Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1981, Side 11

Ægir - 01.11.1981, Side 11
Fiskveiðar. Þróun flota og stjórn veiða. Fiskiskipaflotinn hefur stækkað frá því að Bláa skýrslan var gerð. Sérstaklega hefur skuttogurum fjölgað meir en þá var ætlað. (2.1). I Bláu skýrslunni var talið að þáverandi floti Sæti aflað 950 þús. tonn af þolfiski miðað við ástand fiskstofna um 1970. Þrátt fyrir stækkun hefur flotinn samt ekki náð nema 60-70% af þess- um aflabrögðum. (2.1) Búist er við fækkun skipa á næstu árum, einkum htilla báta. Rúmlestatala flotans kann þó að vaxa m-a. vegna bætts aðbúnaðar áhafnar og aukinnar kassavæðingar (2.2). Álitið er að sérhæfni i veiðum fari vaxandi Vegna aukins útgerðarkostnaðar (2.3). Ekki er búist við stökkbreytingum í veiðitækni á næstu árum (2.3). Engar stórvægilegar umbætur hafa verið gerðar á opinberri stjórnun fiskveiða frá dögum Bláu skýrslunnar (2.4). Talið er að núverandi aðferðir við stjórnun fisk- Veiða nægi hvorki til að tryggja æskilegt aflahá- mark né til að stuðla að.lágmörkun sóknarkostn- aðar (2.5). Frumskilyrði bættrar stjórnunar er að leyfis- hinda allar fiskveiðar (2.5). Nauðsynlegt mun reynast að skipta afla niður á skip á einhvern hátt við allai meiriháttar veiðar. (2.5). Leyfishafar gætu verið einstök skip, útgerðir, vinnslustöðvar eða hafnir. í fyrstu mætti úthluta hvótum ókeypis. Sveigjanleiki er þó nauðsynlegur Fd. með því móti að framsal leyfa sé heimilað eða nukakvótar séu boðnir til kaups (2.5). Hagkvæmni útgerðar byggist á þvi að draga megi úr útgerðarkostnaði. Bætt fiskveiðistjórnun er afgerandi í þessum efnum (2.6). Fiskvinnsla. A.fkastageta islensks fiskiðnaðar í heild er illa shilgreint og illmælanlegt hugtak, m.a. vegna blandaðrar starfsemi fyrirtækja. Heildarafköst Áystihúsanna miðað við 8 klst. vinnudag 250 daga a úri hafa verið áætluð nú rúmlega 400 þús. tonn af holfiski á ári. Þessi tala er talin verða komin yfir s00 þús tonn a5 faum árum liðnum (3.2). Meðalnýting hráefnis í flök eða blokk í frysti- húsum er nú við ,,eðlileg“ skilyrði talin vera 40- ^1%. Reiknað er með því að ,,eðlileg“ meðalnýt- Mynd I. Roðflettingarvél (Ljósm. Ingimundur Magnússon). ing við framleiðslu sömu afurða verði að 5 árum liðnum almennt orðin eins og hún er nú í „bestu húsum“ eða 43-44% (3.3). Líklegt er að hráefnisnýting í fiskmjölsverk- smiðjum muni halda áfram að nálgast það sem best gerist erlendis í þessum iðnaði. Orkunýting mun einnig batna í þessari grein (3.4). Erfitt er að nefna tölur um framleiðni og nýt- ingu vinnuafls í okkar þlandaða fiskiðnaði. Lítill vafi er þó á því að framleiðni og afköst mannafla fara vaxandi (3.5). Tæplega er að vænta nokkurra stökkbreytinga i afurðagæðum á næstu árum, en þess er að vænta að almenn vöruvöndun og meðferð sjávarafurða fari batnandi, þegar litið er til lengri tima. Þó er líklegt að keppinautar okkar á erlendum mörkuð- um nálgist íslenska gæðastaðla verulega á næstu árum. Væntanlega munu framleiðendur sjálfir taka meiri ábyrgð á gæðaeftirliti en verið hefur. Á það einkum við um saltfisk — saltsíldar- og skreið- arframleiðslu og munu samtök þessara greina stór- auka eigið gæðaeftirlit í líkingu við hraðfrystiiðn- aðinn. Gæði fiskmjöls og lýsis munu fara batnandi eftir því sem hráefnisframboð minnkar og tækja- búnaður batnar. Hvað lagmeti varðar er erfiðara að spá, en án verulegs átaks til bætts innra eftirlits og vöruvöndunar er hætt við að framtíð greinar- innar sé ekki mjög björt (3.6). Ýmislegt bendir til þess að fiskiðnaðurinn standi ÆGIR — 587

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.