Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1981, Page 13

Ægir - 01.11.1981, Page 13
vinnuafli og að hvert byggðarlag búi um það bil að sínu (5.2). Kröfur um aðbúnað á vinnustað og önnur kjara- atriði munu í bili hafa aukin útgjöld í för með sér fyrir fiskvinnslufyrirtæki og jafnvel neyða sum fyrirtæki til að hætta rekstri en til langs tíma litið verður bætt aðstaða til þess að fyrirtækjum helst betur á góðu vinnuafli (5.3). Starfsfólki í sjávarútvegi (sjómennsku og fisk- 'ðnaði) mun tæplega fjölga mikið úr því sem nú er. Hins vegar er þess að vænta að ýmis tæknibúnaður tnuni gera störfin meira aðlaðandi og eftirsóknar- verðari (5.4). Lokaorð Hér að framan er sjávarútveginum skipt í tjóra höfuðþætti: Auðlindir, veiðar, vinnslu og mark- aði, auk þess, sem nokkuð er fjallað um félagsleg a'riði, er tengjast sjávarútvegi. Ástæða þessarar amfjöllunar er sú, að félagsleg sjónarmið hafa verið og verða væntanlega mjög ríkjandi varðandi alla framvindu í gre'ininni. Ef litið er á ferilinn frá auðlindum til markaða er auðsýnt, að einungis er hægt að hafa takmörkuð áhrif á tvo þessara meginþátta. Hámarksafrakstur auðlindanna til lengri tíma litið er nokkurn veginn Þekktur. Það má eflaust auka þennan afrakstur eitthvað með hagfelldari nýtingu, frá því sem nú er> en það skiptir varla sköpum. Á hinum endan- unr erum við háðir myndun ákveðins markaðs- verðs, sem við fáum litlu um ráðið. Möguleikarnir t'l að fá hærra verð eru fyrst og fremst fólgnir i því, að sannfæra kaupendur um að okkar fram- ieiðsla sé betri en annarra. Til að það takist þarf taunverulegur gæðamunur að vera fyrir hendi og 'taupendur þurfa að sjá sér hag í því, að greiða ateira fyrir betri vöru. Þetta hefur tekist vel í ýms Urii tilvikum, en í öðrum miður. Sameiginlega setur þetta athafnafrelsi veiða og vinnslu þær efnahagslegu skorður, sem nauðsyn- 'egt er að þessar greinar lagi sig að, eigi að vera ^agrænt vit í starfseminni. Þessar skorður eru í t°rmi raunvirðis sem fæst fyrir afurðirnar. Innan ’ttarka þessa raunvirðis verður að halda raunkostn- abi, þar með talið ásættanleg laun þess fólks, sem við sjávarútveginn starfar og nauðsynlegur fjár- ^agnskostnaður. Það er langt frá að þessa hafi verið gætt. Við heyrum a.m.k. þrisvar á ári hverju að vinnslan sé rekin með x'Vo halla og útgerðin Mynd 3. Karfaflökunarvél (Ljósm. Ingimundur Magnússon). þurfi að fá y% hærra verð til að standa á núlli. Stofnað hefur verið til raunkostnaðar sem er hærri en raunvirði það sem afurðirnar skila. Til að leysa málið er búið til sýndarvirði með tekjutilfærslum í einu formi eða öðru. Þetta dugir skammt eigi ekki að skerða lífskjörin í landinu. Þetta er staðreynd, sem neitað hefur verið að horfast í augu við. Raun- kostnaður er hækkaður og vítahringurinn verður sífellt þrengri. Á umliðnum árum hefur aflaaukning og tiltölu- lega hagstætt verðlag komið í veg fyrir að ástandið yrði óbærilegt. Fari hins vegar i hönd skeið stöðn- unar í afla, sem raunhæft er að gera ráð fyrir i ljósi þess að flestir okkar nytjastofnar verða að teljast fullnýttir eða mjög nálægt því, auk stöðnunar í verðlagi (raunverði), sem ætla má að verði í ljósi harðnandi samkeppni og aukins framboðs á mörk- uðum sem eru leiðandi í verðmyndun, blasir við stöðnun í sjávarútveginum. Verður því enn meiri nauðsyn á að hagrænt viðhorf verði rikjandi við ákvarðanir um framvinduna. Kemur þarna tvennt til: Aukning framleiðslu- verðmcetis úr gefnum aflafeng og lækkun tilkostn- aðar við öflun og vinnslu. Til að auka framleiðslu- verðmætið eru ýmsar leiðir: Aukin aflagæði, bæði með betri meðferð og veiðum á þeim tima, sem fiskurinn er afurðamestur, bætt nýting afla bæði með aukinni nýtingu í vinnslustöðvum og nýtingu hráefnis, sem nú er hent; jöfnun aflaframboðs, þannig að vinnslustöðvar geti ætíð valið besta ÆGIR — 589

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.