera gagnlegt framlag í mótun langtímaáætlunar um rannsóknastarfsemi í land- inu. Ágrip af niðurstöðum 1. Afrakstursgeta fiskstofnanna. í öllum aðalatriðum verður að telja að skoðanir á afrakstursgetu fiskstofna séu enn hinar sömu og fram voru settar i Bláu skýrslunni árið 1975. Áætlun um framtíðarafla (1975-80) reyndust hins vegar allt of lágar og kom þar þrennt til: 1. Nýliðun varð miklu betri en gert var ráð fyrir í Bláu skýrslunni. 2. Nýting stofnsins hefur gerbreyst til batnaðar fra því sem áður var. Veldur hér mestu að möskvi í botnvörpu og flotvörpu var á öndverðu árinu 1977 stækkaður úr 135 mm i 155 mm. Þetta ásamt svæðalokunum til verndar smáfiski hefur haft þau áhrif að þriggja ára fiskur er nú lítið veiddur og einnig hefur dregið mjög úr sókn > fjögurra ára fisk. Afrakstur á hvern nýliða hef- ur því aukist verulega frá því sem áður var. 3. Komið hefur í ljós að þyngdartölur eftir aldri voru of lágar þannig að þorskur eldri en 4 ára þyngist mun meira en fyrri tölur bentu til. Þetta veldur enn auknum afla miðað við hvern nýliða sem bætist i stofninn. Aðrar áætlanir um ástand fiskstofna svo sem síldar og loðnu hafa átt við rök að styðjast í öllurn aðalatriðum og aflaspár að því er varðar aðrar fisktegundir en þorsk hafa reynst mjög nærn lagi.(l.l). Verði sókn í þorsk á fyrri hluta níunda áratug' arins svipuð því sem hún var í lok þess áttunda ma vænta um 400—450 þús. tonna þorskafla (1.2.2)- Svipuðum afla má þó ná með verulega minn> tilkostnaði verði floti og sókn látinn skrepp3 saman um a.m.k. 5% á ári (1.2.2). 586 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.